Fjarðarfréttir - 01.12.1969, Blaðsíða 11

Fjarðarfréttir - 01.12.1969, Blaðsíða 11
Fjarðarfréttir 11 GfSLI SIGURÐSSON: 1871 eða þar í kring hef ég heyrt að fyrst hafi verið stofnað íþróttafélag hér í Hafnarfirði. Félag þetta nefndist: Skot- félag Hafnarfjarðar. Verzlunarmaður að nafni Edvard Biering var þá hér við störf í Hafnarfirði, en hann varð síðar tengdasonur H. A. Linnets. Hann mun hafa verið aðalhvatamaður að stofnun þessa félagsskapar. Þetta var um svip- að leyti og Skotfélag Reykjavíkur var stofnað. Skotfélagið hafði skotæfingar á Hörðuvöllum, aðallega að sumri til. Not- aður var gríðarmikill framhlaðningur (úr Þrjátíu ára stríðinu!. Út á Völlunum var hlaðin þúfa undir byssuna, en skot- markið var við Einbúa, klettinn, sem nú stendur við hlaupabrautina. Féagið mun ekki hafa starfað nema þau ár, sem Biering var hér. Ég hef heyrt að eitt haust hafi verið efnt til skotkeppni. Sú keppni fór fram í Knudtzons-pakkhúsi, samtímis einu Pakkhúsballinu, sem haldið var. Biering varð sigurvegari. Biering mun hafa flutzt héðan til Borgar- ness, en þar var hann lengi verzlunar- stjóri. Að líkindum hefur verið efnt til bændaglímu hér í Firðinum, eins og víða var siður í sjóplássum, þar sem ungir menn voru saman komnir. Böðvar bakari Böðvarsson sagði mér frá einni slíkri bændaglímu. Voru þátttakendur allir ungir menn, bæði vestan lækjar og sunnan. Þegar þeir voru að vaxa hér úr grasi Zimsensþræður og Proppébræður efndu þeir til glímuæfinga og bænda- glímu á mölinni, þar sem seinna var nefnd Einarsmöl. Þetta var bændaglíma milli vesturbæjar og suðurbæjar. Skiptin fóru fram um Lækjarbrúna, sem var á Malaroddanum. Var oft hart sótt og var- izt í þessum bændaglímum piltanna. Við burtför Zimsensbræðra munu bænda- glímur þessar hafa lagzt niður. En áfram héldu strákarnir við að fara í eina Bröndótta þegar þeir hittust á förnum vegi. Á þessum árum var kirkju- sókn mikil. Fóru bæði ungir og gamlir til kirkju. Var þá oft efnt til bændaglímu eftir messu. Svo sagði mér Jón heitinn Einarsson, að eitt sinn, er hann var við Bessastaðakirkju, var hann fenginn til að glíma við annan pilt af Álftanesi, Jón Hinriksson frá Brekku. Svona mun það hafa verið, að menn og tápmiklir piltar hafa tekið saman og reynt með sér. Um eiginlegan félagsskap mun ekki hafa verið að ræða varðandi íþróttir. Um nokkurt árabil efndu stúkurnar Daníelsher og Morgunstjarnan til glímu- æfinga í Góðtemplarahúsinu. Magnús Th. S. Blöndal trésmíðameistari mun hafa verið forgöngumaður um þetta, en hann var forgöngumaður hér í Firðinum um margs konar félagsmál í meira en hálfan annan áratug hér í bæ. Gott ef hann var ekki stofnandi beggja stúkn- anna. Það voru að sjálfsögðu ungir menn, sem glímuna stunduðu. Æfingar voru frá því í október og fram til vertíð- ar, eða fram í febrúar, marz. Líkiega hafa það verið bændaglímur sem þarna fóru fram. Þá var strax í upphafi hópn- um skipt í tvo flokka. Þeir óknáustu látnir glíma fyrst og