Fjarðarfréttir - 01.12.1969, Blaðsíða 5

Fjarðarfréttir - 01.12.1969, Blaðsíða 5
FjarSarfréttir 5 arfirði, og kann að vera, að hún hafi verið fóstruð af nöfnu sinni. Þó getur vel verið, að hún hafi ekki komið að vestan fyrr en eftir lát föður síns 1790 og síðar en móðursystir hennar. Um þessar mundir var Hafnarfjörður lítt byggður, en þó voru þar örfá kot fiskimanna og allstór verzlunarhús úr timbri á tveimur stöðum, gömlu dönsku verzlunarhúsin og ný hús, Flensborg, sem reist munu hafa verið kringum 1793. 1799 gerðist Guðmundur Þórðar- son verzlunarstjóri í Flensborg. Hann var sonur fátæks bónda á smábýlinu Holti við Bæ í Hrútafirði, en hafði gerzt bóndi í Snæfellsnessýslu og kvænzt þar ungri konu, Steinunni, dóttur Helga Guðmundssonar, bónda í Hrútsholti, á Ökrum og víðar þar um slóðir. 1793 varð Guðmundur tukthúsráðsmaður í Reykjavík, sennilega fyrir atbeina Ólafs stiftamtmanns Stefánssonar, en þaðan lá leið hans í Hafnarfjörð. Dó Guðmund- ur í Hafnarfirði nokkru eftir aldamótin úr „forrotnunarfeber og gulu“, en Stein- unn, kona hans, giftist aftur Brynjólfi Sívertsen, dómkirkjupresti í Reykjavík. Meðal barna þeirra Guðmundar og Steinunnar var Helgi G. Thordersen biskup. Meðal þess fólks, sem Guðmundur hefur fengið til starfs við verzlunina, var Árni Helgason, bróðir Steinunnar, og átti hann síðan alla ævi heima í Hafnar- firði, unz hann drukknaði í fiskiróðri við fjórða mann 8. apríl 1839, líklega 75 ára að aldri. Árið 1801 var Ingibjörg Ólafsdóttir, systurdóttir Ingibjargar Markúsdóttur, komin á heimili þeirra Guðmundar og Steinunnar og kölluð þarnagæzla, 26 ára gömul. Meira mun þó hafa búið und- ir, því að þetta haust voru þau gefin saman, „eftir þrjár lýsingar", Ingibjörg og Árni Helgason. Fyrsta barn þeirra fæddist sumarið 1802 og síðan hvert af öðru — oftast barn á hverju ári. 20. marz 1807 fæddist þeim drengur, sem skírður var Ólafur, en svo hafði einnig heitið barn, er þau áttu tveimur árum áður, en dó fárra daga gamalt. Árni Helgason virðist mjög lengi hafa unnið hjá Flensborgarverzlun, enda gerðist þar verzlunarstjóri nokkrum ár- um eftir fráfall Guðmundar Guðbrandur Stefánsson, er átti Ástríði Guðmunds- dóttur Þórðarsonar að konu. Hefur Árni því notið við á köflum náinna ættmenna eða venzlamanna. III. Nú skulum við aftur víkja að grónu leiði íslendingsins í grafreitnum í Klat- tau í Tékkóslóvakíu. Sá, sem þar hvílir, er nefnilega enginn annar en Ólafur, sonurÁrna Helgasonar utanbúðarmanns í Flensborg, og Ingibjargar Ólafsdóttur frá Hjarðardal. Fátækum pakkhúsmannssyni í Hafn- arfirði hafa sennilega ekki verið opnar margar dyr til frama á þessum tímum. Á hinn bóginn voru starfsmenn verzlun- arinnar öðrum fremur í snertingu við umheiminn, og iðnaðarnám þótti álitlegt fyrir 130—140 árum. Þá voru fáir íslend- ingar iðnlærðir, og þeir, sem heim komu að loknu slíku námi, voru í stórum meiri metum en almenningur. Árið 1808 var Tómas Bech til dæmis einn gildislærðra söðlasmiða í Reykjavík. Var nú það ráð tekið að senda Ólaf Árnason utan til iðnaðarnáms. Það er sennilega haustið 1821, að Ólafur stígur á skipsfjöl í Hafnarfirði, fjórtán ára að aldri. Förinni er heitið til kóngsins Kaupmannahafnar, og erindið þangað er að stunda söðlasmíðanám. Er ekki ólíklegt, að það hafi þótt mikil ákvörðun og djörf að senda barn eitt síns liðs til fjarlægs lands til langdvalar með erlendu fólki, þótt gera megi ráð fyrir, að eigendur Flensborgarverzlunar eða einhverjir af áhöfn kaupskips henn- ar hafi heitið foreldrunum tilsjón með drengnum. Iðnnámið var harður skóli í byrjun nítjándu aldar, nemendurnir í rauninni þrælar húsbænda sinna og þeim bundnir að öllu leyti, unz náms- tíma lauk. En lífið hér á Suðurnesjum var svo harðsótt í þá daga, að fólki hef- ur ekki stórum blöskrað ánauðin við iðn- námið. Nú