Gisp! - 01.12.1995, Síða 3
e
(gisp!)
7 tbl 1995
7.
2 Silfurskottumaðurinn: Sannar sögur Steingrímur Eyfjörð
5 Poppið kveðið í kútinn! Bjarni Hinriksson, S. Lee og J. Kirby
11 Hátt og lágt Þorri Hringsson
20 Hvar er þetta?! Laura Valentino
22 Gaga og Púkó Halldór Baldursson
29 Tveir góðir Jólasveinninn (JAP)
30 Ástarfuni Freydís Kristjánsdóttir
32 Sýnishorn Ómar Örn Hauksson
36 Teddy Transformer Þorri Hringsson
38 Timber Jean Antoine Posocco
Aldarafmæli
Ef einhver þykist sjá goðsagnafuglinn mynd-
líkingahandhæga rísa úr ösku þegar þetta blað
er opnað skal ritstjórnina ekki undra. Ef kötturinn
hefur níu líf fylgir Gisp! honum fast á hæla með
amk. sjö.* Það er einbeittur vilji aðstandenda
blaðsins að samkeppnin við köttinn aukist á
næsta ári.
Frá því að fyrsta tölublaðið kom út, haustið
1990, hefur Gisp!-hópurinn ríslað við ýmislegt er
viðkemur myndasögum. Nokkur reynsla og hefð
er komin fyrir samvinnu við sýningarstaði um
myndasögusýningar og útgáfu þeim tengdúm.
Nægir þar að minna á fimmta tölublaðið og
Kjarvalsstaði 1992.
Samkvæmt bandarísku tímatali fæddist mynda-
sagan þar í landi fyrir hundrað árum. Fjarri sé
það okkur að véfengja þann listburð eða blanda
okkur í deilur gamla og nýja heimsins um land-
fræðilega staðsetningu fyrstu skrefanna. Hins
vegar er þetta afmæli þörf áminning um langa
tilveru myndasögunnar. Lengri en margan grun-
ar. Kannski ætti að bjóða henni fast sæti í
öldungadeildinni og ótakmarkaðan ræðutíma?
Það er að segja ef hún kærir sig um að hverfa úr
fjörlegri alvöru húllumhæsins í neðri deildinni.
Þegar saman fer stórafmæli myndasögunnar
og vilji margra til að sýna, gefa út og ræða
myndasöguna er nokkur von til að vel takist. Því
er það okkur sönn ánægja að kynna þetta
sjöunda tölublað Gisp! sem öðrum þræði
sýningarskrá tveggja sýninga er bera yfirskriftina
„M og M“. Efni blaðsins er þannig að nokkru leyti
helgað þessu þema, bæði í langri grein Þorra
Hringssonar og í sumum myndasagnanna, en að
öðru leyti byggir það á nýjum sögum höfunda
sem allir hafa áður birt verk í Gisp!, að einum
undanskildum, Ómari Erni Haukssyni. Hann leitar
fyrir sér vestan hafs og sagan í blaðinu er ekki
saga í hefðbundnum skilningi heldur sýnishorn
sem hann sendi nýlega hasarblaðaútgefanda.
BH
‘Athugulum lesanda sem telur síg hafa fylgst með
uppvaxtarárum Gisp! og rekurekki minni til sjötta
lífsins skal bent á Lýðveldisblað Gisp! og Eintaks sem
út kom 17. júní 1994 og ritstjórnin leyfir sér að
tölusetja eftir á.
Útgefandi: GISP! útgáfufélag, Barmahlíð 56, 105 Reykjavík, sími 5623413
Ritnefnd: Bjarni Hinriksson, Halldór Baldursson, Þorri Hringsson
Ábyrgðar- og umbrotsmaður: Bjarni Hinriksson
Filmugerð: Repró
Prentun: Prentsmiðjan Rún
Káputeikning: Halldór Baldursson
1