Vinnan - 01.03.1997, Page 11
Gangur kjaramálanna
September 1996
Stéttarfélög innan ASI hefja undirbún-
ing að gerð viðræðuáætlana. Itarlegt
upplýsingaefni um nýja vinnulöggjöf
er kynnt.
Kröfugerð undirbúin. Efnt til funda
víða urn land. Mikil áhersla lögð á að
samningar náist fyrir áramót.
14.-15. Formenn landssambanda ASÍ
ræða gerð viðræðuáætlana. Samþykkt
að landssamböndin leiti eftir umboð-
um aðildarfélaganna til að semja um
viðræðuáætlanir.
20.-22. Rafiðnaðarsamband Islands
gengur frá kröfugerð sinni á kjara-
málaráðstefnu, fyrst landssambanda
ASÍ.
30. Formenn aðildarfélaga Verka-
mannasambandsins funda um kröfu-
gerð og aðkomuna að gerð samninga.
Októbep 1996
Ráðherra og þingmenn leggja mikla
áherslu á að launafólk sýni hófsemi í
kröfugerð, ekki síst eftir stefnuræðu
forsætisráðherra. Kröfugerðir félaga
og sambanda koma fram. Samninga-
nefndir kosnar. Fyrstu viðræðuáætlan-
ir undirritaðar. Landssambönd ASI
óska eftir samningsumboðum frá að-
ildarfélögum sínum. Stærstu stéttarfé-
lögin í Reykjavík, VR, Dagsbrún og
Framsókn ákveða að semja sjálfstætt.
Alþýðusamband Vestfjarða aflar um-
boða frá aðildarfélögum sínum.
5. Fiskvinnsludeild VMSÍ heldur fjöl-
menna ráðstefnu um kröfur fiskverka-
fólks.
9. Fyrsti samningurinn um viðræðu-
áætlun undirritaður. LIV, VR og Fé-
lag íslenskra stórkaupmanna undirrita
áætlun þar sem gert er ráð fyrir að
sáttasemjari taki við stjóm viðræðna
13. desember hafi ekki samist fyrir
þann tíma. Verslunarmenn leggja
áherslu á að stuttur tími sé til stefnu.
23. Fyrsti formlegi samningafundur-
inn um endurnýjun kjarasamninga
hefst í húsakynnum ríkissáttasemjara
þegar fulltrúar Samiðnar og Vinnu-
málasambandsins hittast.
Nóvember 1996
Umræður um endumýjun kjarasamn-
inga fara mjög hægt af stað. Ahersla
lögð á að ræða sérkjaramálin fyrst.
Samningaviðræður um gildistöku
vinnutímatilskipunar ESB í gangi.
Frumvarp um Lífeyrissjóð starfs-
manna ríkisins vekur miklar deilur um
mismunun í lífeyrisréttindum. Sam-
bandsstjórn ASÍ fundar og þar eru
kynnt drög formanna landssambanda
ASÍ að rammasamningi um gerð sér-
kjarasamninga á vinnustöðum.
Desember 1996
VMSI afhendir kröfugerð sína. Lág-
markslaun í landinu verði 70.000 kr.
að loknum tveggja ára samningstíma.
Verkalýðshreyfingin leggur mikla
áherslu á að ná samningum fyrir ára-
rnótin en lífeyrismál starfsmanna
ríkisins setja strik í reikninginn. Mið-
stjóm ASÍ krefst jöfnunar lífeyrisrétt-
inda. Undir jól verða harðar deilur um
auknar skattbyrðar á launafólk og fá-
tækt í landinu. Engir kjarasamningar
takast fyrir áramótin og um miðjan
desember óska atvinnurekendur eftir
samkomulagi um breytingar á við-
ræðuáætlunum þar sem viðræðum er
frestað fram yfir áramót.
17. Verkalýðsfélögin á Sauðárkróki
vinna mál fyrir Félagsdómi en félögin
stefndu Fiskiðjunni Skagfirðingi fyrir
brot á aðalkjarasamningi vegna ólög-
mætra uppsagna. Fyrirtækið bar rang-
lega fyrir sig hráefnisskort.
20. Stjórnvöld hækka tekjuskatt ein-
staklinga með því að frysta persónu-
afslátt og hækka skatthlutfall. Bætur
almannatryggingakerfisins eru einnig
frystar. Mikil umræða um aukna skatt-
heimtu af launafólki fylgir í kjölfarið.
30. Samningur landssambanda ASI og
VSÍ um framkvæmd vinnutímatilskip-
unar ESB undirritaður.
Janúan 1997
Þegar ekkert gengur í kjaraviðræðum
eftir þriggja vikna hlé fara verkalýðs-
félög að ræða hugsanlegar aðgerðir til
að ýta á eftir gerð kjarasamninga.
