Gisp! - 01.10.1999, Blaðsíða 11
Tomi Riionheimo
Myndasögur gefnar út á
eigin forlagi í Finnlandi
Myndasagnahöfundarnir Kati Rapia og Karri
Laitinen tala um gildi einstakra myndasagna í
þróun og gerð finnskra myndasagna. Þau
bregða Ijósi á tengslin milli eigin forlaga lista-
manna, litilla útgáfufyrirtækja og stórra for-
laga sem gefa út myndasögur. Það að gefa út
myndasögur á eigin forlagi er ekki endilega
málamiðlun á leiðinni inn í stóru forlögin
heldur önnur leið til að koma myndasögum
á prent. Rapia og Laitinen sýna og skýra með
skyggnum finnskar eiginútgáfur og segja
sérstaklega frá þeim verkum sem þau hafa
sjálf gefið út, blaðinu Lonkka, sem Rapia gaf
út, og myndasögunum Kraana sem Laitinen
hefur gefið út.
Myndasögur á netinu:
Netsíður Lonkka:
www.mlab.uiah.fi karlaiti/lonkka/
Aðrar finnskar síður:
www.sci.fi/~evilO/napa/
www.kaapeli.fi/~sarjaks/matrikkeli/
Myndasöguteiknarinn, kvikmyndagerðarmaður-
inn og grafíklistamaðurinn Tomi Riionheimo
teiknar aðallega eftir handritum annarra en öll
verk hans fjalla á róttækt gamansaman hátt um
gleði og áhyggjur i samskiptum kynjanna. Þekkt-
asta myndasaga Riionheimos er Rieku ja Raiku
(Gargi og Góli) eftir handriti Jaris Lehikoinens,
skopstæling á hinni klassísku, finnsku mynda-
sögu Kieku ja Kaiku (Gaggi og Gali). Ævintýri
hanaunganna tveggja hófust árið 1996. Núna
gagga þeir líka og tala í hendingum sem vin-
sælar persónur í teiknimyndum.Teiknimynd-
irnar, sem voru fýrst sýndar i kvikmyndahúsum
en hafa nú verið sýndar í sjónvarpinu, hafa
skapað eins konar Rieku ja Raiku-tísku hjá full-
orðnum sem eru ungir i anda.Teiknimyndirnar
sýna á galsafullan hátt vitjunartíma unghana og
þrá hvers hana til hænu.Teiknimyndirnar hafa
hlotið góðar undirtektir á fjölmörgum alþjóð-
legum hátíðum þar sem þær hafa verið sýndar
með enskum textum. Riionheimo hefur tekið
þátt í samsýningum í Finnlandi, Svíþjóð og Mið-
Evrópu og einnig haldið einkasýningar í Þýska-
landi.
Undir dulnefninu Pekkajokinen hefur
Riionheimo stjórnað, tekið upp og klippt tón-
listarmyndbönd og gert hljómplötur með
mörgum finnskum hópum. Frá árinu 1994 hefur
Riionheimo ásamt með Hannu Lajunen verið
hirðlistamaður humppa-samtakanna
„Lífeyrisþeganna". Hann er einnig meðeigandi
að hljómplötuversluninni Levy-Eskot í Joensuu.
Riionheimo hefur kennaramenntun í líffræði og
landafræði.