Stefnir - 01.04.1995, Page 42

Stefnir - 01.04.1995, Page 42
S T E F N R andsvar við óþægilegum og tilviljanakenndum atburðum". Halldór Jónsson segir í hinni, að stefnumörkun i sjávarútvegs- málum hafi, eins og Gunnar endursegir boðskapinn, „einkennst af frumkvæðisleysi ríkisvaldsins og mótast umfram allt af þrýstingi hagsmunaaðila vegna mikils aflasamdráttar árið 1983“. Gunnar bætir við frá eigin brjósti: „Almennt hefur stefnumótun í atvinnumálum á íslandi einkennst af lítilli fyrirhyggju og miklum áhrifum skammtímasjónarmiða."9 Hér skýtur skökku við. Hvemig skýrir Gunnar H. Kristinsson þá það, hversu vel íslendingum hefur einmitt tekist upp í mörkun utanríkisstefnunnar og smíði skipulags utan um fískveiðar? Sannleikurinn er sá, að frá stríðs- lokum hafa íslendingar haldið mjög vel á hagsmunum sínum gagnvart öðrum þjóðum. Þeir hafa tryggt vamarhagsmuni sína með samningi við Bandaríkin, sem er öfundarefni margra Norður- álfuþjóða; þeim tókst að afla viðurkenningar annarra þjóða á einkarétti sínum til að ráða hinum gjöfulu fískimiðum undan landinu án nokkurra blóðsúthellinga; og þeir hafa tryggt viðskiptahagsmuni sína með samningum við Evrópu- sambandið, Bandaríkin og önnur viðskiptalönd sín. Það er ekki aðeins heppni, að Islendingum hefur á tuttugustu öld famast betur en langflestum öðmm smáþjóðum. Um það er enn fremur lítill ágreiningur, að það skipulag fiskveiða, sem hefur smám saman verið að myndast hér ffá 1983, — kvótakerfið, skipulag ótíma- bundinna og framseljanlegra afla- heimilda, — er eitt hið skynsamlegasta í heimi.10 Kvóta- kerfíð er ekki fullkomið (aðallega vegna þess, að það nær ekki til allra hópa veiðimanna), en ég hef ekki fúndið betra kerfi annars staðar. Gunnar hefur þess vegna engan rétt til þess að taka það til dæmis um „litla fyrirhyggju og mikil áhrif skammtímasjónarmiða", eins og hann gerir. Ég ætla síður en svo að halda því fram eins og söguhetja Voltaires, Altúnga, gerði forðum, að við íslendingar búum í hinum besta allra heima. En sumt höfum við gert betur en flestar aðrar þjóðir! Heimildaskrá: 1. Gunnar Helgi Kristinsson: Embættismenn og stjómmálamenn (Heimskringla, Reykjavík 1994), 7., 11., 22. og 155. bls. 2. Embættismenn og stjómmálamenn, 13. bls. 3. Embættismenn og stjómmálamenn, 19. bls. 4. Hamlet, 1.4. 90, þýö. Helgi Hálfdanarson, í Leikritum Shakespeares, III. bindi (Almenna bókafélagiö, Reykjavík 1984), 136. bls. 5. Ein ástæðan til þess er, að einokun ríkisins á úvarpi var afnumin, m. a. vegna baráttu okkar, nokkurra áhugamanna, sjá bók mína, Fjölmiðla nútímans (Stofnun Jóns Þorlákssonar, Reykjavík 1989). 6. Stefán Olafsson: „Þróun velferðarríkisins“ í íslensk þjóðfélagsþróun 1880-1990 (Félags- vísindastofnun Háskóla Islands o. fl., Reykjavík 1993), 422. bls. 7. Einn samkennari Gunnars, Ólafur Þ. Harðarson, tekur undir þessa kenningu. Hann segir t. d. í greininni „Tilraun um smáríkið ísland: Þáttur stjómmálanna“ í bókinni Tilraunin ísland (Listahátið í Reykjavík, 1994), 57. bls., að sérkenni íslenska stjómmálakerfisins séu „vangeta flokkanna til stefnumótunar, afskiptasemi stjómmálamanna af smæstu framkvæmdaatriðum og vanmáttugt kerfi embættismanna og sérfræðinga“. 8. Hér eftir Gunnari H. Kristinssyni: Embættismenn og stjómmálamenn, 24. bls. 9. Embættismenn og stjómmálamenn, 24. bls. 10. Ég leiöi rök að þessu í Fiskistofnamir við ísland: Þjóöareign eða ríkiseign? (Stofnun Jóns Þorlákssonar, Reykjavík 1990). Gunnar H. Kristinsson minnist ekki á þá bók, og hún er ekki heldur á hcimildaskrá í riti hans. Gunnar minnist ekki heldur á rit eftir þá Ragnar Árnason og Birgi Þór Runólfsson, Er kvótakerfið hagkvæmt? (Stofnun Jóns Þorlákssonar, Reykjavík 1991), þar sem þeir komast að sömu niöurstöðu og ég, að kvótakerfið sé hagkvæmt. FRIAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLAHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍIVII: 679 PIZZAHUSIÐ Grensásvegi 10 -þjónar þér allan sólahringinn 42

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.