Stefnir - 01.04.1995, Page 18

Stefnir - 01.04.1995, Page 18
SJÁLFSTÆÐAR K O N U R Kvennabarátta í VIÐJUM VINSTRISINNAÐRAR HUGSUNAR eftir Ingu Dóru Sigf ú s cló ttu r Sréttisbaráttu hófu upp raust sína um síðustu kröfðust aukinna réttinda konum til handa. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og óneitan- lega hafa mörg og löng skref verið stigin í rétta átt í áranna rás. Því miður er þó margt óunn- ið ennþá og svo virðist sem okk- ur hafi hnikað aftur á bak frekar en áfram á sumum sviðum síð- ustu ár. En hvaða skýringar eru á því að við höfum ekki þokast lengra í átt að settu marki, en raun ber vitni? Naorni Wolf talar um það í bókinni „Fire with fire“ að: „Kvennahreyfing síðustu ára, hafi leyft sjónarmiðum marxista að dafna, löngu eftir að allir aðr- ir hafi verið búnir að varpa þeim fyrir róða... Þetta hafi orðið til þess að allt sem njóti takmarkaðs stuðnings, sé kúgað og illa laun- að, sé sveipað ákveðnum töfra- ljóma í huga kvennahreyfmgar- innar, - á sama hátt og hún líti framtakssemi kvenna og einstak- lingshyggju þeirra hornauga.“ Naomi telur að leiða rnegi rök að j því að slík viðhorf, sem ýtt hafi verið til hliðar, víðast hvar, séu byrði á sama tíma og við þurfunt | að nýta krafta okkar og áhrif, til I breytinga. Vinstrisinnaður málflutningur í kvennabaráttu undanfarinna ára j hljómar kunnuglega. Tökurn hugtakanotkun Kvennalistans sem dæmi. I stefnuskrá, sem sett var fram eftir stofnun hans, segir að vitað sé að viðteknar aðferðir ! við lausn efnahagsmála, hafi bitnað harðast á láglaunahópum. Þar er talað um vinnuþrælkun, sem forsendu þess að hægt sé að lifa í landinu og atvinnu - og efnahagsstefnu sem byggi á rányrkju á landi og auðlindum. Orðrétt segir: „Heimsbyggðinni, „Kvennahreyfing siðustu ára, hafi leyft sjónarmiðum Marx- ista að dafna, löngu eftir að allir aðrir hafi verið búnir að varpa þeim fyrir róða“ komandi kynslóðum, og náttúr- unni er ógnað af vígbúnaði, auð- lindaþurrð, eyðingu lands, iðn- aðarmengun, óstjórn og græðgi. Fátækt og misrétti í heiminum fer vaxandi þrátt fyrir tækni- framfarir, vopnin eru látin tala og valdi er óspart beitt til þess að kúga einstaklinga og þjóðir.“ Gunvor Axelsson, heldur því fram í blaðagrein fyrr á þessu ári, að stjórnmálamenn og hug- myndafræðingar á vinstri vængnum hafi nýtt sér konur til að þróa stefnu sem byggi á áætl- unarbúskap. „Stefnu, sem hafí orðið til þess, að margar sænskar konur séu í dag orðnar að minnsta kosti jafnháðar bóta- greiðslum frá ríki og sveitarfé- lögum og þær voru áður háðar launum eiginmanna sinna. Hún segir að þegar fylgst sé með um- ræðum, í íjölmiðlum séu þær konur, sem oftast taki þátt, annað hvort fórnarlömb eða andstæð- ingar breytinga. Oskir þeirra gangi út á aukinn fjölda starfa hjá hinu opinbera: stétta- og kynjabaráttu sé ruglað saman í einn graut. Fátt lýsir þessum ruglingi stétta- og kynjabaráttu betur en einmitt fyrsta aðgerð Rauðsokkanna 1. maí 1970, þeg- 1 8

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.