svo koll af kolli, þar til bændurnir einir stóðu uppi. Lík- lega hafa menn þá glímt eftir geðþótta og ásækni. Glímubelti voru á þeim tíma hrepps gekkst fyrir byggingu barnaskóla í Hafnarfirði, sem tók til starfa 1902. Byggingameistari var Jóhannes J. Reyk- dal, þá nýkominn í þæinn. Árið eftir flutti hann til bæjarins trésmíðaverk- smiðju, sem rekin var með nýtízku tré- smíðavélum, en vatnsafl Hamarskots- lækjar var beizlað og látið knýja vélarn- ar.Árið 1905 hófst rafmagnsöldin á ís- landi með því að Jóhannes J. Reykdal flutti inn fyrsta rafalinn, og þá fóru ,,köldu ljósin“ að skína í Firðinum. Útgerðin hafði aukizt með kaupum á enskum kútterum. En það var fleira á döfinni. Fyrir forgöngu Einars kaup- manns Þorgilssonar var fyrsti togarinn keyptur til landsins, togarinn Coot — og eins og karlinn sagði: ,,Með reykháfinn og leggja hann þarna á brúnni. „Já, því ekki það,“ segir Jóhannes. Og það varð. Þeir félagar gengust fyrir stofnun glímu- félags, sem þeir nefndu: „Glímufélagið Hjaðningar“. Húsnæði fékk félagið í húsi Góðtemplara og þar æfðu þeir að vetrinum til í næstu þrjú ár. Kom þarna saman allmargt knárra glímumanna, svo sem Jón Einarsson, Jón S. Bergmann og Jón Hinriksson. Á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1908, komu nokkrir ungir menn saman til fundar og gerðu sér það tii hátíðabrigða að stofna ungmennafélagið „17. júní“. Eins og önnur ungmennafélög lagði það fyrir sig ýmiss konar mál, svo sem skógrækt, bindindismál og íþróttamál, auk reglu- legra funda, þar sem menn voru hvattir 2S2S2S2S2f2?2?2?0?2?2?0?2?2?252?0?0#0*0*0»°*0*0*0*0?0*0*0*0*0®0*0*0*0*0*°*0#o*o*o*o«o*o«o«ooo*o«o«o*o»o*o»o»o*o«o«o*o»o*o«o*o*o*o«oao*o*o»o*o»o*o»o*o*ooo*o*o*o*o*( •oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooeoooooooooi Þœttir úr sögu íþrótta í Hafnarfirði o*ofo«o«o»o*o«o*o*o*o«o*o*o*o*o*o*o#o»o*o»o#o»o*o*o*o*o*o*o*o»o*o«o«o«o#o*o«o*o«o»o*o«o»o*o«o»o«o«o«o*o«o»o*o«o*ooo»o*o*oeo®o*o*o»o#o*o*o*o*o*o*o*o*o#o«o«ooo*oeo*c •0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0*0»0®0®0®0®0®0®0®0®0®0»0®0®0*0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®0l óþekkt og voru buxnatök ein notuð. Brögð voru þá með ýmsu móti og sum leyfð, sem ekki eru notuð núna, svo sem ýmis lausabrögð, svo og brögð bæði handa og fóta, sem hættuleg þykja nú. Aldrei var efnt til kappglímu á þessum árum hér, og um samskipti var ekki að ræða við önnur byggðalög. Frá upphafi þess, að Flensborgar- skóli var stofnaður, hvatti skólastjórinn, Jón Þórarinsson, pilta mjög til glímu- iðkana, og eru nokkrar frásagnir um að svo hafi verið varðveittar í Skólablaðinu. Svo mikið er víst, eftir því sem Finn- bogi heitinn Arndal sagði mér, að þegar „Húfudeilan" mikla var milli Latínu- skólapilta í Reykjavik og Flensborgar- pilta, vildu þeir síðarnefndu útkljá þá deilu með bændaglímu. Aldrei varð af því, vegna þess að þá voru í Flensborg svo knáir glímumenn, að Latínuskóla- piltar töldu sér ósigur