Stefnir - 01.04.1995, Side 15
SJÁLFSTÆÐAR
K O N U R
Einstakl.ingsfrel.si
ER JAFNRÉTTI í REYND
eftir Björgu Einarsdóttur
al þess sem gerst hefur er að
þjóðfélagsstaða kvenna og karla
hefur með lögum verið mörkuð
jafnrétthá. Afgerandi var er
Hannes Hafstein með reglugerð
1904 opnaði stúlkum aðgang að
Menntaskólanum í Reykjavík og
með lögum 11. júlí 1911 stað-
festist algert jafnrétti kynjanna
til skólagöngu, námsstyrkja og
embætta; með stjórnarskránni
19. júní 1915 öðluðust konur
kosningarétt og kjörgengi til Al-
þingis.
Með aðild að Sameinuðu
þjóðunum (SÞ) er ísland bundið
af Sáttmála þeirra og Mannrétt-
indayfirlýsingu frá 1948 þar sem
kveðið er á um jafnrétti kynja og
aðildarríkin skuldbundin til að
koma því á með stjómvaldsað-
gerðum.
Jafnstaða er skilgreind sem
jöfn aðstaða til að nýta lagaleg
réttindi. í framkvæmdaáætlun
SÞ frá kvennaárinu 1975 er tekið
fram að í jafnrétti felist að konur
og karlar skuli hafa sömu rétt-
indi, tækifæri og ábyrgð bæði
innan ljölskyldunnar og úti í
Flokkurinn hefur
borið gcefu til aó
eiga í sínum röðum
konur sem hafa ver-
ið brautryðjendur á
þessum stöðum,
gegnt starfi borgar-
stjóra, forseta borg-
arstjórnar, forseta-
störfum á Alþingi og
verið ráðherrar. En
sú þétta fylking
kvenna í ábyrgðar-
störfum undir
merkjum sjálfstœó-
isstefnunnar sem
með réttu méitti
vœnta í kjölfar
brautryðjendanna
hefur ekki náð að
myndast, hvaó sem
því olli.
þjóðfélaginu. Sérstakar aðgerðir
vegna líffræðilegs mismunar
kynjanna tengdar meðgöngu,
barnsburði og umönnun ung-
barns teljist ekki andstæð jafn-
réttishugsjóninni heldur nauð-
synleg verndun lífs í þágu mann-
kyns.
Stiklað hefur verið á örfáum
atriðum sem í tímans rás hafa
verið stefnumarkandi. Spyrja
má hvernig þeim hafi verið
framfylgt og þá einkum um hlut
Sjálfstæðisflokksins í því efni
sem leiðandi afls í íslenskum
stjórnmálum á 20. öld.
íslenska flokkakerfíð var að
myndast á öðrum og þriðja tug
aldarinnar og áttu konur þar ekki
innangengt. Þær höfðu fullan
metnað að koma konu á þing eft-
ir að fullrétti var fengið og gripu
til þess við landskjör 1922 að
bera fram sérstakan lista skipað-
an fjórum konum og náði sú
efsta kjöri, Ingibjörg H. Bjama-
son skólastjóri. Hún geklc fljót-
lega til liðs við íhaldsflokkinn og
við samruna hans og Frjálslynda
flokksins 1929 og stofnun Sjálf-
stæðisflokksins var hún þar í
sveit. Þegar Ingibjörg hætti á
þingi 1930 bauð Sjálfstæðis-
flokkurinn Guðrúnu Lárusdóttur,
bæjarfulltrúa og rithöfundi, ör-
uggt sæti á framboðslista í
1 5