Stefnir - 01.04.1994, Qupperneq 21

Stefnir - 01.04.1994, Qupperneq 21
stæður í milliríkjaviðskiptum allt aðrar en þá voru. Nú erurn við Islendingar aðilar að EES, búið er samþykkja GATT og nýtt og öflugt fríverslunarsvæði orðið að' veruleika í Norður-Ameríku. Við Islend- ingar stöndum nú á tímamótum enn og aftur því þótt aðild að Evrópubandalaginu (EB) sé ekki álitinn vænlegur kostur á þessum timapunkti þá er aðild Islands að EB í framtíðinni vel hugsanlegur að margra mati. Aðild Islands að NAFTA virðist aftur á móti við fyrstu sýn bjóða upp á marga vænlega kosti- fyrir Islend- inga. Efnhagslegur ávinningur íslands Af aðildarríkjum NAFTA eru Bandarík- in stærsti viðskiptaaðili Islendinga. Is- Ienskar afurðir hafa átt greiðan aðgang að Bandríkjamarkaði og verður sá aðgangur tryggari nreð GATT þó fríverslunarsamn- ingur sé að sjálfsögðu öruggari. Utflutn- ingur Islands til Bandaríkjanna s.l. 5 ár hefur verið á bilinu 10-18% af heildarút- flutningi, en innflutningur á sama tíma var á bilinu 7-14,5%. Útflutningur árið 1992 nam kr. 10 milljörðum, en innflutningur 8 milljörðum. Þrátt fyrir minni útflutning Bandaríkjamanna eru tolltekjur mun hærri á Islandi en í Bandaríkjunum, sem þýðir að ríkissjóður Islands fær meira í kassann heldur en ríkissjóður Bandaríkjanna vegna viðskipta landanna. Helstu kostir þess að Island yrði aðili að NAFTA með tilliti til Bandaríkjanna yrðu eftirfarandi: 1. Þar sem NAFTA nær yfir vörur, þjónustuviðskipti og fjárfestingar gæti samningurinn aukið atvinnutækifæri og bætt lífskjör. 2. NAFTA gæti aukið áhuga á banda- rískum fjárfestingum hér á landi, sér- staklega fyrirtækja eins og álfram- leiðslufyrirtækja. 3. Færa má rök fyrir því að aðild að NAFTA sé eðlilegt framhald af EES- samningnum á meðan aðild að Evrópu- bandalaginu er ekki á dagskrá, enda Bandaríkin mikilvægasti markaður Is- lands á eftir EB. 4. Islensk fisksölufyrirtæki í Bandaríkj- unum og aðrir innflytjendur myndu losna við tollagreiðslur í Bandaríkjun- um og útflytjendur hér myndu njóta góðs af. 5. Bandarísk fyrirtæki og íslenskir inn- flytjendur myndu njóta góðs af því að tollagreiðslur hér myndu falla niður. Við íslendingar stöndum nú á tímamótum enn og aftur því þó aðild að Evrópu- bandalaginu (EB) sé ekki álitinn vænlegur kostur á þessum tímapunkti þá er aðild íslands að ES í framtíðinni vel hugsan- legur að margra mati. Aðild íslands að NAFTA virðist aftur á móti við fyrstu sýn bjóða upp á marga vænlega kosti. Ríkissjóður yrði af tollatekjum en á nióti kærni að þjóðhagslega hag- kvæmara er að kaupa á sem lægsta verði og eru verð oft lægri í Bandaríkj- unum en í Evrópu. 