Gisp! - 01.12.1991, Side 51

Gisp! - 01.12.1991, Side 51
Eins og fastir lesendur Gisp! vita var efnt til samkeppni í síðasta tölublaði um bestu útfærsluna á handriti Þorvalds Þorsteinssonar, „Fríða fríða". Þátttaka var framar vonum en hefði mátt vera betri. Það voru helst yngri lesendur blaðsins sem brugðust skjótt við enda eitt af markmiðunum að „uppgötva feimna og vel geymda snillinga." UERÐLRUNflSRM- KEPPNI GISP! Ekki það að Þórólfur Erpur Eyvindsson sé eitthvað sérstaklega feiminn. En þessi 14 ára vestur-kópavogski hipp-hoppari sem dómnefnd taldi senda inn bestu tillöguna segist ekki góður í að semja handrit og því hafi hann gripið gæsina þegar hún gispaðist framhjá. Þar sem verðlaunaúrlausnin birtist á næstu tveimur síðum höfum við ekki um hana mörg orð en bendum einungis á snjalla uppbyggingu og góða frásögn. í spjalli við Gisp! sagðist Þórólfur hafa byrjað að teikna í leikskóla, helst indjána og kúreka, og í byrjun hafi myndirnar verið stakar en farið að raðast í myndasögur þegar hann var 6 ára. Þórólfur teiknar mikið og byrjar bráðum í Myndlistarskóla Kópavogs þar sem hann vill læra meira um skugga og þrívídd. Sumum af nánustu vandamönnum Þórólfs fannst „Fríða fríða" heldur sóðaleg saga en sjálfum þótti honum handritið gott enda hændur að myndrænni notkun „ofbeldis". Áður en vammlausir lesendur af eldri kynslóðinni fara að tala um spillta æsku er rétt að benda á að ofbeldisáhugi Þórólfs er af sama toga og finna mátti t.d. hjá bandarísku listamönnunum sem teiknuðu Tomma og Jenna um og eftir seinna stríð eða í fyrstu Mad-blöðunum upp úr 1950. Þórólfur fæst við óraunverulegt ofbeldi, fyndið ofbeldi og finnst takmörk fyrir því sem sýna má og vísar þá til fleygra orða Don Martins um að í lagi sé að teikna ör í rass einhvers en ekki í auga. Þórólfur stefnir ekki í raunsæið. Fyrir utan myndasöguna býr Þórólfur til vídeó-kvikmyndir ásamt félögum sínum í Fés-film. Nýjasta myndin heitir „St-St-St-St-Stami, stamnördið," saga um fordóma og ofbeldi. í myndinni leikur Þórólfur m.a. kærustu Tóta cool. Við viljum þakka öllum þeim sem þátt tóku í keppninni. Þórólfur mun að sjálfsögðu fá áskrift í verðlaun og kleinan í höfuðstöðvum Gisp! er væntanleg en því miður er teiknari Ferdinands ekki með síma. Þórólfur Erpur Eyvindsson sigurvegari í myndasögusamkeppni GISP! B.H.

x

Gisp!

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.