Gisp! - 01.12.1995, Síða 20

Gisp! - 01.12.1995, Síða 20
tilbúnar persónur eða önnur þekkt íkon úr myndasögum Ceins og t.d. „Superman“3 og innlima í eigin verk. Tilvitn- anir hafa einna ríkasta skírskotun útfyrir þann myndflöt sem þær tilheyra og í þessum flokki er oftar en ekki um að ræða tilvitnun í félagslegt samhengi myndasögunnar og/eða það sem íkonið úr myndasögunni stendur fyrir í sinni upprunalegu mynd og einnig hvað íkonið stendur fyrir þegar því hefur verið komið fyrir í öðru, listrænu samhengi og það borið á borð fyrir áhorfenda sem e.t.v. hefur ekki neina reynslu af því frá fyrstu hendi. Þess vegna verða oftastnær fyrir valinu þekkt íkon eins og „Mikki Mús“ svo tryggt sé að áhorfandinn sé strax með á nótunum. [Það þýddi lítið að nota íkon eins og „Cerebus" eða „Den" þar sem aðeins lítill hluti myndasögulesenda kannast við þá, hvaðþá unnendur alvarlegrar listar.) Listamenn sem hafa notað tilvitnanir í einhverjum mæli í verkum sínum eru menn eins og Roy Lichtenstein, Öyvind Fahlström, Andy Warhol, John Wesley, Kenny Scharf, Sigmar Polke, Milan Kunc og að sjálfsögðu Erró. Frásagnaraðferð myndasögunnar er ekki eins útbreidd birting og tilvitnunin en hinsvegar eldri og hún útaffyrir sig er ekki eins afgerandi vísun í einhverskonar sam- félagslegan veruleika myndasögunnar heldur frekar aðferð sem listamenn hafa getað nýtt sér innan síns eigin stíls. í þessum flokki er að finna listaverk eftir myndlistar- menn á borð við Öyvind Fahlström, A. R. Penck, Matta, Robert Combas, Keith Haring, Jean Dubuffet og Picasso. Einnig mætti benda á verk Hrings Jóhannessonar frá árunum 1968-1969 og Ijósmyndaverk Sigurðar Guð- mundssonar m.a. þau þar sem hann notar samhengi nokkurra Ijósmynda til að skapa eina heild. Þriðja birting myndasögunnar er í formi stíls en ákveðin stílfræðileg atriði kalla ósjálfrátt á tengsl við myndasögur eins og t.d. hinir stóru, heilu litafletir, dýptarleysi og ákveðin dökk [eða svört) útlína. Einnig eru í þessum flokki ákveðin þemu sem listamaðurinn nýtir sér í eigin íkon t.d. hin mjúku manngerðu dýr [svipað og „Mikki Mús“) eða stílfærðar ofurhetjur. Þeir listamenn sem notað hafa þessi stílbrögð eru t.d. Roy Lichtenstein [sérstaklega þar sem hann tekur verk gömlu meistaranna og snýr þeim yfir í sinn eigin myndasögustíl), Valerio Adami, Hervé Télémaque, Raymond Pettibone, Öyvind Fahlström, Hervé Di Rosa, Keith Haring, Philip Guston, Milan Kunc og Robert Combas. Því má einnig halda fram að Erró noti „stíl“ myndasögunnar er hann skipu- leggur rýmið og dýptina í sínum verkum þó hann fáist að öðru leiti við tilvitnanir. Þeir íslensku listamenn sem gengið hafa í smiðju myndasagna eru ekki margir og á lítil útbreiðsla myndasagna hér á landi örugglega stóran þátt í því. Þó eru nokkrir mjög ólíkir listamenn í þessum flokki. Fyrir utan Erró má nefna listamenn eins og Þór Vigfússon sem sýndi í Nýlistasafninu gifsstyttur af nokkrum þekktum hetjum úr myndasögum og drengjabók- menntum m.a. „Tarzan" og „Skugga". Hringur Jóhannesson sýndi í Norræna Húsinu árið 1981 eina mynd sem