Stefnir - 01.04.1995, Blaðsíða 19

Stefnir - 01.04.1995, Blaðsíða 19
S J Á L F S ar konur söfnuðust saman aftan við kröfugöngu verkalýðsins og báru styttu með borða sem á var letrað, „Manneskja, ekki mark- aðsvara,“ svo og kröfuspjöld. En vinstrisinnaður málflutn- ingur er ekki eina einkenni kvennahreyfmgar undanfarinna ára. Þrenns konar áherslur aðrar hafa verið þar áberandi. í fyrsta lagi - áherslan á konur sem einsleita heild. í öðru lagi - áherslan á konur sem fómar- lömb. Og í þriðja lagi - áherslan á konur sem mæður fremur en einstaklinga. „...konur eru kúgaðar í sam- einingu og verða því að iáta til skarar skríða í sameiningu. í okkur brennur ævinlega reiði og niðurlæging,“ er haft eftir kven- réttindakonunni kunnu Gloriu Steinem. Þetta viðhorf um kon- ur sem einsleita heild sem standa þurfi saman, - kemur einnig fram í stefnu Kvennalist- ans og vinnubrögðum - og hugs- unarháttur fómarlambsins er ríkjandi. í fyrmefndri stefhu- skrá er því haldið fram að konur njóti skemmri skólagöngu en karlar, sem geri þær efnahags- lega ósjálfstæðar og áhrifalausar við mótun þjóðfélagsins. Þvi er lýst yfir að ofbeldi gegn konum TÆÐAR KONUR verði æ sýnilegra og marg- slungnara og farið er fram á að spomað verði við því að tölvu- notkun verði til þess að draga úr atvinnumöguleikum kvenna. Þá er talað um ríkisstofnanir sem miðstýrðar einingar þar sem flokkspólitísk ráð og nefndir ráði ríkjum - áhersla lögð á að rödd kvenna sé þar veik og hagsmunir þeirra fyrir borð bornir. Mæðrahyggjan - sú stefna að skoða móðurhlutverkið sem meginhlutverk kvenna og skil- greina þátttöku þeirra í félagslífi út frá því - hefur einnig verið áberandi. Lögð hefur verið áhersla á að konur séu mótaðar af því hlutverki að ala böm og annast - séu og búnar tilteknum eiginleikum, svo sem nærgætni, [ næmni, tillitssemi og góð- mennsku. Konur séu þannig betri en karlmenn og hæfari til að sinna þeim störfum sem að heim- ili og bömum snúa - og ekki nóg með það - heldur séu þær, vegna umræddra eiginleika, sérstakir málsvarar friðar, - eða eins og það er orðað i stefnu Kvennalist- ans: „Konur vernda líf og við- halda því og þess vegna höfum við næma skynjun á þeirri ógn sem mannslifmu stafar af síauk- inni söfnun tortímingarvopna. Okkur konum ber því frum- skylda til þess að sporna við þessari geigvænlegu þróun.“ Er ekki hugsanlegt að ffaman- greind viðhorf séu einmitt skýr- ingin á þvi að við höfum aðeins þokast á veg en náum ekki settu marki? Getur verið að jafnréttisbar- áttan sé stödd í öngstræti vinstri- sinnaðrar hugsunar um konur sem einsleitan, undirokaðan hóp mæðra? 1 9

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.