Fjarðarfréttir - 01.12.1969, Blaðsíða 13

Fjarðarfréttir - 01.12.1969, Blaðsíða 13
Fjarðarfréttir 13 HafnarfjarSarhöfn áSur en hafnargarSarnir voru byggSir. annálum og biskupasögum. Mér þykir líklegt að orsökin fyrir þessu sé meðal annars sú, að lítil byggð hafi verið hér við fjörðinn í þá tíð. Það hefur verið talin ein höfuð- ástæðan fyrir því að Islendingar misstu sjálfstæði sitt og játuðust undir Gamla sáttmála 1262, að skipastól þeirra hafi hnignað svo mikið, að þeir hafi ekki sjálfir get- að annazt flutninga til landsins. Samkvæmt Gamla sáttmála áttu að sigla hingað út 6 skip árlega, en mjög oft varð misbrestur á þessu. Af þessu sést einnig, að ekki er að vænta mikillar skipakomu til Hafn- arfjarðar á þessu tímabili. I upphafi 15. aldar hefja Eng- lendingar kaupsiglingar hingað og fiskveiðar, og hefst þá nýtt tírna- bil í sögu Hafnarfjarðar. Líklegt er talið, að árið 1413 hafi fyrsti enski kaupmaðurinn komið til Hafnarfjarðar, en strax tveim árum seinna, eða 1415, er sögð mikil erlend sigling hingað til Hafnarfjarðar. Þá lágu hér 6 skip frá Englandi um sumarið. Talið er að Hafnarfjörður hafi verið aðal- höfn enskra kaupmanna hér við land. Flestir eru hinir ensku kaup- menn í Hafnarfirði taldir vera frá Hull. Margur frægur maðurinn hefur siglt héðan úr firðinum utan eða stigið hér fyrst á land úr utanferð. Árið 1430 steig hér fyrst á land af ensku skipi Jón biskup Gerreks- son, en sá maður hefur orðið fræg- ur að endemum, bæði hér heima og erlendis. Þrem árum seinna sauð upp úr hjá Islendingum vegna of- stopa Jóns biskups og manna hans og voru þeir drepnir sumarið 1433, sem frægt er orðið. Árið 1473 hefst samkeppni milli Englendinga og Hansakaupmanna um Hafnarfjörð. Einnig hefjast á þessum tíma kaupsiglingar hingað frá Hollandi. Þessari baráttu milli Englendinga og Hansakaupmanna lauk með því, að Englendingar voru flæmdir burt héðan. Hansa- kaupmenn, og þeir aðallega frá Hamborg, héldu svo verzluninni hér í Hafnarfirði nær óslitið í um 130 ár, eða til 1603, en árið áður hófst einokunarverzlun Dana hér á landi. Um svipað leyti lagðist nið- ur verzlun í Straumi og Vatns- leysuvík. Verzlunarstaður Hansakaup- manna var staðsettur í suðurhöfn- um við Oseyri. Þeir virðast hafa búið vel að sér hér og létu meðal annars gera hér kirkju árið 1537 og hefur það líklega verið mjög vönd- uð kirkja, því hún var sögð með koparþaki. Verzlunarhús Hansakaupmanna, og þá líklega kirkjan með, voru rif- in niður samkvæmt konungsfyrir- skipan árið 1608. Þegar einokunarverzlun Dana hófst, skipti mjög til hins verra fyr- ir íslendinga, eins og öllum er kunnugt. Árið 1677 er verzlunarstaður ein- okunarverzlunarinnar fluttur norð- ur fyrir fjörðinn, en hann hafði staðið á Hvaleyrargranda, líklega rétt við Skiphól, og má ætla að ástæðan fyrir flutningi þessum hafi verið sjávargangur á grandanum. Einokunartímabilið var jafnt fyr- ir Hafnfirðinga sem aðra íslend- inga hörmungatíð, og eru ótal margar sögur til um viðskipti ís- lendinga og Dana á þessum tíma, og eru þær fæstar Dönum né oss ánægjulegar til endurminningar, og verða þær ekki raktar hér. Undir lok einokunarverzlunar- innar á íslandi, þ. e. í tíð konungs- verzlunarinnar, nákvæmlega tiltek- ið árið 1759, var verzlun í Hafnar- firði lögð niður og viðskiptin flutt í Hólminn við Reykjavík. Var þetta gert í þeim tilgangi að spara mannahald við konungsverzlunina. Ári seinna, eða 1760, var þó verzl- un í Hafnarfirði endurreist. Þær urðu lyktir á einokunar- verzluninni að árið 1786 var verzl- un á Islandi gefin frjáls öllum þegnum Danakonungs, en upp úr því fór hagur íslendinga að batna. Árið 1794 kemur Bjarni Sívertsen til