Fjarðarfréttir - 01.12.1969, Blaðsíða 19

Fjarðarfréttir - 01.12.1969, Blaðsíða 19
Fjarðarfréttir 19 Þœttir úr sögu íþrótta í Hafnarfirði (Framh. af bls. 11) Einn milliríkjakappleik háði félag þetta. Það var við liðsmenn af varðskipinu „islands Falk“. Heyrt hef ég að Kári hafi tapað með 4 mörkum gegn 0. Síðan Kári haslaði sér völl og ruddi I Víði- stöðum hefur sú hugsjón lifað meðal íþróttaunnenda, að í Vlðistöðum mætti upp rísa íþróttaleikvangur fyrir hafn- firzka æsku. Óvíða getur að líta glæsi- legra svæði en einmitt í Víðistöðum. 1912 fluttist hingað til bæjarins ungur maður, nýkominn frá prófborði í Kenn- araskóla íslands, Bjarni Bjarnason. 1913 fór hann til Kaupmannahafnar og 1914 tók hann próf frá Statens Gymnastik Institut. Heim kominn um haustið gekkst hann ásamt mörgum öðrum ungum mönnum fyrir stofnun glímufélags. Það hlaut nafnið „Glímufélagið Sköfnungur". Seinna nefndist það „Iþróttafélagið Sköfnungur“. Félag þetta starfaði af miklum krafti framan af. Bæði var iðkuð leikfimi og þó sérstaklega glíma. 1916, um haustið, gekkst það fyrir fiokkaglímu í þremur flokkum: 3. flokkur: undir 60 kg, 2. flokkur: undir 70 kg og 1. flokkur: 70 kg og þyngri. Kappglíma þessi fór fram í desember og vakti mikla athygli. Sigurvegarar í flokkunum urðu: Jón Guðmundsson í 1. flokki, Eyjólfur Krist- insson i 2. flokki og Helgi Nikulásson í 3. flokki. Verðlaun fyrir glímufegurð hlaut Guðmundur Einarsson (Borg). í febrúar 1917 var svo efnt tii kapp- glímu, Skjaldarglímu, með þátttöku allra, léttra og þungra. i þeirri glimu- keppni sigraði Jón Árnason. Lagði alla keppinauta sína að velli, þá 17 ára að aldri. Allan þennan tíma var Bjarni Bjarnason kennari og leiðbeinandi þessa félágs. Ég hygg það sé ekki of- mælt þó sagt sé, að sjaldan hefur fé- lagshópur dáð meir kennara sinn og leiðtoga en þessi hópur Sköfnunga dáði Bjarna Bjarnason. Og um þennan hóp hefur Bjarni Bjarnason sagt: „Mikið elskaði ég þessa pilta“. En stríð og dýrtíð batt enda á vöxt og framgang þessa félags. Það hætti störfum 1918. Þeir voru ekki fjölþættir möguleik- arnir til þátttöku í íþróttamótum á þess- um árum. 1906 hefst islandsglíman á Akureyri. 1909 er boðað til míluhlaups á þjóðhátíðinni í Reykjavík. 1911 hefjast Knattspyrnumót ísiands og Alisherjar- mót í frjálsíþróttum. Stofnað er til Nýárs- sundsins um sama leyti. islandsglíman flytzt suður á land 1909. Þótt ekki væri fjölskrúðugra um iþróttamót en hér er rakið, urðu þó menn héðan út Hafnar- firði til þess að fara og taka þátt i íþróttamótum. 1909 fóru tveir menn til þátttöku í míluhlaupinu — frá Árbæ og niður á brú yfir Lækinn í Reykjavík. Jóel Ingvarsson varð þriðji og Árni Helgason fimmti í mark. 1910 tók Jóel enn þátt í Míluhlaupinu og varð annar, næstur á eftir Sigurjóni Péturssyni glímukappa. Á nýársdag 1913 sté Hafnfirðingur á reiðhjól sitt snemma morguns og hjólaði til Reykjavíkur. Klukkan 10.00 skyldi Nýárssundið fara fram. Hafnfirðingur þessi varð annar í röðinni, næstur á eftir Erlingi sundkappa Pálssyni. Hafn- firðingur þessi var Bjarni Bjarnason. Þennan vetur fór Bjarni hvern einasta dag í sjó og synti veturinn út. 1918, 1919, 1920 og 1921 tók Bjarni Bjarna- son þátt í islandsglímunni og var ætíð meðal hinna fremstu. 1921, við kon- ungskomuna, glímdi Bjarni fyrir konung á Þingvelli, með ágætum árangri. Lagði hann að velli þáverandi glímukonung íslands. Þegar þess er gætt, að langflestir þeir, sem stund lögðu á íþróttir fyrstu tvo áratugi aldarinnar hér í Hafnarfirði, voru verkamenn og sjómenn, þá má undrast hve mikið var að gert að halda uppi íþróttastarfsemi hér í Firðinum. Eins og að líkum lætur voru oft miklar eyður í starfseminni og ár og ár, sem alveg voru dauð. En alltaf urðu einhverj- ir til að veita þessu góða málefni, íþróttahreyfingunni, lið. Vonandi verður góðfús lesandi lítið eitt fróðari um þessi mál að enduðum lestri þessa pistils. Vetrardvöl í Austurvegi (Framh. af bls. 9) egi hlynntari okkur islendingum heldur en mörgum öðrum Norðurlandaþjóðum. íslendingum gekk t. d. mjög vel að fá húsnæði og öll fyrirgreiðsla I þeirra garð virtist veitt með vinsemd og ánægju. Það má að lokum geta þess, að Norðmenn eru líklega eina þjóðin í heiminum, sem kennir nútíma íslenzku í skólum sínum.

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.