Stefnir - 01.04.1995, Síða 4

Stefnir - 01.04.1995, Síða 4
Ritstjóraspjall BÞað er óhætt að segja að miklar sviptingar hafí átt sér stað í ís- lenskri pólitík á liðnu hausti. Hæst ber án efa umfjöllun fjöl- miðla um embættisfærslur Guð- mundar Ama Stefánssonar, fyrr- verandi félagsmálaráðherra, í op- inberu starfi. Annars vegar sem bæjarstjóri í Hafnarfírði og hins vegar sem heilbrigðisráðherra. Guðmundur Árni sá sig tilneydd- an að afsala sér ráðherradómi og hvort sem ástæðan var siðferðis- legs eðlis eða sökum orrahríðar Qölmiðla þá er augljóst að upp er komin ný staða í íslenskum stjórnmálum. Almenningur krefst aukins aðhalds í opinberri stjómsýslu og að bitlingar og sporslur til flokksgæðinga, vina og ættingja heyri sögunni til. Því er ástæða til þess að ætla að mál Guðmundar Áma og afsögn hans í kjölfarið verði til þess að sið- ferði stjómmálamanna komist á hærra plan og að þeir sem ekki standist hinar auknu siðferðis- kröfur þjóðfélagsins eigi sér ekki viðreisnar von í stjómmálum. Þetta leiðir að sjálfsögðu hug- ann að þætti fjölmiðla i nútíma upplýsinga- og tækniþjóðfélagi og því hversu stórt hlutverk þeir spila. Samkeppnin á fjölmiðla- markaðinum fer sífellt harðnandi og afleiðingin er sú að fjölmiðlar svífast einskis í leit að fréttaefni. Leitin er að efni sem selst og markaðurinn, þ.e. almenningur, ætlast til að fjallað sé um. Mitt í öllu samkeppnisstríðinu er hætt við að hlutleysið sem fréttamað- urinn á að hafa að leiðarljósi í sínu starfi víkji fyrir því að vera fyrstur með „eftirsóknarverð- ustu“ fréttimar. Þetta ætti al- menningur að hafa í huga því það er bláköld staðreynd að áhrifa- máttur fjölmiðla er gífurlegur og þeir em mjög skoðanamyndandi í þjóðfélagsumræðunni. Ekki má j túlka þetta þannig að frelsi fjöl- ) miðla hafi almennt leitt til verri og óhlutdrægari fréttaflutnings og ekki er afturhvarf til einsleitr- | ar ijölmiðlunar eftirsóknarvert. j En fjölmiðlar þurfa aðhald ekki [ síður en stjómmálamenn. Nauð- synlegt er að fólk átti sig á því að sú heimsmynd sem fjölmiðlar gefa getur í sumurn tilvikum ver- j ið skökk. Því ætti almenningur j að temja sér að vera gagnrýninn í j garð Ijölmiðla. Að sjálfsögðu er ástæða til að fagna því að fjöl- miðlar hafa valdið því að ýmis j áður óþekkt mál hafa komið upp j á yfirborðið og verið krafin til j mergjar. Meginatriðið er hins vegar það að fjölmiðlarnir eru í eigu ýmissa aðila. Og hvort sem fjölmiðlamir era í eigu ríkisins eða einkaaðila þá hlýtur stefna þeirra og umfjöllun að mótast að j einhverju leyti afþví. Þetta ber að hafa i huga þegar j umræðan stendur sem hæst. Sem dæmi um fjölmiðlafár j sem er í algleymingi um þessar mundir er framboð Jóhönnu Sig- j urðardóttur. Hún hefur blásið í herlúðrana og sagst vera fulltrúi j fólksins. Breytinga sé þörfá tím- } um spillingar og fyrirgreiðslu- pólitíkur. Þjóðvakinn skal hreyf- j ingin sú heita og stuðla að aukn- um jöfnuði fólks. Óánægjulið og uppgjafapólitíkusar úr vinstri flokkunum fylkjast í lið með Jó- hönnu og krefjast breytinga. Jó- hanna sem sat í sjö ár í ríkisstjórn j sem félagsmálaráðherra segist ; ekki lengur eiga samleið með Al- þýðuflokknum, firrir sig ábyrgð J og leitar nýrra leiða. En er al- menningur ekki búinn að komast j að raun um það eftir síðasta út- spil vinstri flokkanna í borginni í vor að breytingar breytinganna vegna er innantómur frasi? Á erfiðum tímum sem undanfarið er það festa og stöðugleiki sem þjóðfélagið þarfnast. Sjálfstæð- isflokkurinn er kjölfestan og get- ur státað af árangri í þessum mál- um. Fjölmiðlar kepptust við á sín- um tíma að spá fyrir um stuttan líftíma þeirrar ríkisstjómar sem nú er við lýði. Það má nú með sanni segja að þær vonir þeirra urðu að engu. Nú þegar líður að lokum kjörtímabils getur ríkis- stjórnin undir forystu Davíðs Oddssonar státað af góðum ár- angri í baráttunni við efnahags- vandann. Það hefur útheimt svita og tár, ekki síst hjá almenningi sem hefur þurft að horfa fram á aukið atvinnuleysi og niðurskurð á ýmsum sviðum, en á því leikur enginn vafi að árangurinn er að líta dagsins ljós. Það hlýtur að vera hagur al- mennings að sjá fram á betri tíma í efnahagsmálum þjóðarinnar, með lægri vöxtum, minni verð- bólgu og um leið betri skulda- stöðu heimilanna. Þessum ár- angri má ekki kasta á glæ fyrir stefnulaust „fjölmiðlaframboð" fólks sem veit hvað það vill ekki, án þess að hafa hugmynd um hvað það vill. Því ber fólki að íhuga það vandlega í komandi kosningabaráttu, sem án efa verður hörð og óvægin, hvort ekki sé kominn tími til þess að standa nú þétt að baki Sjálfstæð- isflokknum og gefa honum tæki- færi til þess að ljúka verkinu og halda áfram á sömu braut. 4

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.