vísan. — Leið svo fram yfir aldamótin. Ýmsar hreyfingar voru uppi í þjóðlíf- inu um aldamótin siðustu. Stjórn margra mála var að færast inn í landið með íslenzkum ráðherra, Hannesi Hafstein. Fiskiskipin voru að stækka og þeim var að fjölga. Og hreyfingarnar hrifu með sér alla, sem eitthvað hugsuðu. Barnakennsla hafði verið á hrakhólum undanfarin ár í Hafnarfirði, flutzt úr einu ófullnægjandi húsnæðinu í annað. Hreppsnefnd Garða- fyrir aftan stromp“, það er: reykháfur- inn var fyrir aftan brúna. Því nefni ég það, sem hér er skráð, að nokkuð kem- ur það við íþróttasöguna, íþróttahreyf- inguna, hér í Hafnarfirði. Sunnudagsmorgun einn í góðu veðri mættust tveir ungir menn á lækjar- brúnni, þeirri einu, sem þá var á lækn- um. Mennirnir voru Jóhannes J. Reyk- dal og Ólafur Jónsson, vélstjóri á Coot. Jóhannesi verður strax að orði er hann mætir Ólafi: „Mikil andskotans deyfð er hér í þessum Firði. Hvað eigum við að gera til að fjörga upp lífið hér?“ „Gera?“ segir Ólafur, „eigum við að glíma?“ Og um leið gerir hann sig lík- legan til að taka Jóhannes glímutökum til að taka til máls og rita greinar í blað félagsins. Glímuæfingar fluttust til þessa félags, sem einnig beitti sér fyrir sundkennslu og öðrum íþróttum. Félag þetta starfaði til 1914. Þá lagðist starfsemi þess niður. Árið 1910 kom Nýborgs-fjölskyldan til Hafnarfjarðar vestan frá ísafirði. Þar hafði þá verið iðkuð knattspyrna. Júlíus V. J. Nýborg hafði verið þar með, og nú innleiddi hann þessa íþróttagrein hér. Stofnaði hann þegar félag, sem nefndist „Knattspyrnufélagið Kári“. Fé- lag þetta ruddi sér völl í Víðistöðum, við vesturhraunbarminn. Félagið æfði af kappi nokkur sumur, eða fram til 1917. (Framh. á bls. 19) IIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMI lllllllllllllllllll III lllll Þökkum viðskiptin. HALLABUÐ IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIMIMI IIIIMIIIIIIIIIIMIMIIIIMI llllllllllllliil.i l Farsælt nýtt ár. Sigurður Kristinsson, form., Stefán Jónsson og Herbert H. Ágústsson, söngstjóri. hefur starfað að menningarmálum Hafn- arfjarðar, óskum við honum gæfu og gengis í framtíðinni. Við teljum vel við eigandi að láta Stefán Jónsson, fyrr- verandi formann kórsins, Ijúka þessu spjalli okkar með orðum, er hann ritaði í afmælisrit Karlakórsins ,,Þrestir“ á 50 ára afmælinu árið 1962: „Megi samhugur sá og hinn góði fé- lagsandi, sem nú einkennir starf ,,Þrasta“ inn á við og hið nána sam- band við bæjarbúa almennt, vara sem lengst til áframhaldandi uppbyggingar því menningarhlutverki, er „Þrestir" vissulega eiga að gegna í voru bæjar- félagi". STÁLVÍK, Garðahreppi _ IIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIMIIIII Farsælt nýtt ár. ÁSMUNDARBAKARÍ IIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIIMIMIMI lllllllllllllllllllllllli: Farsælt nýtt ár. SNORRABAKARÍ IIIIIIIIIIMIMIMIMI IIIIIIIIIIIIIIIIMI IMIMIMIIIIMIMIMIMI

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.