Stefnir - 01.04.1995, Side 21

Stefnir - 01.04.1995, Side 21
S T E F N I R tækifæri til starfa og sömu möguleika tii að velja sér farveg innan eða utan veggja heimilis- ins. Af þessu telja Sjálfstæðar konur að jafnréttisbarátta eigi að taka mið og að jafn réttur kynj- anna sé ekki barátta eins hóps gegn öðrum, heldur sé hún bar- átta okkar allra fyrir betra samfé- lagi sem við viljum búa okkur og bömum okkar til frambúðar. Á ríkið að skipta sér afjafnrétt- ismálum og fara í aðgeróir sem mióa að því að draga úr kyn- bundnu misrétti íþjóðfélaginu? JÓNA Valgerður: í dag er í gildi jafnréttisáætlun þar sem ráðuneytum er falið að j vinna að jafnrétti kynja meðal I annars í stöðuveitingum. Ég tel að ástandið sé þannig að full þörf sé á að ríkið geri átak í þessum málum. Hanna birna: Ríkið hefur með aðgerðum er miða að því að jafna rétt kynj- j anna gagnvart og innan ramma | iaganna lagt sitt lóð á vogarskál- amar til að draga úr kynbundnu misrétti og er það vel. Mikil- vægt er að ríkið, til að mynda í stöðuveitingum og launamálum, J virði þar sín eigin lög en nokkuð j virðist hafa skort þar á. Að öðm j leyti en í gegnum löggjöf og eft- irlit með því að slík lög séu virt, er það þó varla í verkahring rík- isins að hafa afskipti af jafnrétt- ismálum. Farsælli lausn telja Sjálfstæðar konur að felist í því j að framtakið og mótun þess j komi frá einstaklingunum sjálf- um, því aðeins með slíkri við- horfsbreytingu án valdboðs er von til að raunverulegt og varan- legt jafnrétti náist. Eiga kvótareglur að gilda ípóli- tík, þ.e. að konur komi inn á fyrirfram ákveðnum kvóta? „Konur eiga ekki að þurfa að biðja um jafnrétti, heldur á það að vera rnegin- regla að við njótum öll sama frelsis og öxlum sömu ábyrgð,“ segir Hanna Birna. Jóna Valgerður: Konur eiga mjög erfitt með að komast að í pólitík. Þar sem j kvótareglur hafa verið viðhafðar t.d. í öðrum löndum er ástandið j mun betra en hér. Það er ákaf- j lega fallegur boðskapur að konur j eigi að komast áfram fyrir eigin verðleika, en þær þurfa að gera allt helmingi betur en karlamir ef þær eiga að komast að og dugar í jafnvel ekki til. Hanna Birna: Nei, einfaldlega vegna þess að j slíkt er hvorki sanngjarnt gagn- vart konum né körlum. Að velja ! konu til starfa í stjómmálum ein- vörðungu vegna þess að hún er kona brýtur í bága við þá gmnd- vallarhugmynd sjálfstæðra ; kvenna að baráttan fyrir jöfnum j rétti kynjanna kreíjist þess að j kona sé metin og skilgreind út frá sömu forsendum og karl - sínum eigin kostum og göllum sem einstaklingur. Að ætla sér einvörðungu að virða þá reglu j þegar slíkt er konum í hag væri j engan vegin réttlætanlegt. Hverjar eru áherslur ykkar varðandi fœðiitgarorlofið? jóna Valgerður: Kvennalistinn hefur lagt fram frumvarp um að lengja fæðingar- orlof í 9 mánuði. Viðteljumþað j vera næsta skref. Einnig þarf að vera samfella milli fæðingaror- lofs og dagvistunarúrræða sem foreldrar eigi aðgang að. Að sjálfsögðu eiga karlar að hafa sama val og konur að fara í fæð- ingarorlof. Hanna birna: Sjálfstæðar konur telja að eðli- legast og æskilegast væri að for- eldrar tækju sameiginlega á- kvörðun um hvemig þau skipta með sér fæðingarorlofi, þar sem stofnun fjölskyldu og bameignir eiga að vera á ábyrgð beggja að- ila. Að sama skapi teljum við sjálfsagt réttindamál að karlar hafi sömu tækifæri og lagaleg réttindi og konur til greiðslna í fæðingarorlofi. Með leiðréttingu á þeirri mismunun sem nú ríkir í þessum málum yrði körlum veitt sama tækifæri til að sinna heim- ili og bömum, sem stuðlar um leið að meira jafnvægi í stöðu kynjanna úti á vinnumarkaðin- um. Varðandi lengingu fæðing- arorlofsins heíur því verið velt upp hvort slík breyting myndi til lengri tíma litið skerða sam- keppnisstöðu kvenna á vinnu- markaðinum. Eru hagsmunir kvenna og karla ósamrýmanlegir? Jóna Valgerour: Nei, ég tel að hagsmunir karla og kvenna fari saman. Ég tel að allt sem bætir stöðu kvenna skili sér í bættum hag kvenna og karla. Karlar eru bara ekki meðvitaðir 21

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.