Stefnir - 01.04.1995, Qupperneq 29

Stefnir - 01.04.1995, Qupperneq 29
S T E F N R karlagreyjum í þinginu. Það er fullt af konum sem halda að þeir séu svo valdamiklir að þær flykkjast um þá daga sem nætur, og halda að þær séu að höndla himnasælu, auðæfi og völd. Svo komast þær að raunveruleikan- um: Prinsamir em valdalausir, fjárþurfi, í áhættusamri atvinnu og eiga of tryggar eiginkonur. Eina sem græða má á er að selja söguna, og þar með rómantíkina, hæstbjóðanda." Hver á aó stjórrn? Hæst ber þó, hvort dagar íhaldsflokksins séu taldir, enda komið á daginn að fleiri en kett- imir hafa níu líf. John Major, forsætisráðherra, hótaði nú á dögunum þingmönnum flokks- ins þingkosningum ef þeir styddu ekki framvarp um aukinn hlut Breta í sjóðum Evrópusam- bandsins. Á fjórða tug þing- manna íhaldsins hafði lýst and- stöðu við frumvarpið en lét að lokum undan hörðum svipum flokksforystunnar og fylgdi henni að málum. Og bjargaði þar með sjálfum sér og flokks- bræðram sínum frá atvinnuleys- isvofunni. Því hætt er við að eins færi fyrir John Major, í dag, eins og forvera hans í embætti árið 1974, þegar helsta kosn- ingaslagorð Edwards Heaths for- sætisráðherra gegn verkalýðsfé- lögunum var „Hver á að stjóma Bretlandi?" og kjósendur svör- uðu „Ekki þú“. Höfundur er stjórnmálafrœð- ingur og stundar doktorsnám við háskólann í Essex. 29

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.