Stefnir - 01.04.1995, Page 37
)
>
S T E F N I R
DÆMI um tekjuskatt
Fjölskylda með 4 börn, þar af 2 undir sjö ára
Heildartekjur Ráðstöfunartekjur Mismunur Tvö börn í gæslu
100000 148000
200000 173000 25000 -17316
300000 204000 31000 -11316
400000 246000 42000 -316
500000 282000 36000 -6316
600000 323000 41000 -1316
DÆMI uivi TEKJUSKATT
Fjölskylda með 2 börn, þar af 1 undir sjö ára
Heildartekjur Ráðstöfunartekjur Mismunur Eitt barn í gæslu
100000 148000
200000 73000 34000 13342
300000 204000 39000 18342
400000 246000 40000 19342
500000 282000 36000 15342
600000 323000 40000 19342
Forsendur
Tekið er tillit tilflestra þeirra þátta sem áhrifhafa á ráðstöfunartekjur s.s tekjuskatts, útsvars, launa- og
vaxtabóta, barnabóta og barnabótaauka, lífeyrissjóðsiðgjalda, stéttarfélagsiðgjalda og afborgana af
námslánum. Hér er um nokkra einföldun að rœða því vaxtagjöld af húsnœðislánum og greiðslubyrði
námslána er að sjálfsögðu mjög breytilegt en stuðst er við meðaltalstölur.
Hjón með fjögur böm, þar af tvö á
leikskólaaldri greiða 23.658 kr.
fyrir hvort bam, ef miðað er við
leikskólavistun hálfan daginn
og dagmóður hinn helminginn.
Heildarkostnaður vegna tveggja
bama nemur þá 47.316 kr. Ef
miðað er við að þetta sé eini
kostnaðurinn sem fylgir því að
báðir foreldrar vinni úti verða
útgjöld þeirra vegna barna-
gæslunnar hærri en nemur
tekjuaukanum.
I dæminu er gert ráð fyrir því að
ráðstöfimartekjur þeina hækki um
5000 kr. við það að þau geti bæði
nýtt skattkortin.
Miðað við núverandi skattkerfi
er niðurstaðan sú að það borgar sig
ekki fjárhagslega fyrir fólk að
reyna að hækka í launurn. Fólki er
refsað fyrir að reyna að bjarga sér -
það er fast í fátæktargildru. Slíkt er
hvorttveggja í senn óréttlátt og
óskynsamlegt því letjandi skatt-
kerfi dregur úr hagvexti og hvetur
til skattsvika.
Að framangreindu má sjá
hversu litlu það skilar fyrir hjón að
auka tekjur sínar. Tekjuaukning úr
100.000 kr. í 200.000 kr. eykur
raunverulegar tekjur þeirra um
einungis 25.000 kr. Ef einungis
annar aðilinn vinnur úti og er með
100.000 kr. í laun borgar það sig
ekki fyrir hinn aðilann að vera
útivinnandi þótt hann fengi sömu
tekjur.
Ástæðan er sú að kostnaður
vegna bamagæslu yrði meiri en
tekjuaukinn, fyrir utan annan
kostnað.
37