segir ekki af námi Ólafs í Kaup- mannahöfn. En vitað er þó, að hann lauk því. Ekki hafði hann þó svalað út- þrá sinni, svo sem hann fýsti, með veru sinni í Kaupmannahöfn. Eftir sex ára dvöl í Höfn hélt hann suður til Þýzka- lands með heldur léttan sjóð. Var þá ekki ótítt, að iðnaðarmenn færu þannig á flakk, gengju jafnvel milli borga og ynnu um stund, þar sem atvinna bauðst, langan tíma eða skamman eftir því, sem þeim bauð við að horfa og vistin var þeim geðfelld, en hétdu síðan áfram til næsta áfangastaðar. Veturinn 1829 barst dönskum stjórn- arvöldum bréf frá Altóna á Þýzkalandi, sem nú er útborg Hamborgar. Var frá því skýrt, að þar hefði um skeið legið sjúkur söðlasmiður einn frá íslandi, Ól- afur Árnason, og hefði ekki getað greitt legukostnaðinn að fullu. Skuldin nam tólf spesíum, og vildi borgarstjórnin fá þetta endurgreitt. Sumarið 1829 fékk stiftamtmaðurinn á íslandi bréf frá kansellíinu í Kaupmannahöfn um þessa skuld. Stiftamtmaðurinn skrifaði sýslu- manninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu, og sýslumaðurinn skrifaði hreppstjóran- um i Álftaneshreppi. Var þá loks komið á leiðarenda vandamál þessa Hafnfirð- ings, sem haldið hafði út í heiminn. En vandamenn piltsins í Hafnarfirði reynd- ust ekki færir um að greiða skuldina sökum fátæktar, og þá hófust að nýju bréfasendingar frá einum embættis- manninum til annars, unz loks hefur tek- izt að ákvarða, hver greiða skyldi skuld- ina, ef pilturinn hefur þá ekki verið bú- inn að vinna hana af sér sjálfur, löngu áður en embættismennirnir höfðu áttað sig til hlítar á málinu. Þetta óhapp í Altóna hefur þó ekki unnið bug á farandhneigð Hafnfirðings- ins. Hann hefur haldið uppteknum hætti, farið borg úr borg, land úr landi og kannað ókunna stigu. Hann ber stöðugt lengra og lengra frá litla kaupstaðnum undir hraunbrúninni, þar sem hann átti uppruna sinn. Enn liðu sex ár. Árið 1835 er Ólafur Árnason staddur í Klattau í Tékkó- slóvakiu, er hann tekur sótt, líkt og í Altóna forðum. En nú brestur hann ekki fé til að greiða þann kostnað, sem af legu hans hlýzt. Honum hefur fénazt á ferðum sínum um Mið-Evrópu. En hér stoða ekki fjármunir. Sóttin elnar, og hinn 25. dag ágústmánaðar lokast í hinzta sinn augu þessa 28 ára gamla íslendings, sem dvalizt hafði helming sinnar stuttu ævi í framandi löndum, fjarri ættjörð og foreldrahúsum. IV. Gömlu hjónin í Hafnarfirði höfðu byggt sér dálítinn bæ í grennd við Ham- arinn. Hann var kallaður Árnabær. Þar eira þau í elli sinni. Þau renna ekki grun í, að þetta ágústkvöld hnígur sólin til viðar yfir önduðu líki sonar þeirra aust- ur í sviphýrum sveitum Bæheims. — Seint er um langan veg tíðinda að spyrja. Svo líða þrjú ár. Þá er það, einmitt í ágústmánuði, að gömlu hjónin í Árnabæ fá spurnir af því, að þau eigi peninga hjá yfirvöldunum. Þegar betur er eftir grennslazt, vitnast það, að þréf eru komin af fjarlægum löndum og segja íslenzkan söðlasmið, Olav Arnesen, dá- ið hafa í Bæheimi sumarið 1835, mikinn ferðalang. Peningarnir voru arfur eftir hann. Þessi arfur hafði seint um síðir komizt í hendur danska sendiherranum ©AUGLÝSINGASTOFAM Ttmm Yokohama snjóhjólbarðar Með eða án nagla Fljót og góð þjónusta HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN GARÐAHREPPI DUMA Auðbrekku 59 - Kópavogi Sími 42400 Hafnfirðingar! Það er í DÚNA, sem þið gerið hagkvæmust kaupin og komizt að beztu skilmálunum. • Höfum allar tegundir af úrvals húsgögnum HafnfirSingar! ÞaS er stutt aS fara í DÚNA Það er hollt að sofa í góðu rúmi. Rúmin fást í DÚNA Það er notalegt að sitja í góðum stól. Stólarnir fást í DÚNA Það er þægilegt að skrifa við gott borð. Skrifborðin fást í DÚNA Það er ánægjulegt að bjóða gestum sínum í fallega stofu. Stofuhúsgögnin fást í DÚNA

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.