Stefnir - 01.04.1995, Síða 30

Stefnir - 01.04.1995, Síða 30
BLA I R PENNAR HVAÐ IVIYNDI GERAST EF FÍKNIEFNI YRÐU LEYFÐ? fFíkniefni eru « af mörgum talin 'I mesti bölvaldur ' okkar daga. Hvort að það er rétt skal ósagt látið en á því er enginn vafi að full ástæða er til umræðu um hvernig best verði tekist á við þann vanda sem þau skapa. Bent hefur verið á að hugsan- lega sé besta leiðin til að minnka fíkniefnavandann að aflétta banni við sölu og neyslu efnanna. Hafa margir brugðist ókvæða við slíkum hugmyndum og hefur umræðan um þessi mál oftast stjórnast meira af tilfmningahita en skynsemi og eru órökstuddar fullyrðingar og hlevpidómar al- gengir. En hver eru helstu rökin fyrir því að ekki skuli banna fíkniefni? Nytsemisrök Þegar talað er um fíkniefha- vanda er rétt að skilgreina við hvað er átt. Flestir eiga væntan- lega við ógæfu fólksins sem neytir efnanna annars vegar og hins vegar glæpi sem neyslan hefur í fór með sér og bitna á fleirum en neytendunum. Reynum nú að gera okkur í hugarlund hvað gerðist ef fíkni- efni yrðu leyfð. í fyrsta lagi yrði stoðunum kippt undan skipu- lögðum glæpasamtökum sem byggja starfsemi sína á dreifingu fíkniefna. í öðru lagi yrði auð- veldara að hafa eftirlit með gæð- um efnanna. Neytendur gæm með löglegum hætti náð fram rétti sínum gagnvart óheiðarleg- um fíkniefnasölum. I þriðja lagi mundi verð efnanna hríðlækka, a.m.k. ef ekki kæmi til skatt- eftir Þorstein Arnald heimta eða aðrar samkeppnis- hömlur. Það er einkum lækkun á verði fíkniefna sem orkar tvímælis. Hún gæti leitt til aukinnar neyslu. Hvort og hversu mikið er þó afar erfitt að meta. Á móti leiddi lækkun til þess að mjög auðvelt yrði fyrir fók að fjármagna neysl- una og því mundi auðgunarglæp- um í tengslum við hana án efa fækka mjög. í huga þeirra sem Það er einkum lœkkun á verði fíkni- efna sem orkar tví- mælis. Húngœti leitt til aukinnar neyslu. Hvortog hversu niikið erþó afar erfitt að meta. aðhyllast þá skoðun að banni skuli aflétt vegur einhver neyslu- aukning létt samanborið við aðr- ar afleiðingar. Færa má rök fyrir því að óæskilegar afleiðingar fíkniefnaneyslu fyrir þá sem ekki neyta efnanna yrðu nær úr sög- unni. Líklegt er að ef þau fíkni- efni sem nú eru ólögleg yrðu leyfð mundi neysla þeirra færast í svipað horf og þeirra sem þegar eru leyfð svo sem áfengis og tó- baks. Undanfama áratugi hefur gíf- urlegu fé verið varið til að stemma stigu við útbreiðslu fíkniefna í heiminum. Oftast kemur þetta fé úr galtómum rík- issjóðum. Þrátt fyrir allan þenn- an fjáraustur virðist baráttan litlu hafa skilað. Frelsisrök Hvenær er maður frjáls? Þegar frelsi hans takmarkast einungis af því að það skerði ekki sam- bærileg réttindi annarra. Erfitt er að sjá að neysla einhvers einstak- lings á fíkniefnum brjóti gegn þessari meginreglu. Það á að vera hverjum manni í sjálfsvald sett hvort hann kýs að neyta hass og amfetamíns líkt og hvort hann neytir áfengis eða tóbaks. Aftur á móti fylgir öllu frelsi ábyrgð og þó að mönnum eigi að vera frjálst að neyta fíkniefna er ekki þar með sagt að þeir eigi að geta velt afleiðingunum yfir á aðra. Sölu og neyslu fíkniefna má skipa í flokk „glæpa“ sem nefna má „glæpi án fómarlambs". Ef fíkniefnaviðskipti fá að fara fram á frjálsum markaði er enginn eðl- ismunur á kaupum manna á fíkniefnum og kaupum á öðrum neysluvamingi. Samið er um verð og afhendingarskilmála og enginn er neyddur til þátttöku. Enginn er raunvemlegt fómar- lamb. Misjafnt er hvor rökin fylgis- mönnum lögleyfingar fíkniefna fmnast mikilvægari. Meðal fylg- ismanna nytsemisrakanna er breska vikuritið The Economist og meðal þeirra sem aðhyllast frelsisrökin má nefna Thomas Szasz prófessor í geðlæknisfræði við Syrakúsuháskóla í Bandaríkj- unum. Víða erlendis er umræða um hvort leyfa skuli fleiri gerðir fíkniefna komin á fullan skrið. Það er einungis spurning um tima hvenær íslendingar þurfa að taka þátt í þeirri umræðu - á fordómalausan hátt. 30

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.