Stefnir - 01.04.1995, Blaðsíða 17
SJÁLFSTÆÐAR
K O N U R
Grettistak í
Sjálfstæðisflokknum
Fyrir nokkrum
misserum kom
orðið „bakslag"
(bein þýðing
enska orðsins
backlash“) upp í
jafnréttisumræðunni víða um
heim. I hnotskurn fóru menn að
velta því fyrir sér hvort jafnréttis-
barátta undanfarinna áratuga hefði
nú orðið fyrir bakslagi, að svoköll-
uð kvennabarátta hefði verið farin
að renna tvö skref aftur á bak fyrir
hvert hálff eða eitt fram á við. A
tímum jafnréttis kynjanna til náms
og yfirleitt að nýta hæfileika sína í
byrjun fullorðinsáranna eru svona
vangaveltur nokkuð skrýtnar en
því miður fer ekki milli mála að
þær eiga rétt á sér - fullan rétt á
sér!
I stuttri hugleiðingu er erfitt að
fara djúpt í ástæðurnar fyrir mögu-
legu bakslagi í jafnréttisbaráttunni
en í stað þess að líta á heimsmynd-
ina í því samhengi er fróðlegt að
minnast þess að borið saman við
þau lönd, sem eru í framvarðasveit
jafnréttisbaráttunnar, stöndum við
íslendingar langt að baki þeim.
Sama er hvar drepið er niður fæti,
alls staðar eru íslenskar konur
aftastar á merinni í norrænum
samanburði. Jú, við höfum sann-
arlega konu í embætti forseta,
konu í embætti forseta Alþingis,
eftir Ellen Ingvadóttur
konum hefur fjölgað lítillega á
þingi og í sveitarstjómum og kon- |
ur eru að hasla sér völl í auknum i
mæli í viðskiptalífinu og opinberri
stjómsýslu svo nokkur dæmi séu
nefnd. En hvernig má þá vera að í
þjóðfélagi sem státar sig af jöfhum )
rétti kynjanna til náms og fram-
færslu séu konur almennt með
mun lægri laun en karlar fyrir ná-
kvæmlega sömu vinnu? Nýlegar j
tölur frá Hagstofúnni sýna svo [
ekki verður um villst að launamis-
réttið er staðreynd. Hvernig
stendur á því að laun hafa tilhneig-
ingu til að lækka þegar konum
fjölgar í starfsstéttum sem áður |
flokkuðust undir það að vera
„hefðbundnar“ karlastéttir?
Eg minnist þess þegar ég fór að
starfa í jafnréttishreyfingunni fyrir
nokkrum ámm að mér yngri kon- |
ur, sem sumar hverjar vom ný-
komnar út á vinnumarkaðinn,
voru undrandi á þessu brölti og
bentu mér á að það ríkti nú jafn-
rétti á íslandi. Þær voru nýkomn-
ar úr framhaldsnámi og flestar
höfðu fengið starf og vom sáttar
við sitt - þá!
Eftir nokkurra ára starf eru
margar þessara kvenna komnar á
kaf í jafnréttisbaráttuna vegna
þess að augu þeirra hafa opnast.
Þær hafa rekið sig á að jafnrétti er
meira í orði en á borði. Laun
þeirra em lægri og líkur á stöðu-
hækkunum minni en karla. Með
slíka reynslu í farteskinu snúast
þær til vamar því auðvitað sætta
þær sig ekki við lakari kjör en
starfsbræður þeirra. Launamis-
munun er ekkert nema mannrétt-
indabrot.
Hveijum er um að kenna eða
öllu heldur hverju? Erum við, ís-
lenskar konur, eitthvað slakari í
jafnréttisbaráttu okkar en stallsyst-
ur okkar annars staðar á Norður-
löndunum? Höfum við verið með
rangar áherslur og litið á okkur
sem undirokaðan hóp - kúgaðan
hóp? Ekki er hægt að ásaka neinn
sérstakan vegna slakrar stöðu ís-
lenskra kvenna en þó læðist að
mér sá gmnur að ef til vill höfum
við konur ekki sýnt nægjanlegt
þor, t.d. til að sækja fast í ábyrgð-
arstöður á vinnumarkaðinum og í
stjómmálaflokkunum, fara í fram-
boð til þings eða sveitarstjórna, og
yfirleitt að láta að okkur kveða
þannig að eftir sé tekið. Það læð-
ist að manni sá grunur að við höf-
um unnið of dreift og að rödd okk-
ar hafi ekki náð því að heyrast
vegnaþess. Grundvöllurjafhréttis
er framlag einstaklingsins án tillits
til kynferðis en þó fer ekki hjá því
að sameiginlega sé unnt að lyfta
grettistaki - meðal annars í Sjálf-
stæðisflokknum.
1 7