Kjaradeilum vísað til ríkissátta-
semjara. Formenn landssambanda
ASI hittast á vikulegum fundum til að
fara yfir stöðu mála. I lok mánaðarins
er mikið rætt um jaðarskatta enda lítil
hreyfing á störfum svokallaðrar
„jaðarskattanefndar“. Stéttarfélög
undirbúa aðgerðaáætlanir og fara yfir
kjörskrár vegna hugsanlegra atkvæða-
greiðslna um verkfallsboðanir.
13. VSI kynnir hugmyndir sínar um
vinnustaðasamninga og svarar því
loks þeim drögum að rammasamningi
sem formenn landssambanda ASI
kynntu á sambandsstjómarfundi ASÍ í
nóvember. Samninganefnd VMSÍ
svarar með því að ítreka tillögur
VMSÍ að rammasamningi sem kynnt-
ar voru í upphafi kjaraviðræðna.
14. Stóra samninganefnd VMSÍ sam-
þykkir að vísa kjaradeilunni til sátta-
semjara. Fleiri fylgja á eftir.
17. VSI sendir frá sér greinargerð um
kröfur Dagsbrúnar og Framsóknar og
spáir efnahagslegri kollsteypu nái þær
fram að ganga. Atvinnurekendur segj-
ast vantrúaðir á að verkafólk sé tilbúið
í átök til að ná fram kjarabótum.
20. Landssambönd ASI mæta ekki til
viðræðna við VSI um vinnustaða-
samninga vegna samningsbrota gagn-
vart rafiðnaðarmönnum í loðnuverk-
smiðjunni í Helguvík. Deilan leysist
nokkrum dögum síðar með fullnaðar-
sigri RSÍ.
23. Grétar Þorsteinsson, forseti ASI,
segir atvinnurekendur og stjórnvöld
stefna í átök, komist ekki hreyfing á
samningamálin.
26. Forsætisráðherra segist óttast að
menn séu að tala sig í verkföll. Um-
mælin valda deilum á Alþingi.
Febrúar 1997
Samningar takast milli verkalýðsfé-
laga og loðnubræðslnanna. Landssam-
bönd ASÍ kynna frumkvæði sitt að
heildstæðri lausn kjaradeilunnar í
landinu og hvetja stéttarfélögin til að
hefja undirbúning aðgerða.
14. Landssambönd ASI kynna sam-
eiginlega kjarastefnu sína þar sem
fléttað er saman launastefnu með sér-
staka áherslu á kjarajöfnun og breyt-
ingum á skattkerfinu sem eiga að
tryggja að markmið stefnunnar um
aukinn kaupmátt nái fram að ganga.
ítrekað er að þetta sé heildstæð og
raunhæf lausn og nú velti það á at-
vinnurekendum og stjórnvöldum
hvort til átaka komi á vinnumarkaði.
Formenn landssambanda ASÍ gefa
þessum aðilum tíu daga til að svara
því hvort þeir hafi í hyggju að fara
þessa leið eða ekki.
25. Að loknum viðræðum við at-
vinnurekendur og fundi með fulltrú-
um stjórnvalda er það sameiginlegt
mat formanna landssambanda ASÍ að
ekki hafi komið fram í verki vilji til að
fara þá leið sem landssamböndin
lögðu til. Þeir skora á aðildarfélögin
að hefja boðun aðgerða í samræmi við
áætlanir sínar. Fyrstu atkvæðagreiðsl-
umar, hjá RSÍ og Dagsbrún og Fram-
sókn, hefjast sama dag. Rafvirkjar hjá
Reykjavíkurborg samþykkja með öll-
um greiddum atkvæðum að boða
verkfall frá 9. mars.
27. Framsókn og Dagsbrún boða til
fjölmenns félagsfundar. Þar er mikil
stemmning og kynntar niðurstöður
atkvæðagreiðslna um verkfallsboðun
hjá Mjólkursamsölunni og ísgerð
MS. Verkfallsboðun samþykkt með
tæplega 90% greiddra atkvæða.
Mars 1997
Mikið annríki í Karphúsinu. Rætt um
tæknilegar leiðir við að færa taxta að
greiddu kaupi og hvfldartíma. Hreyf-
ing virðist komast á viðræður eftir
boðun fyrstu verkfalla.
Boðun aðgerða hellist inn: Hlíf
boðar verkfall hjá Eimskip í Hafnar-
firði frá 13. mars, Verkalýðsfélag
Vestmannaeyja boðar yfirvinnubann í
loðnuverksmiðjum frá 10. mars, Félag
járniðnaðarmanna, Rafiðnaðarsam-
bandið og Dagsbrún og Framsókn
boða verkfall vegna félagsmanna hjá
Eimskip og Samskip frá 12. mars,
Bíliðnafélagið boðar verkfall hjá Eim-
skip frá 12. mars, Dagsbrún boðar
verkfall hjá Löndun frá sama tíma,
Rafiðnaðarsambandið boðar verkfall
hjá RARIK frá 17. mars, Hlíf boðar
verkfall félagsmanna við bensínaf-
greiðslu frá 17. mars, Dagsbrún boðar
verkfall vegna félagsmanna sem vinna
við bensínafgreiðslu og olíudreifingu
frá 17. mars.
