Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Blaðsíða 20
1924
154*
lím, endingargóSum og skjólgóðum ullarnærfatnaöi; og eftir því sem
prjónavjelum fjölgar og spunavjelum, rná búast viö aö meiri framför
verði í þessu efni, því aS vafalaust hefir þaS dregiö nokku® úr notkun
ullarnærfatnaöar, aö stundum hefir veriö erfitt aö fá hann keyptan eða
unninn, — Öll börnin voru í íslenskum ullarsokkum. Sokkabönd um legg-
inn höföu nú mjög fá, og má þakka þaö stöðugum tilraunum til aö út-
rýrna þeim alla tíö, síöan skólaeftirlitið hófst. Flest höfðu sauöskinns-
skó á fótum, og tærnar á flestum báru menjar þröngs og óhentugs skó-
fatnaöar, voru meira og minna skældar og kreptar. — Að lokinni skoð-
un var alstaðar talað viö börnin stundarkorn um nauðsyn neföndun-
ar, hreinlætis, útivistar og útiíþrótta, skaðvæni munnöndunar, allskonar
óhreinlætis, lúsa, óhentugs fatnaðar, sokkabandareyringar, skókreppu,
eiturnautnar unglinga, — kaffi, tóbak, vín o. fl„ og brýnd fyrir þeim
varúð meö hráka og hóstaúða og í umgengni við hunda, hirðing munns
og tanna o. fl. þ. h.
Unglingaskóli
var haldinn í Ólafsfjarðarkauptúni, byrjaði um sama leyti og barnaskól-
inn þar eða litlu seinna, var haldinn í sömu stofu og barnaskólinn, síð-
ara hluta dags, eftir bamaskólatíma. Var þar skoðaður kennari skólans,
sjera Ingólfur Þorvaldsson, og 19 nemendur. Við heilsufar kennarans
var ekkert athugavert. En 7 af nemendur voru ekki lausir við kvef, sum-
ir með nokkurn hósta og bronchitissnert, en allir a. ö. 1. heilbrigðir, eng-
inn með sótthita. 11 þeirra höfðu hypertrofia tons., enginn til muna, eitla-
þrota höfðu 16, ekki heldur neinn til muna. 13 höt'ðu skemdar tennur,
þar af 5 eina tönn skemda, 5 tvær tennur skemdar, einn 4, annar 5 og
þriðji 6 tennur skemdar.
Skoðunargerð
eftir kröfu lögreglustjóra fór engin fram í hjeraðinu á árinu.
II.
Vilmundur Jónsson:
r r
Arsskýrsla hjeradslseknisius í Isaíjardarhjeraði
árið 1921.
I. Sjúklingafjöldi.
‘Á árinu hafa vitjað mín í lækniserindum alls 2525 manns, 1192 konur
°g r333 karlar. Þar af voru 148 börn á 1., 2. og 3. ári, en 267 á aldrin-
um 3—14 ára.
1534 voru úr sjálfum ísafjarðarkaupstaö, 991 utanbæjar og þar af 497
utanhjeraðs.
II. Ferðir.
Eg hefi farið 84 ferðir út úr bænum til vitjunar sjúkra. Þessar ferðir
hafa skiftst þannig niður: