Stefnir - 01.04.1995, Qupperneq 8

Stefnir - 01.04.1995, Qupperneq 8
S T E F N I R ins. Verðbólga er nú minni en í ná- I grannalöndunum og hefur ekki | áður verið undir 5% í ijögur ár ! samfellt. Þessi árangur og breyttur J hugsunarháttur em trúlega mikil- vægasti aíraksturinn af starfi ríkis- stjómarinnar." Vöxtur atvinmleysis stöðvaður Davið segir, að hagvöxtur og bætt skilyrði þjóðarbúsins muni j væntanlega tryggja, að atvinnulífið geti tekið við fjölgun á vinnumark- aðnum, um leið og nokkuð dragi úr J því atvinnuleysi, sem íslendingar ! búi við í dag. „Kreppan sem við höfum átt við að stríða, aflasam- j dráttur og óhagstætt verð á útflutn- ingsmörkuðum okkar, ásamt þeirri | stöðnun sem ríkt hefur í atvinnulífi j landsmanna allt frá 1987, hafði þau áhrif, að atvinnuleysi hér á landi j stefndi í að verða milli 20 og 25%, ef ekkert hefði verið að gert. Nú höfum við hins vegar náð þeim ár- | angri, að stöðva vöxt atvinnuleys- ( isins og það er nú mun minna hér á J landi en í nágrannalöndunum. Þá má benda á, að atvinnuleysi hefur | farið minnkandi undanfama mán- uði og atvinnuleysi á þriðja árs- ! fjórðungi síðasta árs er til dæmis minna en á þvi tímabili árið 1992 j og mun minna en á sama tima árið áður.“ Hann bendir á að vand- inn í þessum efhum verði auðvitað ekki leystur í einni svipan, enda hafi rikt stöðnun í efha- hagslífinu í sjö ár. Menn megi ekki vænta þess að atvinnuleysinu verði eytt á augabragði. „Það er alltaf talsverð freisting fyrir sþómmála- menn að kaupa frá sér atvinnuleysi tímabundið. Ef við hefðum látið það eftir okkur hefði það hins veg- ar haft þær afleiðingar, að ríkis- sjóður hefði verið síður í stakk bú- inn til að mæta skuldbindingum til „ Verðbólga er itú minni en í nágranna- löndunum og hefur ekki áður verið undir 5% ífjögur ár sam- fellt. Þessi áraitgur og breyttur hugsunar- háttur eru trúlega ntikilvœgasti afrakst- urinn afstarfi ríkis- stjórnarinnar. “ lengri tíma. Þannig hefðu skamm- J tímalausnirgetaðýttundiratvinnu- 1 leysi til lengri tíma. Þær aðgerðir, sem við höfum gripið til, hafa hins vegar verið þess eðlis, að þær hafa ekki leitt til varanlegrar aukningar j útgjalda. Við höfurn aukið fjár- j framlög til vegagerðar og við- haldsverkefna, sem þvert á móti j leiða til spamaðar í ffamtíðinni. j Þess vegna töldum við réttlætan- 1 legt að milda höggið af atvinnu- j leysinu með þeim hætti. Það er ' hins vegar rétt að athuga, að þegar ég tala um svipað eða minnkandi atvinnuleysi á næsta ári, þá er það gert án þess að tekið sé tillit til J slíkra sérstakra aðgerða.“ Hann , bætir við að ríkisstjórnin hafi ' einnig lækkað skatta á fyrirtæki til j að stemma stigu við aukningu at- 1 vinnuleysis og hafi það borið tölu- j verðan árangur. Aðspurður segir Davíð, að rikis- j stjómin hafi vissulega ekki náð jafh miklum árangri við að lækka J fjárlagahallann eins og menn hafi vænst í upphafi. Á hitt beri að líta, að nú hafi tekist i fyrsta sinn, fyrir i ffamgöngu núverandi fjármálaráð- herra, að draga úr útgjöldum ríkis- sjóðs á heilu kjörtímabili. „Það er j auðvitað eftirtektarverður árangur, ekki síst í ljósi þess að tekjur rikis- j sjóðs hafa dregist mjög saman miðað við það sem var við upphaf ] tímabilsins. Það er líka rétt að hafa í huga, að ríkisútgjöldin höfðu lengi áður en ríkisstjómin tók við völdum farið vaxandi ár ffá ári og sá vöxtur var langt umffam verð- lagsþróun, fólksplgun og aukn- ingu þjóðartekna. Þeirri þróun hef- ur nú verið snúið við.“ Samstarf stjórnarflokkanna með áigætum Forsætisráðherra segir, að sam- starf stjómarflokkanna hafi í öllum meginatriðum verið með ágætum á kjörtímabilinu. „Sá árangur, sem ég lýsti áðan, hefði ekki náðst, nema vegna þess að sæmileg sátt hefhr verið á milli manna. Það ber hins vegar auðvitað meira á því þegar kastast i kekki í stjórnarsam- starfinu. Það kemur alltaf upp af og til ágreiningur milli einstakra manna innan stjómmálaflokka, þótt menn séu þar sammála um grundvallaratriði. Þess vegna ætti það ekki að þurfa að koma á óvart að skoðanir séu stundum skiptar í samstarfi tveggja ólíkra flokka með mismunandi grundvallar- stefhu, þótt þeir starfi saman í ríkis- stjóm. Það er líka rétt að athuga, að Alþýðuflokkurinn hefur á kjör- tímabilinu átt í ýmsum innri erfið- leikum, sem allir þekkja og óþarfi er að lýsa nánar. Og við slíkar að- stæðureralltafhættviðað stjóm- málaflokkur telji sig þurfa að skerpa á ágreiningi sínum við sam- starfsflokkinn, bæði til að vekja at- hygli á sér og sínum málstað og um leið kannski til að draga athygl- ina ffá eigin vandræðum. Ég tel til að mynda, að upphlaupið i kring- um Evrópusambandsmálið eigi rót sina fyrst og ffemst að rekja til þessa. Alþýðuflokkurinn virðist hafa talið nauðsynlegt að skapa sér sérstöðu í þvi máli og koma því inn hjá fólki, að það sé til einhverrar á- kvörðunar um þessar mundir, þótt enginn sem til málanna þekkir sé þeirrar skoðunar.“ ESB áfram í umrœðunni Davíð segir að Evrópumálin séu 8

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.