Stefnir - 01.04.1995, Blaðsíða 35
S T E F N I R
Skilaboð skattkerfisins:
EKKI VINNA!
eftir Gu ðlaug Þór Þórða rs o n
SKATTKERFISBREYTI NGAR SÍÐUSTU 20 ÁRA SKOÐAÐAR
í tengslum við
útkomu blaðsins
„Okkar fram-
tíð“ sem SUS
gaf út og dreifði
i öll hús á íslandi
skömmu fyrir áramót þá var
gerð úttekt á íslenska skatta-
kerfinu. Var sú úttekt tvenns
konar. Annarsvegar var um að
ræða breytingar á skattkerfinu
undanfarin tuttugu ár og
hinsvegar áhrif skattkertisins á
ráðstöfunartekjur fólks.
Ef samanburðurinn á tuttugu
ára tímabilinu er skoðaður sést
að þróunin er afar skýr. Breyt-
ingar á skattalögum hafa stór-
bætt ráðstöfunartekjur þeirra
sem lægst hafa launin og þyng-
stu framfærsluna. Ráðstöfunar-
tekjur þeirra sem eru með
meðaltekjur og þar yfír hafa hins
vegar verið skertar og eykst
skerðingin samfara hækkun
launa. Bammargar og tekjulágar
fjölskyldur hafa hagnast á skatt-
kerfisbreytingunni en þeir tekju-
háu og þá sérstaklega tekjuháir
einstaklingar greiða nú hærri
skatta en áður.
Núverandi skattkerfi er mjög
stighækkandi og stafar það af því
að bætur s.s launa- og vaxta-
bætur, barnabætur og barna-
bótaaukar eru tekjutengdir og
það sama má segja um
afborganir af námslánum. Slíkt
leiðir af sér að aukning launa
skilar sér takmarkað í aukningu
ráðstöfunartekna. Þannig leiddi
úttektin i ljós að sexföldun launa
þýðir einungis tvöföldun
ráðstöfunartekna fyrir fjölskyldu
með sex börn.
Dæmi uivi tekjuskatt
Fjölskylda með 4 börn, þar af 2 undir sjö ára
Heildartekjur Ráðstöfunartekjur Mismunur
100000 ■ ■ 148000
200000 173000 25000
300000 ■ ■ 204000 31000
400000 246000 42000
500000 ■ ■ 282000 36000
600000 323000 41000
Dæmi uivi tekjuskatt Fjölskylda með 2 börn, þar af 1 undir sjö ára Heildartekjur Ráðstöfunartekjur Mismunur
100000 148000 ■■■■
200000 73000 34000
300000 204000 39000
400000 246000 40000
500000 282000 36000
600000 323000 40000
Dæmi uivi tekjuskatt Fjölskylda með 2 börn, þar af 1 undir sjö ára
Heildartekjur Ráðstöfunartekj ur Mismunur
100000 148000 —■
200000 73000 34000
300000 204000 39000
400000 246000 40000
500000 282000 36000
600000 323000 40000
35