Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Blaðsíða 6

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1925, Blaðsíða 6
1924 140* 2 stúlkur henni samtíöa. Ekki breiddist veikin frekar út í þaö sinn, og mun aö sumu leyti mega þakka það því, aö sjúklingarnir voru einangr- aðir, eftir því, sem tök voru á, en liklega einkanlega því, aö svo margir voru ónæmir síöan 1921, aö miklu minni hætta var á en ella, aö heil- brigöir, er þurftu að sinna sjúklingunum, fengju veikina og flyttu hana. — Um miðjan febrúar barst sóttin inn i hjeraðið á ný, með stúlku, er kom frá Akureyri að Bakka og lagðist þar. 2—3 dögum síðar var hrepps- fundur, og komu Jfangað m. a. 2 menn frá Bakka, og hafði annar verið eitthvað lasinn, er á fundinn leið. En fáin dögum eftir fundinn kom sótt- in upp á mörgum heimilum í senn, og þá fyrst fjekk jeg vitneskju um veikindin á Bakka. Vrar sóttin þá orðin útbreiddari en svo, aö tiltæki- legt þætti að beita ströngum vörnum, er bökuöu mönnum veruleg óþæg- indi; alt of litil von um árangur til þess. Var því látið nægja, að leggja niður tíöagerðir og aörar samkomur, og fresta barnaskólahaldi i bili. — Enn barst veikin til Árskógsstrandar frá Akureyri og til Ólafsfjarðar, sömuleiðis frá Akureyri, seint í febrúar. Til Hríseyjar barst sóttin ekki. Sóttin fór hratt yfir, eins og inflúensu er títt, var um garð gengin í marzmánaðarlok. Eins og- vant er, var læknis ekki leitað til mjög margra þeirra, er ljettast veiktust, og yfirleitt mátti sóttin teljast væg. Þó bjuggu sumir alllengi að henni, og stöku maður fjekk lungnabólgu upp úr henni. Eins og áöur er drepið á, kom þaö greinilega i ljós, að nú voru þeir ónæmir fyrir inflúensu, er höföu fengð hana sumariö 1921, og er gerð grein fyrir athugunum mínúm um þaö í Læknablaðinu 1924, bls. 97—98. 2. Mænusóttin. Inflúensan var, eins og nú var sagt, um garö gengin í marsmánaðarlok. Næstu 2 mánuði, april og maí, bar ekki á farsóttum, öörum en kvefsótt og lungnabólgu lítilsháttar, og voru þess- ir tveir mánuðir og janúarmánuður einu mánuðirnir, sem kalla mátti, að heilbrigði væri sæmileg. En í júnímánuði hófst mænusóttin, sú far- sóttin, sem mestan usla hefir gert hjer, eigi aðeins á þessu ári, heldur hefir engin bráð farsótt komiö i þetta hjerað, siöan þaö var stofnað, er valdið hafi öðrum eins manndauða og fötlunum og hún. Fyrsta sjúk- linglnn, sem víst er um að haföi veikina, sá jeg 18. júní, en þá höföu a. m. k. í y2 mánuö á undan mörg börn veikst meö samskonar eða svip- uðum byrjunareinkennum og þeim, er mænusóttin haföi, en batnaö sjálf- krafa eftir 1—2 daga, og ekki borið á neinum eftirköstum; var og svo allan þann tíma, sem mænusóttin gekk, — en þaö var fram í síðari hluta ágústmánaðar, — að öllum þorra þeirra, er veiktust, batnaði á stuttum tíma, án þess að vart yrði greinilegra lamana eða annara veikinda til iangframa; var svo um fyllilega % þeirra, sem læknis var leitað til, og skráðir voru meö mænusótt. En eftir því, sem jeg hafði spurnir af, munu miklu fleiri, — a. m. k. þrefalt fleiri, aö jeg ætla — hafa veikst svona vægt, bæöi áður en mjer varð fyrst kunnugt um veikina og eftir þaö. Mun sú útbreiðsla, sem mænusóttin hafði hjer, og í fleiri hjeruðum hjer norðanlands, alveg dæmalaus hjer á landi hingað til, og, að því er jeg hygg, þótt víðar sje leitað, ef miðað er við mannfæðina hjer í samanburði við það, sem erlendis gerist. Fyrir því, og líka vegna þess, að ýmsir þeir, sem ritað hafa um mænusótt, minnast ekki á „abortiv“ tilfelli, en virðast telja þau ein áreiðanleg, er lamanir hafa í för með sjer, ætluöu sumir, að hjer væri um tvær sóttir að ræða, óskyldar, en mjer varð skjótt ljóst,

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.