Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Blaðsíða 22
1921
156*
farskólanum í Eyrarhreppi. StíaSi jeg þeim frá kenslunni, og ljet ráS-
stafa þeim svo, aS ekki stafar hætta af þeim.
BarnaskólahúsiS á ísafirði er mjög farið aS ganga úr sjer. Hefi jeg
komiö þvi til leiöar, að alvarlega er fariö aö hugsa um aö endurbæta þaS.
Á þessu ári voru öll gólfin, sem voru orðin svo úr sjer gengin aö ógern-
ingur var aö þrífa þau, endurbætt og gerö svo úr garði, sem best má verða.
Mjer skilst, aS sumir læknar telji þetta eftirlit meö alþýðuskólunum
algerlega gagnslaust. Jeg er sannfæröur um aS mitt eftirlit er mikils virSi.
V. Hundalækningar.
Jeg sje að beSiö er um álit mitt á þeirn, en jeg verS aS játa, aS jeg
hefi ekki aflaö mjer neinnar ábyggilegrar skoSunar á ])ví máli.
Hundar eru hreinsaöir hjer eftir því sem fyrirskipaS er, og aö jeg
held meö þeirri nákvæmni, sem hægt er aS ætlast til af hundahreinsunar-
körlum svona upp og ofan. En sjálfsagt má ekki ætlast til mjög mikils
í því efni.
Hversu ábyggileg meSulin eru, ef hárrjett er aS öllu fariS, ættu dýra-
læknarnir aS athuga. TrúaS gæti jeg þvi, aS á því geti orSiS misbrestur,
ef þetta er nokkuö líkt því aS hreinsa innýflaorma úr mönnum, og aö
ekki sje sanngjarnt aö kenna körlunum um alt, ef árangurinn er ekki góSur.
Hjer á ísafirSi er mjög litlu slátraS, svo aS jeg hefi lítiS tækifæri til
aS athuga, hve mikil brögö sjeu aS því aS fje sje solliS. Jeg hefi spurst
fyrir um þaS í sveitunum hjer í kring, og hefir mjer veriö sagt, aö þrátt
fyrir allar hundahreinsanir, sjeu aö því allmikil brögS. Og þykjast ])ó
allir fara varlega meS sollin innýfli.
Sullaveiki í mönnum er sjaldgæf hjer, að jeg held. Síöan jeg kom hing-
aS, hafa leitaö til mín fimm menn meS sullaveiki. Jeg hefi skoriö ])á
alla upp. Alt hefir þaö veriö aldraS fólk, og sullirnir mjög gamlir.
VI. Athugasemdir við hinar fyrirskipuðu skýrslur.
A. Dánarskýrsla meS yfirliti yfir fólkstal og fæSingar.
Skýrsla prestsins á ísafirSi er nú loksins í tvennu lagi, IsafjarSarkaup-
staSur sjer og Eyrarhreppur sjer, eins og fyrirskipaS er.
B. Skýrsla um löggilta lækna, skottulækna, yfirsetukonur og sótt-
hreinSunarmenn.
Á árinu voru skipaöar tvær yfirsetukonur. í kaupstaSnum ungfrú Rakel
Pjetursdóttir, sem lært hefir á fæSingarstofnuninni í Kaupmannahöfn, og
í Eyrarhreppi ungfrú GuSrún Valdimarsdóttir, lærð í Reykjavík.
Sótthreinsunarmaöurinn í ísafjaröarkaupstaö og Eyrarhreppi, Finnur
Jónsson, verkamaöur, dó á árinu úr lungnabólgu. í staS hans hefir veriö
skipaSur Jón Jónsson, klæSskeri,
C. I. Skýrsla um sjúkrahús.
Legudagafjöldinn á sjúkrahúsiniu var í ár 5299 og aldrei nándar nærri
eins mikill áöur. Legudagarnir eru 1250 fleiri en í fyrra, en þá höfSu þeir
aldrei veriS til líka eins margir. Eftirspurnin eftir því aö koma sjúk-
lingum á sjúkrahúsiö fer þannig sívaxandi, og er nú svo mikil, aö jafn-
vel þótt ekki sje kvillasamt venju fremur, verSur sífelt aS neita mönn-
um viötöku. Jeg hefi enga tölu getaS haft á því, hvaS mörgum sjúk-
lingum hefir veriö neitaS um sjúkrahúsvist. En svo aö kalla hver sjúk-