stakk mjög í stúf við aðrar á sýningunni og nefndist „Chip bjargar Chap" og voru þar á ferðinni íkornarnir „Chip’n’Dale" sem gegnum krókaleiðir í Danmörku [sbr. nafnið) höfðu endað í hinum mann- lausa veruleika Hrings og er það eftirtektarvert hve Hringur gengur langt í að mála þá þrívítt, þvert gegn hinni upphaflegu birtingu þeirra í myndasögublöðunum. Tryggvi Ólafsson sýndi í SÚM nokkrum sinnum málverk sem byggðust á ákveðinni samfélagsvitund og notaði hann stundum í þeim hermenn og stríðstól sem annað- hvort eru tekin úr myndasögublöðum eða stílfærð úr raunveruleika í átt til myndasögunnar. Félagi Tryggva úr SÚM, Magnús Pálsson, notaði myndasögur á mjög nýstárlegan hátt í verkum eins og „De kommer med kista og henter meg“ þar sem texti/tungumál myndasögunnar varð uppspretta hljóðverks, eða leikrits þar sem raddir mætast í síbylju. Helgi Þorgils Friðjónsson hefur alla tíð verið undir áhrifum frá stíl og frásagnaraðferð myndasög- unnar og kemur þetta einna skýrast fram í þeim verkum sem hann gerir í kringum 1979, jafnt í málverkum, teikn- ingum, grafíkmyndum og bókum og hafa þessi áhrif loðað við verk hans allt fram á þennan dag, þótt þau hafi þróast í átt til meiri þrívíddar og symbólisma. í upphafi 8. áratugarins vann Kristinn G. Harðarson m.a. grafíkmyndir beint upp úr myndasögublöðum. Ómar Stefánsson var einn höfunda og útgefenda myndasögutímaritsins Band- orms og í myndum hans eru má oft sjá áhrif frá mynda- sögum. Daði Guðbjörnsson hefur oft tekið fyrir klisjur úr samtímalistinni og sett þær í skoplegt samhengi m.a. með tilvitnunum í myndasögufígúrur og einnig hefur teikni- myndasöguhetjan „Bleiki Pardusinn” verið honum mjög hugleikinn sérstaklega í kringum áriðl984. Hallgrími Helgasyni myndlistarmanni, rithöfundi og skopmynda- teiknara hefur gengið einna best íslenskra listamanna að sameina alla þessa þætti í sínum verkum og Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson hefur lengi gert myndasögur og listaverk samhliða og oft má sjá skírskotanir frá mynda- sögum í hinni fjölbreyttu listsköpun hans. Á síðustu árum hafa veggskreytingar eftir Jóhann Torfason, Halldór Baldursson og Þórarinn Leifsson, víða um Reykjavík verið undir miklum áhrifum frá myndasögum bæði í stíl og í formi tilvitnana en þeir hafa einnig sem sjálfstæðir lista- menn verið ötulir að tileinka sér áhrif frá þessum einkennilega miðli. Það er hreint ekki undarlegt þar sem samhliða annari listsköpun hafa þeir einnig verið atkvæðamiklir myndasöguerðarmenn. Sérstaklega eru skúlptúrar Jóhanns Torfasonar mjög eftirtektarverðir og um margt án hliðstæðna í íslenskri listasögu. ^ULA-JÍð Afi MYNDÚ9TA^M6NNUMUM S&M\ MA'LA AKIRAKTWNOIR. U UMDA A>VÍFRAM A „pow- og mafí EitTrtvaa 3ALm.iT s INWTAK-l CERÍÐ 4RÍN AÐ Ri'mOTUNUNUH SEM CEIÁ EKRi' qWUFAÐ UtA ÁNNAO EN SÍTT EtCVÐ ÍNMÍHAV-DSAAUSA U\F- TRSTÍÐ A , SKAIOÍN 9EM KUNNA AÐ YRJ<jA- 04 l > ^TA9\NN VEU-A UPFUP- VEÍM TLóTT J ÍNNANTDM, ORB £\N^04 „ ORfcYRj'1 04 / \ llt:E'l4EAK.U?:, OJJEAKA^A W\ T—j/ 18

x

Gisp!

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.