Stefnir - 01.04.1995, Síða 11
S T E F N
R
miðum sínum í framkvæmd? Hann
hefur engin tök á að fylgja steínu-
málum sínum eftir, þó að forystu-
menn hans beiji sér á brjóst og telji
sig ekki þurfa að taka tillit til eins
eða neins. Eg vil frekar stýra stór-
um flokki, sem tekur tillit til mis-
munandi sjónarmiða, án þess þó að
víkja frá grundvallarstefnu sinni.“
Próflgör luifa bœði kosti og
galla
Davíð var spurður um mat hans á
stöðu kvenna og ungs fólks á ffam-
boðslistum flokksins. I því sam-
bandi bendir hann á að á ýmsu
gangi í þeim efnum. „Fyrir skömmu
var til dæmis haldið prófkjör í
Reykjavík þar sem þrjár konur af
fjórum í framboði náðu vænfegum
þingsætum. Viku síðar var prófkjör
í Reykjaneskjördæmi þar sem hlut-
ur kvenna var minni, en ungt fólk
fékk góða útkomu. Staðreyndin er
sú, að engin regla um val framboðs-
lista er algild eða algóð. Prófkjör
hafa til dæmis mikla kosti og það er
auðvitað ánægjulegt þegar þúsundir
flokksmanna í einstökum kjördæm-
um taka þátt í að velja frambjóðend-
ur flokksins. I haust hafa líklega
meira en 20.000 manns á landinu
öllu kosið í prófkjörum á vegum
sjálfstæðismanna. Það sýnir mikinn
kraft í flokknum. Gallamir við próf-
kjör em hins vegar líka ýmsir. Til
dæmis leiða þau til þess að um tíma
víkur baráttan við andstæðinga
flokksins til hliðar og flokksmenn
fljúgast þess í stað á. Þá er spuming-
in sú, hvort sú barátta skilji effir sig
sár og hvort menn hagi sér hugsan-
lega með óábyi'gari hætti í þinginu
en ella, þegar þeir em að reyna að
vekja á sér athygli og skapa sér
stöðu fyrir prófkjör. Val ffamboðs-
lista, sem fram fer innan uppstilling-
amefhdar, losar okkur við þessa á-
hættu, en skapar um leið hættu á að
erfítt verði að setja til hliðar þing-
menn, sem búnir em að glata stuðn-
ingi meðal kjósenda. Einnig gæti
skapast hætta á óeðlilega miklum í-
tökiun flokksfoiystunnar á hveijum
tíma við val ffambjóðenda. Ég hall-
ast að því, þegar báðar þessar að-
ferðir em metnar, að sjálfstæðis-
menn eigi að notast við þær jöfnum
höndum; hugsanfega með því að
stilla lista upp við tvennar kosningar
í röð og efna síðan til prófkjörs fyrir
þær þriðju, eða öfligt. Reynslan sýn-
ir okkur líka, að það hefur ekki áhrif
á kjörfylgi flokksins hvorri aðferð-
inni er beitt. Það er einnig rétt að at-
huga, að kjörsókn í prófkjörum hef-
„Ég var re)>ndar íþeiiri
sérkennilegu stöóu aó taka
vió embœttifarsœtisráó-
herra áóur en ég settistfyrst
á þing, og til að bytja ineð
var mér núið þessu
reynsluleysi nokkuð um
nasir, til dœmis þegar ég
settifram gagnrýni mína á
vinnubrögðin á AlþingL “
ur heldur ekki haft neitt forsagnar-
gildi um árangur flokksins í kosn-
ingum. Dæmi um það er hægt að
nefna bæði ffá 1978 og síðasta vori,
en þá var metþátttaka i prófkjörum,
þótt niðurstaða kosninganna yrði
flokknum óhagstæð."
Upplausn á vinstri vœngnum
Hann segir að þrátt fyrir að halda
megi því ffam, að sjálfstæðismenn
hafi unnið ákveðinn vamarsigur í
borgarstjómarkosningunum sl. vor
miðað við allar aðstæður, þá hafi
verið sárt að þuifa að horfa á eftir
meirihlutanum í hendur vinstri
manna. „Ég sagði hins vegar strax
þegar úrslitin lágu fyrir, að þessi sig-
ur þeirra ætti líka eftir að færa þeim
mikil vandræði. Flokkar, sem teldu
sig ekki eiga erindi í kosningum í
höfliðborginni, hlytu að eiga mjög
óvissa framtíð. Menn myndu
spyija, hvers vegna þeir ættu eitt-
hvað meira erindi í kosningum til
Alþingis. Þessu vísuðu leiðtogar
vinstri flokkanna á bug á kosninga-
nóttinni, en hvað hefiir síðan komið
j á daginn? Á vinstri væng stjóm-
j málanna er nú ríkjandi mikil upp-
lausn og það ástand á meðal annars
rót sína að rekja til tilvistarvanda
þeirra flokka, sem töldu sig ekki
lengur eiga erindi í kj ördæminu, þar
j sem nærri því helmingur kjósenda í
i' landinu býr. Þeir urðu því skamma
stund því höggi fegnir, sem þeir
greiddu Sjálfstæðisflokknum í
| Reykjavík í kosningunum sl. vor.“
Mikilvægt aó árangrinum
verði ekki spillt
Forsætisráðherra segir að lokum,
að mikilvægasta verkefhi stjómmál-
anna á næsta kjörtímabili sé að
j tryggja að þeim árangri, sem náðst
j hafi í efnahags- og atvinnumálum,
! verði ekki spillt. „Við höfum áður
j séð árangur nást við erfiðar aðstæð-
j ur, eins og til dæmis undir lok
starfstíma Viðreisnarstjómarinnar.
Og við höflim líka séð árangri spillt
á svipstundu, eins og átti sér stað á
j valdatíma vinstri stjómarinnar, sem
tók við völdum 1971. Undir þeirri
; stjóm jókst verðbólgan úr örfáum
j prósentum upp í um það bil 50% á
undraskömmum tíma. Og segja má
j að í þeim efhum hafi það tekið
næstum 20 ár að rétta þjóðarbúið
við. I ljósi reynslu af þessum toga
j verðum við að tryggja, að haldið
j verði áffam á þeirri braut, sem
j mörkuð hefur verið á kjörtímabil-
inu, sem nú er að líða. Núverandi
stjómarstefha er atvinnulífmu vin-
samleg og þar með líkleg til að
j tryggja vaxandi velferð allra lands-
j manna. Þetta er meginverkefnið
ffamundan, og hverjum manni má
vera ljóst, að því verkefni getur 4 til
j 5 flokka vinstri stjóm ekki valdið.“
Birgir
Armannsson
11