Stefnir - 01.04.1994, Side 25
upp sem stjórnmálalegar heildir og því
hafa þau ekki lifað hann af, jafnvel þar
sem landamærin hafa haldist, formlega,
á sínum stað. Zimbabwe, til dæmis, sem
oft er nefnt “gimsteinn Afríku”, er talið
óvenjulega mannúðlegt og skipulagt ríki.
En jafnvel þar er lýðræði allra kynþátta
aðeins þunn skel um það sem raunveru-
legar er harðstjórn eins flokks, þar sem
einn kynþáttur stjórnar hinum. I
Zimbabwe skiptir það kannski ekki svo
miklu, enda er Iandið lítið og yfirráð
Shona-þjóðflokksins, sem er um 70%
landsmanna, eðlileg. En Suður Afrfka er
óendanlega miklu flóknara og form-
bundnara ríki og breytingar þar hættu-
legri.
A Vesturlöndum deila menn um stjórn-
mál á vestrænum forsendum. Sértu sósí-
alisti eða frjálslyndur styður þú Nelson
Mandela. Sértu íhaldsmaður styður þú
Bulhelezi. Menn hafa áhyggjur af því
hvort í ríkinu verði áætlunarbúskapur
eða markaðskerfi, alþjóðlegar fjárfest-
ingar eða miðstýrt atvinnulíf. Allt skiptir
þetta máli. En það er ekki meginatriðið.
Vestræn stjórnmálahugtök eiga ekki við.
Eg var eitt sinn í matarboði sem John
Aspinall, dýragarðseigandinn frægi, hélt
til heiður Buthelezi. Höfðinginn hélt
langa og frábærlega frjálslynda ræðu um
"samvinnu kynþáttanna", eða eitthvað
þess háttar, og enginn fylgdist með. Svo
talaði Aspinall. Hann hafði komið til
Zululands, sagði hann, og hitt ráðherra
ferðamála, húsnæðismála, og svo fram-
vegis. Hann virti þá fyrir störf þeirra,
sagði hann. “En það er ekki þess vegna
sem ég dáist að ykkur. Eg dái ykkur
vegna þess að þið eruð riddara- og hetju-
þjóð, afkomendur Dinganes, Cetewayos
og Shaka Zúlu, vegna þess að þið
sigruðuð gjörvallt breska heimsveldið
við Isandlzana og þvoðuð spjótsoddana í
blóði okkar. Verðugir andstæðingar!”
þegar hér var komið stóðu allir Zulu-
menn í salnum upp, hrópuðu og stöpp-
uðu og veifuðu spjótum, sem blessunar-
lega voru aðeins ímynduð í þetla skiptið.
Þessi uppákoma sagði það sem segja
þurfti um stjórnmálalíf meðal Zulu-
manna.
Tilfinning mín er ekki sú að Buthelezi
sé “betri” en Mandela, heldur að Mand-
ela muni gera meira illt af sér vegna þess
að hann er upphaf og endir blekking-
anna. Hann mun sigra og eyða ævikvöld-
inu í að taka við verðlaunum og heiðurs-
merkjum meðan frelsið dvínar í I löfða-
borg, Durban og Jóhannesarborg. Hið
kaldhæðnislega við þetta verður, að
nýjasli og stærsti sigur fjölþjóðlegrar
frjálslyndisstefnu mun leiða af sér tilurð
herríkis í Natal og
hvíts lýðveldis ein-
hversstaðar í norður-
hluta landsins.
Kannski gerist
þetta ekki. Eitt af því
sem er merkilegt við
Suður-Afríku er hve
ákveðnir íbúarnir eru
í því að hafa sigur í
baráttunni við ó-
mögulega tilveru
sína og sögu. En lík-
legra er að það gerist og því ætti fólk að
tala um það, til að eiga betri möguleika á
að koma í veg fyrir það.
Alltaf þegar ég fer til Suður Afríku
verð ég fyrir þeirri óvenjulegu reynslu
að finnast báðar hliðar allra mála réttar.
“Auðvitað hefur þú rétt fyrir þér, Ian
Smith,” hugsaði ég, þegar ég hitti hann í
síðasta mánuði. “Auðvitað var Ródesía
sköpunarverk hvíta mannsins og
Zimbabwe lifir og þrífst á arfleifð
hans.” “Auðvitað, þið hafið rétt
fyrir ykkur,” hugsaði ég meðan ég
hlustaði á frjálslynda hvíta menn út-
skýra hvernig stífni Smiths steypti
Ródesíu í einangrun og stöðnun.
“Auðvitað, þið hafið rétt fyrir ykkur,”
hugsaði ég þegar ég hlustaði á leiðtoga
blökkumanna útskýra hvernig þeim
hefði verið haldið niðri og kúgaðir í
heimalandinu sem þeim sjálfum fannst
þeir tilbúnir til að stjórna. Örlög Suður
Afríku eru dapurleg, því að markmið í-
búanna eru göfug, en um leið hljóta þau
að leiða af sér átök. Þetta er sárlega satt
í Suður Afríku, þar sem fyrsta raun-
verulega uppreisnin gegn nýlendu-
stefnunni átti sér stað, eina raunveru-
lega tilraun hvítra manna lil að setj-
ast að í Afríku. Þar átti indversk
þjóðernishyggja upptök sín,
með Gandhi og bresk
heimsvaldastefna með Rhodes.
Suður-Afríka er í senn besti og
versti staður Afríku. Síðustu
viðburðir harnrleiksins eru að
hið mikla áform, frelsun
blökkumannanna, er líklegt
til að valda meiri hörmung-
um en áður hafa átt sér stað
Hið kaldhæðnislega við þetta verður, að
nýjasti og stærsti sigur fjölþjóðlegrar
frjálslyndisstefnu mun leiða af sér tilurð
herríkis í Natal og hvíts lýðvelsis ein-
hversstaðar í norðurhluta landsins.