Stefnir - 01.04.1994, Blaðsíða 41

Stefnir - 01.04.1994, Blaðsíða 41
sinni. Ef allt gengur fram sem horfir, þá mun verða á næstunni enn frekari hag- ræðing í sjávarútvegnum en orðið hefur. Skipum fækkar og kvóti færist á færri hendur. Ef ekki hefði komið til sú mikla lægð í stofnstærðum helstu fisktegunda, þá hefði leyfður heildarafli á hvert skip aukist til muna. Allar líkur eru því á að arðsemi í sjávarútvegnum muni fara ört vaxandi á næstu árum samfara meiri fiskgengd. Mikið hefur reyndar verið gert í sjávar- útvegnum í hagræðingarskyni á allra seinustu árum. Sést það best af því, að þrátt fyrir rúmlega helmings samdrátt í þorskveiðum þá er staða útgerðar í heild sinni furðu góð. Sótt hefur verið af kappi í áður ó- eða vannýttar tegundir, auk sóknar á fjarlæg mið. Allt ber þetta reyndar vitni um að mikill dugur er í út- gerðinni. Einn meginþáttur kvótakerfisins er að bestu útgerðirnar haldi áfram en hinir hætti. Kvótinn safnast til best reknu út- gerðanna eða þannig á það að vera. Þetta er sjálfsagt og eðlilegt, öðruvísi næst ekki sú hagkvæmni sem að er stefnt. Þetta megininntak kerfisins, sem að ofan er iýst, hlýtur með tímanum - eitt og sér - að leiða til verulegs hagnaðar hjá útgerðaraðilum. En forsendan fyrir þessum hagnaði er auðvitað sú, að stjórnvöld eru búin að skammta aðgang- inn að fiskimiðunum með úthlutun á af- gjaldslausum veiðikvóta. Auðvitað er það mikið fagnaðarefni ef eðlileg arðsemi verður í þessum höfuð- atvinnuvegi okkar. Enginn heldur því fram að útgerðin megi ekki græða. Einokunarklúbbur útgerðarinnar En rnálið er bara það, að þetta er lok- aður klúbbur útgerðarmanna sem fær notið þessa hagnaðar - enginn fær að- gang nema að greiða stórfé til þeirra sem fyrir eru. Þetta er sem sagt einkaleyfis- klúbbur sem fengið hefur mikilvægustu auðlind þjóðarinnar frá stjórnvöldum til ókeypis fénýtingar. Allsstaðar þar sem hið opinbera afhendir slík einkaieyfi á- kveðnum hópi rnanna, þykir eðlilegt að taka fyrir nokkuð gjald. Hingað til hafa útgerðarmenn ekkert viljað láta af hendi rakna til allra hinna sem eru þó réttmætir eigendur að auðlindinni og þar með hagnaðaruppsprettunni. Kjarni málsins er því þessi, stjórnun veiða er nauðsynleg til þess að tryggja þjóðinni hámarksarðsemi af fiskistofnunum. Því varð að takmarka aðgang að fiskimið- unurn, um það þarf ekki að deila. Hins vegar er það umdeilt hvernig var staðið að því að skipta þessum réttindum út. Akveðnum hópi manna var úthlutaður kvóti, sem sagt einkaleyfi til að nýta auðlindina. Við þetta myndast mjög verðmætur réttur sem eykst eftir því sem hagræðingin.vex- og þar með hagnaðurinn- í sjávarútvegn- um. Það myndast einkaleyfisgróði vegna nýtingar auðlindarinnar, sem allur fer í vasa útgerðamanna, þrátt fyrir það að þjóðin öll eigi sjávarauðlindina. Eru veiðileyfasgjaldsmenn einir á báti? Sú skoðun, að þetta ástand sé með öllu ótækt er miklu útbreiddari og almennari, en að hægt sé að vísa henni frá sem sér- visku, sósíalisma eða öfundsýki í garð út- gerðamanna, en forystumenn útvegs- manna hafa einmitt haldið því fram að einhverjar slíkar annarlegar hvatir liggi á bak við gagnrýni á núverandi kvótakerfi. þetta er fjarri lagi og reyndar alveg furðulegt að útgerðamenn skuli halda þessari málsvörn enn uppi. Athygli vekur að margir framámenn í útgerð og fiskvinnslu hafa undanfarið, á ýmsum vettvangi, lýst svipuðum viðhorf- um og hér er greint frá. Flestir þeirra hafa reyndar ekki hátt um þessar skoðanir sínar, sjálfsagt af tillitssemi við forystu útvegs- manna. Sama gildir um sjómenn, þar gætir vax- andi fylgis við skoðanir greinarhöfundar. Auðvitað er það alveg rétt að ekki árar nú vel í sjávarútvegnum. Af þessum orsökum er því haldið fram af mörgum að gjaldtaka af útgerðinni sé tímaskekkja. En rétt er að horfa aðeins fram á veginn og líta til þeirra sértöku aðstæðna sem nú ríkja. Verðlag á helstu sjávarafurðum metið í erlendri mynt, er nú u.þ.b. fimmtungi lægra en langtíma- meðaltal segir til um. Verðlag á sjávarafurðum hefur löngum verið mjög sveiflukennt. Ekkert bendir til annars en að verðlag muni hækka, fytT en síðar, í a.m.k. langtímameðaltal sitt. Þá verður staða útgerðar og fiskvinnslu allt önnur en nú um stundir. I stað tapreksturs verður verulegur hagnaður í sjávarútvegn- um. Ef forsendur til gjaldtöku af útgerð- inni eru ekki fyrir hendi núna, þá má al- veg fullyrða að svo verður innan tíðar. Hlutverk Sjálfstæðisflokksins Það er að mínu mati mikilvægasta póli- tíska verkefni Sjálfstæðisflokksins þessa stundina að leiða þetta mál til lykta, þannig að allir landsmenn geti við unað. Fiskistofnarnir við Island eru sameign íslensku þjóðarinnar. Nýtingu þeirra ber að haga með þeim hætti sem best tryggir almenn lífskjör í landinu. Núverandi fyrir- komulag, endurgjaldslaus einkaréttur örlít- ils minnihluta er óviðunandi. Það getur ekki orðið sátt um þetta mál nema útgerðin greiði eðlilegt og sanngjarnt afgjald, einka- leyfisgjald, fyrir nýtingarréttinn á fiskimið- unum við ísland. ©

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.