6. NAFTA væri viss trygging gegn haftastefnu í milliríkjaviðskiptum sem getur skollið á hvenær sem er, þó ný tilkomið GATT samkomulag minnki líkur á því. 7. Fastmótaður fríverslunarsamningur við rfki tryggir festu og öryggi í við- skiptum landa. Kostir við aðild eru sjálfsagt mun fleiri en hér hafa verið taldir en gallar við að- ild gætu hugsanlega tengst Kanada vegna samkeppni við Island um sölu á fiskafurðum. Sú staða gæti flækt samn- ingaviðræður að einhverju leyti. ísland og Mexíkó Þó svo nær engin viðskipti séu á milli íslands og Mexíkó í dag er ýmislegt sem bendir til þess að stökkbreyting geti átt sér stað í viðskiptum landanna í náinni framtíð. Hafa verður í huga að efnahagur Mexíkó hefur batnað gífurlega að undan- förnu og hefur hagvöxtur verið mikill eða á milli 4 og 8%. Það er samdóma álit þeirra sem rannsakað hafa áhrif NAFTA á efnahag aðildarríkjanna að Mexíkó muni hagnast mest. Um 76% af útflutn- ingi Mexíkó fer til Bandaríkjanna og þótt tollar hafi verið fremur lágir fyrir gildistöku NAFTA eða um 4% þá munar miklu um afnám þeirra. Samningurinn o styrkir því efnahag Mexíkó enn frekar og mun kaupmáttur almennings aukast veru- lega í framtíðinni. Norðmenn virðast hafa verið fljótari til en við íslendingar að upp- götva þennan vaxandi markað. Norðmenn selja nú saltfisk, bæði þurrkaðan og blaut- verkaðan, og lax til Mexíkó og telja þeir að hægt sé að auka söluna þangað veru- lega. Til þessa hafa kanadamenn verið nær einir um að selja þorsk á ýmsu vinnslustigi til Mexíkó, en vegna hruns þorskstofnanna við Kanada telja Norð- menn að þar gefist möguleikar sem þeir ætla sér að nýta. Frá áramótum '92/'93 til loka september voru flutt 432 tonn af fiskafurðum frá Noregi til Mexíkó að verðmæti tæpar 200 milljónir og var því spáð að sú tala yrði orðin tvöföld í árslok. Þessar staðreyndir og kannanir íslenskra aðila á hugsanlegum viðskiptum og sam- vinnu á sviði sjávarútvegs við Mexíkó, sem lofa mjög góðu, benda til þess að að- ild íslands að NAFTA sé ekki síður álit- leg að teknu tilliti til Mexíkó. Staða mála í dag Ef við Islendingar sækjuin um aðild að NAFTA þá myndi það þýða marghliða viðræður. Nú hefur Chile sótt formlega um aðild og verið vel tekið. Viðbrögð Bandaríkjanna til þessa gagnvart hug- myndinni um gerð fríverslunarsamnings við ísland hafa verið þau að æskilegt sé að ljúka GATT-viðræðunum fyrst. Nú er þeim lokið. Bandaríkjamenn hafa aldrei hafnað viðræðum um fríverslunarsamning við Island. Bandarísk stjórnvöld hafa bent á að Island þurfi að óska formlega eftir viðræðum, reka þurfi málið í Washington og að óskir um gerð fríverslunarsamnings verði teknar í þeirri röð sem þær berast. Nú í febrúar er von á lokaskýrslu starfs- hóps senr ríkisstjóm Davíðs Oddssonar á- kvað að skipa til þess að gera forkönnun á gerð fríverslunarsamnings við Banda- ríkin. í þeirri skýrslu er NAFTA samning- urinn veginn og metinn með hliðsjón af hagsmunum Islands. Hvað ríkisstjómin á- kveður að gera í framhaldinu verður tím- inn að leiða í ljós. En ef stefnuskrá og starfsáætlun ríkisstjórnarinnar frá 1991 er höfð í huga, þ.e. að ríkisstjórnin líti á það sem meginmarkmið sitt í utanríkisvið- skiptunr og markaðsmálum að tryggja okkar útflutningsgreinum jafna sam- keppnisstöðu gagnvart erlendum keppi- nautum, þá hlýtur aðild Islands að NAFTA að samrýmast þeirri stefnu.

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.