Stefnir - 01.04.1995, Side 12
„Kvennapólitík til hægri“
/
Úr hugmyndafrœði Sj áilfs t æ ð ra kvenna
nokkra mánuöi
( ) f hefur hópur
Æ ungra kvenna
^^ innan Sjálfstæð-
isflokksins, sem kallar sig sjálf-
stæðar konur, unnið að mótun
hugmyndafræði með öðrum
áherslum en áður hafa verið
settar fram í kvenna-
pólitík. I október á
síðasta ári voru drög
að hugmvndafræði
þessari kynnt á fjöl-
mennri ráðstefnu á
Hótel Borg. í framhaldi
af því voru settir á stofn mál-
efnahópar sem tóku meðal ann-
ars fvrir launamál, lagalega
stöðu fjölskyldunnar og skatta-
og lífeyrismál, svo eitthvaö sé
nefnt. I byrjun desember var
farið í fundaherferð um landið
þar sem þessar hugmyndir voru
kynntar og tókst hún mjög vel.
Næstu síður verða helgaðar
umfjöllun um kvennapólitík al-
mennt og hér að neðan birtist
hugmyndafræði Sjálfstæðra
kvenna.
Hugmyndafræði sjálfstœðra
kvenna
Tíðkast hefur að skilgreina
konur í félagslegu samspili
þeirra við karla út frá ýmsum
hugtökum. Ber þar helst að
nefna hugtakið jafnrétti, sem
sjálfstæðismenn hafa notað til að
tákna lagalegt jafnræði (e. equ-
ality of rights) og fellur það á-
gætlega að sjálfstæðisstefnunni.
[ Þegar hugtakið felur hins vegar í
sér merkinguna jafnstöðu (e.
equality of status) þ.e. fullan
j jöfnuð á öllum sviðum, sam-
ræmist það ekki áherslu sjálf-
stæðisstefnunnar á frelsi einstak-
j lingsins. Því höfurn við hafnað
j þessu hugtaki sem lykilhugtaki
og notum það aðeins í merking-
j unni jafnræði. Einnig má nefna
I hugtakið kvenfrelsi, rétt kvenna
til að vera frjálsir einstaklingar,
og virðist það hugtak vel geta
j samræmst frelsishyggju sjálf-
j stæðisstefnunar. Sá galli er hins
vegar á þessu hugtaki að ýmsir
hafa notað það óskilgreint og má
því ætla að merking þess sé enn
j óljósari og ruglingslegri en
| merking jafnréttishugtaksins.
Við höfum því valið hugtakið
sjálfstæði kvenna til að tákna
hugmyndir okkar.
„Það er grundvallarskoðun
j sjálfstæðismanna að þjóðinni
j famist þá best þegar frelsi borg-
j aranna til orða og athafna er sem
mest. Þegar einstaklingarnir fá
svigrúm til að starfa að mark-
miðum sínum án opinberrar í-
hlutunar leggja þeir grunn að
| eigin velferð, en leggja jaíhframt
sitt að mörkum til samfélagsins.
j Sjálfstæðisflokkurinn vill að allir
hafí jöfn tækifæri til að njóta eig-
in atorku og þroska hæfileika
sína.“
(Landsfundarályktun Sjálf-
stœðisflokksins, 1993, bls. 1)
I samræmi við þessa megin-
stefnu Sjálfstæðisflokksins er
sjálfstæði og frelsi allra einstak-
linga, kvenna sem karla, gmnd-
vallaratriði. Sjálfstæðir einstak-
lingar með fullt vald og ábyrgð á
eigin lífi em meðvitaðir um rétt-
indi sín og skyldur, þekkja
möguleika sína og takmörk.
Þess vegna má ætla að sjálfstæð-
ir og frjálsir einstaklingar séu
sterkari og heilsteyptari þjóðfé-
lagsþegnar, starfskraftar, makar
og foreldrar. Síðast en ekki síst
em slíkir einstaklingar sáttari við
sjálfa sig, aðstæður sínar og um- ^
hverfi.
Hugtakið sjálfstæði kvenna
vísar því til þeirrar kröfu að kon-
ur hafi lagalegar, efnahagslegar
og félagslegar forsendur til að
taka sjálfar ákvarðanir er varða
líf sitt; menntun, starf og einka-
líf. Sjálfstæði kvenna felst í
frelsi þeirra til að velja og hafna,
ásamt því að fá sem ábyrgir
þjóðfélagsþegnar að ákvarða
eigin stöðu og stefnu, með tilliti
til þess sem þær telja mikilvægt.
Nauðsynleg forsenda þessa sjálf-
stæðis er efnahagslegt sjálfstæði.
Skilgreining á sjálfstæði kvenna
er því fólgin í þeirri sjálfsögðu
kröfu að konur séu fyrst og
fremst metnar og virtar sem ein-
staklingar, en hlutverk þeirra
ekki skilgreint út frá líffræðileg- J
um eiginleikum þeirra.
Markmið
I samræmi við hugmynda-
fræði og meginstefnu Sjálfstæð-
isflokksins er markmiðið að
1 2