Stefnir - 01.04.1995, Blaðsíða 25
S T E F N I R
HVAR Á MAÐURINN HEIMA?
HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG OG STOFNUN JÓNS PORLÁKSSONAR, REYKJAVÍK, 1994.
Höfundur: Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Bókagagnrýni eftir Þorstein Siglaugsson
Stjórnmála-
fræði er ekki
gömul fræði-
grein, í nútíma-
skilningi. Líkt
og um önnur fé-
lagsvísindi get-
ur verið erfitt að svara því um hvað
stjómmálafræðin fjallar. Sumir
halda því ffam að hún eigi að ein-
beita sér að „vísindalegum" rann-
sóknum á skoðunum fólks, gjama í
tengslum við félagslega stöðu þess,
og skýra athafnir valdsmanna í
ljósi hagsmunabaráttu ólikra hópa
innan þjóðfélagsins, gjama með
tilvísun til „framvindu sögunnar“.
Þeir sem aðhyllast þessar skoðanir
hneigjast til þess, að kalla stjóm-
málafræðina visindi, halda að
stjómmálafræðingar leiti sannleik-
ans um viðfangsefni sín með
aðferðum raunvísindanna, tilgát-
um og prófunum.
Aðrir eru á því að stjóm-
málafræðin sé fyrst og ffemst
fræðigrein, húmanísk grein, sem
aldrei komist að algildum vísinda-
legum niðurstöðum, en að með
hjálp hennar megi samt skýra ým-
islegt í samtímanum, og ekki siður,
sé verkefni hennar að leita lausna á
vandamálum, setja frarn hugmynd-
ir um breytingar. „Hvar á
maðurinn heima?“ er skrifuð í
þeim anda og er það vel.
Hlutskipti mannsins
Bókarhöfundur segir í inngangi:
„...þau fimm stjómmálarit sem fýrr
em nefnd og hér verða greind og
gagnrýnd, urðu ekki fyrir valinu
vegna þess eins, að þau liggja öll
fyrir í íslenskum þýðingum ...
Aðalatriðið er það, að þau hafa að
geyma ólíkar skoðanir á því, hvert
sé eðli, hlutverk og hlutskipti
mannsins...“. þeir sem verða fýrir
valinu em Platón, Niccolo Machia-
velli, John Locke, Karl Marx og
John Stuart Mill. Það sem samein-
ar alla höfundana, kannski að
Machiavelli undanskildum, er að
þeir era umbótamenn. Þeir em
gagnrýnendur ríkjandi skipulags.
Allir hafa þeir djúp áhrif á stjóm-
málahugsun enn þann dag í dag.
Ég sakna samt sárlega tveggja
stjómmálahugsuða, sem Hannes
lætur að mestu ógetið, en hafa hvor
á sinn hátt haft geypileg áhrif, jafnt
sögulega sem hugmyndalega. Þar
ber fyrstan að nefna Edmund
Burke, en rit hans, Reflections on
The Revolution in France, þar sem
hann gagnrynir jafnt sósíalisma að
hætti Marx, frjálshyggju Lockes
og nytjastefhu Mills, hefur grund-
vallað íhaldssama stjómmálahugs-
un síðustu tvö hundmð árin.
í öðm lagi nefni ég franska
heimspekinginn Rousseau. Færa
má sterk rök fyrir því, að margar
ráðandi hugmyndir í félagshyggju
okkar tíma, sérstaklega nú á síðari
hluta tuttugustu aldar, eigi sér
miklu fremur rætur í uppreisnar-
hyggju Rousseaus gegn ríkjandi
gildum og viðhorfum og prédikun-
um hans um afturhvarf til
frumstæðs menningarleysis, en í
kenningum Karls Marx, þótt vissu-
lega hafi þær verið afar áhrifamikl-
ar á okkar öld. Umfjöllun um þessa
tvo hugsuði hefði aukið gildi rits-
ins og dýpkað það sem heild.
Einnig hefði kafli um heimsmynd
miðaldamanna og kirkjunnar
komið að góðu gagni, enda má
segja, að frelsishugtakið eins og
við þekkjum það sé orðið til með
kristninni og mótað af
fræðimönnum miðalda.
Ríkið-uppliafalrœðisstefnu
Hannes hefur umfjöllun sína á
Platóni, þessum fyrsta, mikla
heimspekingi Vesturlanda, og
25