Gisp! - 01.10.1999, Blaðsíða 10
Lok aldarinnar hafa verið uppgangstími fyrir
finnskar myndasögur.
ein fyrirmyndin sem margir hafa þegar fylgt á
eftir, svo sem höfundarnir sem standa að Napa-
Ubu- og Lonkka-safnritunum.
Þeim sögum hefur fjölgað sem birtast í dag-
blöðum og tímaritum. I mörgum blöðum hafa
nýjar myndasögur, svo sem Pienia julmia tarinoita
eftirTimppa Mákelá og Viivi jaWagner eftir Juba
Tuomola orðið alþekktar og vinsælar hjá alm-
enningi. Það er gamalt morgunritúal að lesa
myndasögur blaðanna með kaffinu, nú eru pers-
ónuleg örlög í innlendri myndasögu morgunsins
orðin eitt af umræðuefnum dagsins.
Afstaðan til þess að gefa út teiknimyndasögur
hefur einnig snúist gjörsamlega við. Fyrir tíu
árum voru innlendar myndasögubækur sjald-
séðar. Nú eru á hverju ári gefnar út um eða yfir
tuttugu slíkar bækur — jafnvel fleiri en erlendar.
Á listanum yfir tíu mest seldu bækur gat verið
þýdd myndasaga en nú er myndasagan innlend,
Naisen kansa eftir Sillantaus, Rosse og Gylling .
Að vissu leyti sýnir þetta líka hvernig
lesendahópur myndasagna hefur þróast. Ekki er
lengur neinn einn samstæður lesendahópur sem
hægt er að bjóða eina ákveðna gerð mynda-
sagna.
Myndasagan er einn persónulegasti miðillinn.
Hún krefst ekki mikilla fjárfestinga og þess
vegna er einnig auðvelt fyrir höfundinn að grípa
það sem honum er næst. Þegar slíkar bækur
seljast vel er það dæmi um að hið smáa og
hversdagslega hefur náð að birta dýpri
merkingu sína sem hið algilda.
Höfundar nýju myndasögunnar eru meðvitaðir
um frásagnarhefð myndasögunnar. Jafnframt því
eru þeir samt tilbúnir að slíta sig frá henni í
krafti myndauðgi sinnar. Myndasagan hefur
reynst sveigjanlegur tjáningarmiðill.
Myndasögur þessa áratugar hafa einnig haldið
innreið sína svo um munar á gallerí og sýningar-
sali. Myndasagan er ekki fullgerð fyrr en hún er
prentuð en tilvist frummyndanna minnir á
hvernig myndasagan er upphaflega sköpuð.
Finnskar myndasögur hafa einnig verið á sýning-
um erlendis en stærsta sýningin hingað til
verður sett upp í sumar (1999) í nýlistasafninu
Kiasma. Á sýningunni, sem dregur nafn sitt af
myndasögu Jenni Rope, Kenelle soittaisin seu-
raavaksi?, verða sýnd verk næstum fjörutíu
myndasöguhöfunda frá því 1990 og síðar.
Undanfarinn áratug hefur aukist úrvalið fýrir þá
sem lesa myndasögur en staða höfunda hefur
einnig batnað. Meðal annars hefur Finnska
myndasagnafélagið, sem heldur Myndasagna-
hátíðina í Helsinki, haldið velli sem traust félag
og í kjölfar þess að myndasagnahöfundar
mynduðu félag sitt hefur loks orðið til fagfélag.
Myndasagnahöfundar hafa á síðustu árum tekið
mikilvæg fyrstu skref.
Petri Kemppinen
Öflug sókn ungra myndasagnahöfunda er þróun
sem kom fram á þessum síðasta áratug aldar-
innar.Traust myndlistarmenntun skín í gegnum
verkin og margir höfundar, sem leita að pers-
ónulegum stíl, hafa fundið teikningaröðina sem
miðil sem má nota til að segja sögur. Hópurinn í
kringum Sarjakuvastin um miðbik áratugarins er