Fjarðarfréttir - 01.03.1983, Qupperneq 1
VETRARSTEMMNING
Þótt tíðarfarið hafi oft verið rysjótt í vetur hafa stundum komið þeir
dagar, að engin bönd hafa haldið róifæru fólki innan dyra. Á einum
slíkum degi brugðu Fjarðarfréttamenn undir sig betri fætinum, vopnaðir
myndavél, og á bls. 8 má sjá hluta af afrakstrinnm
NÝ BYGGÐ RÍS í SETBERGI
Hafnfirðingar hafa nú eignast stórveldi í íslenskum körfuknattleik, þar
sem er hið unga og efnilega lið Hauka. í viðtali við Fjarðarfréttir, sem birt
er á bls. 4, segir Einar Bollason, þjálfari liðsins, m.a. að hér sé um að ræða
yngsta lið sem í sögu íslenskra iþrótta, nær þeim áfanga að keppa í efstu
deild.
Á myndinni sjáum við hinn stórefnilega fyrirliða Hauka, Pálmar Sig-
urðsson, taka við verðlaununum fyrir sigur í I. deild.
Hið rismikla hús, Suðurgata 5, sem áður var eign Jóns Gests Vigfússon-
ar verður rifið nú á næstunni. Ástand hússins er að mati manna svo bág-
borið að ekki sé um annað að ræða.
Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarverkfræðingi að láta rífa húsið.
Rannveig Traustadóttir, bæjarfulltrúi lét bóka eftirfarandi í framhaldi
af þessari samþykkt bæjarráðs:
,,Ég er andvíg því, að húsið Suðurgata 5 verði rifið, en tel réttar að gera
húsið upp á núverandi stað eða selja það til flutnings á aðra lóð, þar sem
hægt væri að gera húsið upp.“
Hvað sem öllu niðurrifi líður hefur hús þetta á sínum tíma verið hið
reisulegasta og bæjarprýði.
Nýlega var auglýst eftir umsóknum í lóðir í nýju byggðarhverfi sem fyrirhugað er að rísi á næstu árum í landi
Setbergs. Vafalaust verða lóðir á þessum fallega stað mjög eftirsóttar. — í opnu blaðsins (bls. 6-7) er fjallað
nánar um þetta nýja byggðarsvæði og stór uppdráttur af 1. áfanganum birtur.
75 ára afmæli Hafnarfjarðar:
Undirbúningur hátíðahald-
anna í fullum gangi.
HAUKAR I URVALSDEILD
SUÐURGATA 5 VERÐUR RIFIN
Afmælisnefnd bæjarins starfar nú
af fullum karfti og nýlega voru þær
Lovísa og Þórunn Christiansen
ráðnar starfsmenn nefndarinnar í
hlutastarf. Dagskrá hátíðahald-
anna er ekki að fullu mótuð og enn
eru nokkrir lausir endar að sögn
Guðjóns Tómassonar, formanns
nefndarinnar.
í megin atriðum má skipta dag-
skránni í þrjá þætti.
a) Sýningar og atriði sem standa
allan tímann.
b) Afmælisdagskrá með ýmsum
uppákomum.
c) Vinarbæjardagskrá.
Hafnfirskir listamenn munu
hafa sýningar í Háholti og einnig í
Flensborg og þar mun verða hægt
að koma fyrir ýmsri annarri
dagskrá samhliða málverkasýn-
ingu. Fjarðarfréttir munu í næstu
blöðum flytja fréttir frá nefndinni
og segja nánar frá hátíðahöld-
unum, sem standa yfir frá 28. maí
til 4. júní.
ÁGRIP
AF SÖGU
FRAMKVÆMDA VIÐ
HAFNARFJARÐARHÖFN
Vandað rit
um sögu
hafnarinnar.
í tilefni af 70 ára afmæli Hafnar-
fjarðarhafnar hefur að tilhlutan
Hafnarstjórnar verið gefinn út
myndarlegur bæklingur þar sem
saga hafnarinnar er rakin i stórum
dráttum. Ritið er prýtt mörgum
myndurn frá ýmsum tímum og er t
alla staði hið vandaðasta. Snorri
Jónsson sá um samantekt ritsins.
ATVINNULEYSI
MEÐ MEIRA MÓTI
Atvinnuástandið hefur verið
talsvert áhyggjuefni manna að
undanförnu. Augljóst er að hættan
á atvinnuleysi er nú talsvert meiri
en á undanförnum árum. í janúar
sl. voru um 2.2% landsmanna at-
vinnulaus og í febrúar 1.6%. Til
samanburðuar voru 0.9% atvinnu-
lausir í febrúar á síðasta ári. Þessar
tölur sína að nokkuð hefur sigið á
ógæfuhliðina. Þess ber þó að gæta
að það sem af er árinu hefur verið
talsvert um tímabundið atvinnu-
leysi vegna erfiðleika í útgerðinni,
eins og starfsfólk Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar hefur fengið að
kynnast.
Til að grennslast nánar um stöðu
þessara mála hér í bænum, fengu
Fjarðarfréttir eftirfarandi upplýs-
ingar hjá Gunnari Sveinbjörnssyni
hjá Félagsmálastofnun Hafnar-
fjarðar:
Nú um mánaðarmótin eru á at-
vinnuleysisskrá í Hafnarfirði 115
manns, þ.e. 42 konur og 73 karl-
menn, er skiptist þannig:
Verkakonur 32
Verkamenn 27
Sjómenn 10
V örubifreiðastjórar 19
Iðnaðarmenn 5
Verslunarkonur 8
Verslunarmenn 2
Iðnverkakonur 2
Iðnverkamenn 3
Matsveinar 3
Verkstjórar 2
Vélstjóri 1
Vélvirki 1
Alls 115 manns
Skráðir atvinnuleysisdagar í
febrúar 1983, 3768. Hjá konum
1819 dagar og körlum 1949 dagar.
Atvinnuástand í bænum var
slæmt í febrúar, þó sérstaklega
fyrri hluta mánaðarins, þar til
vinna hófst að nýju hjá B.U.H.
Nú um mánaðarmótin eru enn
rúmlega 100 manns atvinnulaus og
virðist þar ráða mestu erfið veðr-
átta, lítill afli og samdráttur í
hinum ýmsu þjónustugreinum, og
það sem af er þessum mánuði hefur
ekki orðið breyting til batnaðar.