Stefnir - 01.04.1995, Page 16

Stefnir - 01.04.1995, Page 16
S J Á L F S Reykjavík og sat hún á alls átta þingum líkt og forveri hennar. A vegum Sjálfstæðisflokksins hafa mætar konur síðan verið á j þingi, í borgarstjóm og öðrum | sveitarstjórnum. Flokkurinn hefur borið gæfu til að eiga í sín- um röðum konur sem hafa verið j brautryðjendur á þessum stöð- um, gegnt starfi borgarstjóra, j forseta borgarstjómar, forseta- j störfum á Alþingi og verið ráð- herrar. En sú þétta fylking j kvenna í ábyrgðarstörfum undir j merkjum sjálfstæðisstefnunnar sem með réttu mátti vænta í kjöl- far brautryðjendanna hefur ekki náð að myndast, hvað sem því j hefur valdið. Menn hafa ekki þekkt sinn pólitíska vitjunartíma; reglur við val á framboðslista verið of j þröngar eða fólk oftekið sig á því j afli sem þurfti til að fleyga raðir karla og koma einni og einni konu þar inn til að sanna regluna og staðfesta að konur væru gjaldgengar. Flokkurinn ein- j faldlega festist í hinu svokallaða j einnar-konu kerfi. Staðan var ekki hótinu betri en hjá öðrum flokkum en með réttu mátti vænta meira af Sjálfstæðis- | flokknum því bæði fékk hann j forskot með fyrstu konunum og j svo hitt að hann hefur verið sterkasta stjómmálaaflið hér á landi í áratugi. Ahrifaleysi kvenna í stjóm- málum og hversu steinrunnar stofnanir flokkarnir virtust vera leiddi af sér Kvennaframboðið við sveitarstjómarkosningarnar j 1982 og Samtök um kvennalista T Æ Ð A R við Alþingiskosningar 1983 og hlutu talsvert fylgi. Án efa frá öllum flokkum en þó líklega drýgst af vinstri væng stjóm- mála. Enda þótt það eitt að vera af sama kyni virðist ekki traustur grunnur stjómmálaafli til fram- búðar leiddu framboðin til þess að konur urðu mun sýnilegri í samfélaginu og gömlu flokkarnir losuðu aðeins um tökin og sýndu aukna viðleitni til að laða konur til fylgis við sig. I vetur hefur það gerst að ung- ar konur til hægri í íslenskum stjórnmálum og flestar innan vé- banda Sjálfstæðisflokksins hafa sest á rökstóla til að ræða þá hugmyndafræði sem liggur til grundvallar kvennapólitík. Þær hafa komist að þeirri rökréttu niðurstöðu að kvennapólitík sé hægri stefna og að kvenfrelsi sé kórvilla á vinstri væng. Skal vikið nokkrum orðum að þessum augljósu atriðum. Konur sem slíkar em ekki einsleitur hópur frekar en karlar heldur einstaklingar með mis- munandi upplag og áhugamál. Sjálfsstæðisstefnan vill efla sjálfstæði einstaklinganna, frelsi 1 6 K O N U R þeirra og manngildi; sérhver maður hafi frelsi til athafna og njóti arðsins af vinnu sinni í sem ríkustum mæli; þjóðfélagið er til fyrir einstaklinginn en ekki ein- staklingurinn fyrir það. Lífssýn íslendingsins frá upp- hafi vega er frelsi til orða og at- hafna og samhjálpa, vegna þeirra sem höllum fæti standa - lífs- stefna er á hljómgrunn í sjálf- stæðisstefnunni og svo margir sem raun ber vitni hafa aðhyllst Sjálfstæðisflokkinn þótt þeir séu ólíkrar gerðar og úr öllum starfs- stéttum. Konurnar sem nú sækja fram í krafti þekkingar sinnar og reynslu hafna hóphyggjunni, því að vera „sammnninn klumpur“ mæðra, eiginkvenna og eða einnar starfsstéttar - þær eru frjálsbornir einstaklingar sem velja og hafha í eigin lífi jafnt á einkavettvangi sem hinum al- menna. Fyrir þeim er kjörorðið: Einstaklingsfrelsi er jafnrétti í reynd - kjami málsins. Vaxtarbroddurinn hjá Sjálf- stæðisflokknum felst um þessar mundir einkum hjá hinum hug- kvæma og hressa hópi ungra hægri kvenna og þeirra pólitík. Á pólitískum miðum lands- manna er nú mikil gerjun og net- um ekki síst kastað fyrir dug- miklar konur. Vitrir forystu- menn í fjölmennum flokkum ættu ekki að vera í vandræðum með að skynja hvar landvinninga er von.

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.