Hafnarfjarðar og tekur hér verzl- un. Brautryðjendastörf þessa frá- bæra, djarfa og hamingjusama at- hafnamanns í þágu Hafnarfjarðar og í rauninni alls Islands eru ómet- anleg. Bjarni rak hér mikla verzlun og útgerð. Hér vil ég rétt aðeins minna á eitt brautryðjendastarf hans, en það var í skipasmíði, er hann lét byggja hér í Hafnarfirði um 1803 fiski- og flutninga-jakt, sem hann nefndi Hafnefjords Pröv- en. Skip þetta var að vísu ekki stórt, 18 álnir og 21 þumlungur á milli stafna, en reyndist vel og dugði Bjarna lengi. Á 19. öldinni voru hér margir ágætir athafnamenn, framsýnir og dugmiklir, sem allir stuðluðu beint og óbeint að tilveru og uppbygg- ingu Hafnarfjarðarbæjar og um leið hafnarinnar. Flestir þessara manna, einkum þó þeir er lifðu á síðari hluta 19. aldar, munu enn vera fullorðnum Hafnfirðingum vel í minni, en of langt yrði að fara að tala um þá hér. Skýrslur eru til um siglingu frá útlöndum til Hafnarfjarðar á nær hverju ári frá 1856 til 1907. Á þessu 51 ári komu 435 skip til Hafnar- fjarðar eða að meðaltali 9 skip á ári. Að sjálfsögðu voru skip þessi mjög misstór. Var stærsta skipið 3202 smálestir, en það minnsta 167 smálestir. Eg hefi nú farið í stórum stökk- um yfir sögu hafnarinnar og byggð- arlagsins hér við fjörðinn fram að þeim merku tímamótum, að Hafn- arfjarðarbær fékk kaupstaðarrétt- indi og var skilinn frá Garða- hreppi, en það var 1. júní 1908. Eitt af því fyrsta, sem hin nýja bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók sér fyrir hendur árið 1908, var að semja frumvarp til hafnarreglugerðar fyr- ir Hafnarfjarðarhöfn. Reglugerð þessi var staðfest með nokkrum breytingum af stjórnarráðinu og tók hún gildi 1. janúar 1909. Þessi reglugerð var stutt og ófullkomin, þar sem engin reynsla var fyrir hendi um samning slíkrar reglu- gerðar og voru endurbætur því fljótt nauðsynlegar. Fyrstu endur- bætur á hafnarreglugerðinni voru gerðar strax 1911, svo aftur 1913 og 1915. Næstu mikilvægar breytingar voru gerðar 1930, en svo ekki aftur fyrr en 1950, svo 1960. aftur 1966 og síðast nú í ár, en þá varð breyt- ing á gjaldskrá. Enn mun þurfa að breyta reglugerðinni vegna tilkomu hafnarinnar í Straumsvík. Hin fyrsta hafnarnefnd var kjör- in af bæjarstjórn líklega 1908. Fyrsti bókaði fundur nefndarinnar var haldinn 9. september 1909, fyr- ir réttum 60 árum, eins og ykkur er nú kunnugt. í þessari fyrstu hafn- arnefnd áttu þeir sæti: Magnús Jónsson bæjarstjóri, Ágúst Flygen- ring og Sigfús Bergmann. Ég vil leyfa mér að segja það hér, að jafn- an síðan hafa ágætis menn átt sæti í hafnarnefnd og síðar hafnarstjórn, menn, sem unnið hafa fyrir bæjar- félag sitt af dugnaði og ósérhlífni. Kosning fyrstu hafnarnefndar- innar var upphafið að skipulegum rekstri hafnarinnar og uppbygg- ingu hafnarmannvirkja hér við fjörðinn á vegum bæjarfélagsins. Upphafið að þeim miklu og öru framförum, sem orðið hafa hér við fjörðinn síðastliðin 60 ár. Hér í Hafnarfirði, þar sem höf- uðatvinnuvegurinn er sjávarútgerð, varðar miklu að skilyrði fyrir þeim atvinnurekstri séu sem bezt. Eitt þeirra meginskilyrða er örugg höfn. Sjávarútvegurinn er höfuðgrund- völlur undir hag bæjarfélagsins, eins og reyndar íslenzku þjóðar- innar allrar. Hafnarnefnd og bæjarstjórn hafa ætíð gert sér þetta ljóst, og því hefur ætíð verið unnið ötullega að uppbyggingu hafnarinnar. I því sambandi hefur bæjarfélagið notið góðrar og vinveittrar aðstoðar, fyrst landsstjórnar og landsverkfræðings og nú síðast ríkisstjórnar og hafnar- málastofnunarinnar. Vil ég hér færa ríkisstjórn íslands ,ar®urinn var lengdur meS innrásarkerjum frá Hollandi.

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.