Stefnir - 01.04.1995, Qupperneq 40
S T E F N
R
Er stjórnmálaspilling
víðtækari á Íslandi
EN í GRANNRÍKJUNUM?
JQH B ó k i n
m „Embættismenn
I menn. Skipula«
J*WL og vinnubrögð í
íslenskri stjórn-
sýslu“ eftir Gunnar H. Kristinsson,
dósent í stjómmálafræði, kom út
haustið 1994 hjá Heimskringlu,
háskólaforlagi Máls og menningar.
Þar er höfúndur ómyrkur í máli:
„Það er meira en bara illur grunur,
að nokkuð hafi skort á fagmennsku
í opinberu lífi á íslandi," segir
hann. Fullyrðir hann, að
Islendingar hafi „tamið sér ýmsar
spilltar venjur í opinberu lífi
umfram næstu nágranna sína“. Og í
bókarlok segir Gunnar: „Sú
athugun á stöðu embættismanna og
stjómmálamanna, sem ffam hefur
farið í þessu riti, bendir ekki til
þess, að vel haft tekist til um
uppbyggingu stjómsýslukerfisins á
íslandi.“' í kynningu á bókarkápu
segir, að rannsókn höíúndar hvíli á
„traustum fræðilegum grunni“.
Þetta hlýtur að merkja, að
Gunnar geti lagt ffam áreiðanleg
gögn til stuðnings þessum
afdráttarlausu staðhæfmgum. En
þrátt fyrir vandlegan lestur fann ég
hvergi ffambærileg gögn um það,
að óeðlileg fyrirgreiðsla eða
spilling væri meiri á Islandi en í
grannríkjunum í Norðurálfúnni.
Gunnar vitnar að vísu í þá alkunnu
staðreynd, að kunningsskapur
skiptir miklu máli á íslandi; hann
tilgreinir ummæli íslenskra stjóm-
málamanna um fýrirgreiðslu, sem
þeir hafa veitt kjósendum sínum;
og hann endursegir fjömgar
umræður um spillingu í íslenskum
eftir Hannes H. Gissurarson
stjómmálum. En slíkar
athugasemdir og sögur geta
vitaskuld ekki komið í stað
kerfisbundins samanburðar stjórn-
arfars á Islandi og í öðrum löndum
eða í stað mælingar á spillingu á
íslandi miðað við spillingu
erlendis.
Spilling liáð kostinum
á spillingu
Lítum nánar á þetta mál. Gunnar
H. Kristinsson skilgreinir spillingu
svo, að „einstaklingar, sem gegna
opinberum skyldustörfúm, reyna
að öðlast fjárhagslegan ávinning,
virðingu eða völd fýrir sig sjálfa
eða þá, sem næst þeim standa, á
kosmað skyldustarfa sinna".2 Má
ætla, að spilling í þessum skilningi
sé meiri á íslandi en í
grannrikjunum? Gunnar svarar því
til, að spilling hafi lengi verið
útbreidd í íslenskum stjómmálum.
Það á við, hvort sem litið er á gjafir,
leynd yfir fjármálum stjórn-
málaflokka, mannaráðningar,
verksamninga, opinber innkaup,
hagsmunaárekstra eða fýrir-
greiðslupólitík. Þótt eðli málsins
samkvæmt sé erfitt að leggja
nákvæmt mat á útbreiðslu
spillingar, virðist líklegt, að spillt
vinnubrögð hafi verið mun
algengari á íslandi en í mörgum
nágrannalandanna, svo sem í
Skandinavíu.
En það, sem Gunnar nefnir,
sannar ekkert. Þótt stjóm-
málaflokkamir íslensku veiti ekki
upplýsingar um §ármál sín, er
óleyfilegt að álykta annað af því en
það, að áreiðanleg gögn liggi ekki
fýrir um spillingu þar, aðeins illur
grunur Gunnars sjálfs. Klíkuskapur
við mannaráðningar og verk-
samninga kann einnig að vera
mikill á íslandi, eins og Gunnar
fúllyrðir. En það sannar ekkert um
það, að slíkur klíkuskapur sé minni
í Danmörku, sem Gunnar velur
oftast til samanburðar í riti sínu3
(eins og eðlilegt er, þar eð stjóm-
sýsluhefðir okkar em þaðan
runnar). Stjómmálamenn em ekki
einu mennimir, sem geta verið í
klíku eða kunningjasambandi.
„Eitthvað er rotið innan
Danaveldis,“ lét Shakespeare eina
söguhetju sína í Hamlet, Marsellus,
segja forðum.4 Vitaskuld geta
deildir í dönskum háskólum
misnotað ráðningar-vald eins og
stjórnmálamenn uppi á Islandi:
Þegar danskur prófessor ræður
skjólstæðing sinn til kennslu, en
leyfir öðrum ekki að keppa við
hann um lausa stöðu fýrr en eftir
mörg ár, er hann sekur um spillingu
í skilningi Gunnars H. Kristins-
sonar. Félagsmálastofnanir í
dönskum kaupstað geta misnotað
úthlutunarvald eins og stjóm-
málamenn uppi á íslandi: Þegar
danskur félagsráðgjafi lætur bróður
einnar samstarfskonu sinnar fá
íbúð á lágri leigu gegn því, að
samstarfskonan geri sér svipaðan
greiða einhvem tíma síðar, er
félagsráðgjafinn sekurum spillingu
í skilningi Gunnars. Þótt kjördæmi
í Danmörku séu fjölmennari en á
40