1. VR og Félag íslenskra stórkaup-
manna undirrita kjarasamning.
3. Sjö verkalýðsfélög úr öllum lands-
homum boða stuðningsaðgerðir vegna
mjólkurverkfalls Dagsbrúnar í
Reykjavflc. Forysta ASÍ ræðir við for-
sætisráðherra til að gera honum grein
fyrir stöðunni í kjaraviðræðunum og
ítreka kjarastefnu landssambandanna.
Menn hafa þungar áhyggjur af því að
upp úr viðræðum slitni enda hafa
atvinnurekendur ekki enn svarað
kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar.
4. VR og Rafiðnaðarsambandið undir-
rita kjarasamning við Islenska út-
varpsfélagið hf. Viðræður um fyrir-
tækjasamninga langt komnar í karp-
húsinu en ekki er enn farið að ræða
launaliði.
5. Sjómenn vinna mikilvægan sigur
fyrir Félagsdómi þegar dómurinn
kemst að þeirri niðurstöðu að svoköll-
uð tonn á móti tonni viðskipti með
veiðiheimildir séu brot á kjarasamn-
ingi þeirra. Fréttir berast af því að hag-
vöxturinn í efnahagslífinu '96 sé sá
mesti frá 1987. Enn er beðið svars at-
vinnurekenda við kröfugerð verka-
lýðshreyfingarinnar.
6. Samtök atvinnurekenda leggja loks
fram svar sitt við kröfugerð verkalýðs-
hreyfingarinnar. Landssambönd ASI
gagnrýna svarið harkalega og segja
það að óbreyttu ekki grundvöll áfram-
haldandi viðræðna. I fyrsta lagi eru
launahækkanir fjarri því að vera
ásættanlegar og í öðru lagi er verið að
leggja til ýmsar grundvallarbreytingar,
svo sem lækkun yfirvinnuálags og
heimild fyrirtækja til að láta einstak-
linga vinna á dagvinnukaupi til klukk-
an 19 á kvöldin. Þá er gert ráð fyrir
samningi til þriggja ára, í stað tveggja,
og launahækkunum í prósentum í stað
krónutölu.
Rafiðnaðarmenn segja til einskis
að halda áfram viðræðum á þessum
grundvelli enda dónaskapur við fé-
lagsmenn RSI að kynna þeim slíkt til-
boð. Önnur landssambönd halda
áfram viðræðum til að setja fram at-
hugasemdir sínar og fá frekari svör og
skýringar. Mikið ber á milli aðila.
7. VSI ýjar að því að leggja til hliðar
þá leið landssambanda ASI að hækka
sérstaklega lægstu laun með því að
færa taxta nær greiddu kaupi og fara
þess í stað út í einfalda prósentuhækk-
un allra launa. Þessum hugmyndum er
tekið mjög fálega.
8. VR semur við 10-11 verslanimar
og RSI við Félag íslenskra stórkaup-
manna. Um hádegi slitnar upp úr við-
ræðum Dagsbrúnar og Framsóknar
við samtök atvinnurekenda.
9. Verkfall Dagsbrúnar í Mjólkursam-
sölunni skellur á um miðnætti. Samn-
ingaviðræður í Karphúsinu við VR,
RSI og Landssamband iðnverkafólks
standa fram á nótt. Samtök atvinnu-
rekenda falla frá kröfu sinni um lækk-
un yfirvinnuálags. Rafiðnaðarmenn
hjá borginni fresta boðuðu verkfalli.
10. Þrír kjarasamningar nást aðfarar-
nótt mánudagsins. Landssamband iðn-
verkafólks semur frá I. mars til 15.
október 1999. RSÍ semur við aðra en
Reykjavíkurborg til febrúar árið 2000
og VR semur við VSÍ og VMS til
sama tíma.
ISLENSKT ATVINNULIF
Nýbýlavegi 12
Sími: 554 4433
HITAVEITA
REYKJAVÍKUR
KFFB
KAFFI
TÁR
KAUPFELAG
FÁSKRÚÐSFIRÐINGA
Holtsgötu 52
Ytri Njarðvík
Sími: 421 2700
Fax: 421 2735
KAUPFELAG HERAÐSBUA- KAUPVANGI6 -700 EGILSSTAÐIR
PÓSTHÓLF180 - SÍMI471-1200- MYNDSENDIR 471-2035
ŒtegfEfíBim
/KVH
KAUPFÉLAG
VESTUR- HÚNVETNINGA
HVAMMSTANGA
ORKA UR AVÓXTUM
Vinnan
11