Stefnir - 01.04.1995, Qupperneq 24
s
F N I R
neytenda fyrir þeirra eigin kostn-
aði og kostnaði við að veita
þjónustuna. Eignarformið á
þeim aðilum er veita þjónustuna
þ.e. hvort það er í einkaeigu eða
opinberri skiptir ekki megin máli
fyrir virkni þjónustugjalda held-
ur að samkeppnin sé til staðar.
Nefnd um opinbera stjómun inn-
an OECD ríkjanna skilgreinir
markaðstæki í veitingu opinberr-
ar þjónustu sem tæki þar sem að
lágmarki eitt einkenni markaðar-
ins er virkt, t.d. samkeppni eða
verðlagning. Rannsóknir sem
nefndin hefur framkvæmt hafa
leitt í ljós að notkun mark-
aðstækja leiðir til meiri virkni í
dreifíngu þjónustu og lægri til-
kostnaðar. (4)
Að síðustu má benda á að
notkun markaðslausna dregur úr
valdi stjórnmálamanna til að
skipta sér af því hverjir fá hvað,
hvenær og hvemig. Því er nú-
tímavæðing jákvæð viðbót við
einkavæðingu sem dregur einnig
úrvaldi stjómmálamanna.
Beiting markaðslausna
á íslandi
Þegar ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar tók við stjórnar-
taumunum var ætlunin að auka
notkun þjónustugjalda til að efla
kostnaðarvitund almennings og
þeirra sem veita opinbera þjón-
ustu. Jafnframt var tilgangurinn
sá að freista þess að hafa áhrif á
neyslustig viðkomandi þjónustu.
I samanburði við skatta voru
þjónustugjöld talin virkari, sann-
gjamari og ekki hafa sömu letj-
andi áhrif á hagkerfið. Sjúkling-
ar þurfa nú að greiða fyrir stærri
hluta þjónustunnar og fyrir fleiri
verk en áður. Þó svo að upptaka
þjónustugjalda hérlendis hafi
dregið úr eftirspurn eftir t.d. heil-
brigðisþjónustu þá virðast fyrstu
vísbendingar gefa það til kynna
að um umframeftirspurn hafi
verið að ræða. Sé það rétt þá
hafa þessar breytingar skilað
þeim árangri að draga úr kostn-
aði án þess að draga úr þjónustu
eða öryggi þegnanna. Hér er því
um raunverulega hagræðingu að
ræða í miklu ríkara mæli en þeg-
ar niðurskurður átti sér stað á
vissum liðum án þess að nokkur
kerfisbreyting ætti sér stað. (5)
Sambærilegir hlutir hafa gerst
varðandi lyfjakostnað i kjölfar
breyttra reglna um kostnaðar-
þátttöku, með svokölluðum
„bestukaupa listum“ og ekki síst
með notkun þjónustugjalda. All-
ar rannsóknir sýna að þær breyt-
Framtíð okkar
Islendinga getur
að stórum hluta
ráðist afþví hversu
vel tekst að draga
úr rekstri hins
opinbera.
ingar sem gerðar hafa verið á
lyfjaverslun á íslandi hafa ekki
haft neikvæð áhrif á heilsufar,
ekki leitt til þess að verðmunur á
milli höfuðborgar og lands-
byggðar hafi komið fram og ekki
leitt til þess að jöfnuði hafi verið
hætt.
Utboð em samkvæmt ofan-
greindum skilningi markaðstæki
þar sem þau hleypa inn sam-
keppni þar sem engin var fyrir
áður og neyðir stjómendur til að
huga meir að kostnaði. Á íslandi
ná útboð til aðfanga, þjónustu og
almennra fjárfestinga. Þrátt fyrir
það að útboðsstefna ríkisstjóm-
arinnar hafi engan lagalegan
gmnn þá hefur árangurinn orðið
umtalsverður og útboð em að
verða regla fremur en undan-
tekning hérlendis. (6)
Hvers vegna
nútímavœðing?
Betri rekstur hins opinbera er
| lykilatriði í því að skapa okkar
| þjóðfélagi forskot í þeirri sam-
j keppni sem á sér stað á milli
þjóðanna. Betri rekstur hins op-
inbera getur þannig aldrei leitt til
annars en að skapa þeim fyrir-
j tækjum sem starfa innan þeirra
I betri aðstæður. Þar sem rikis-
valdið hefur framkvæmt gagn-
gerar breytingar á sínum opin-
j bera rekstri og bætt þannig notk-
! un sína á gæðum með beitingu
þeirra aðferða sem þróaðar hafa
verið í einkageiranum, t.d. eins
j og bresk stjómvöld hafa gert,
hefur þeim tekist að breyta sín-
um aðstæðum og leiða til aukins
hagvaxtar. ÖIl umræða um um-
bætur og nýskipan í ríkisrekstri
bæði hérlendis og erlendis hefur
í seinni tíð beinst að aukinni
markaðsvæðingu innan ríkis-
kerfisins og sterk rök hniga að
því að takist slíkar breytingar á
Islandi þá felist í þeim aðgerðum
hagvaxtarbroddur. Síðustu ára-
tugir hafa einkennst af mikilli
stækkun hins opinbera m.a.
vegna síaukinna krafna um vel-
ferðarþjónustu. Framtið okkar
Islendinga getur að stómm hluta
ráðist af því hversu vel tekst að
draga úr rekstri hins opinbera.
Við þau umskipti er þörf á því
nýja verklagi sem lagður hefur
verið grunnur að á síðast Iiðnum
ijómm ámm. Gagnrýni vinstri-
manna hefur hvorki átt við rök
né reynslu að styðjast.
Heimildir:
(1) Gemmell, N., (1993) „The Growth of the
Public Sector. Theories and Intemational Evidence.“,
Edward Elgar Publishing, London.-
(2) Le Grand (1991), „The Theory of Govemment
Failure: Decentralisation and Quasi-Markets.“, SAUS,
Bristol.
(3) OECD Public Management Committee(1993),
„Stmctural Adjustment: Contribution of Public Mana-
gement Reforms.“, OECD, Paris.
(4) OECD Public Management Committee (1994),
„Govemance in Transition. Public Management
Reform inOECDCountries",OECD, Paris.
(5) Amar Jónsson (1994), „A Comparative Study
on the use of Market-Type Mechanisms in Public
Service Provision in the Unitcd Kingdom and
Iceland.“, óbirt MA ritgerð frá Birmingham háskóla.
(6) Einar Magnússon (1992), „Lower Dmg
Consumption in Iceland.", Nordic Statistics on Med-
icine.
24