Fjarðarfréttir - 01.03.1983, Page 3

Fjarðarfréttir - 01.03.1983, Page 3
Fjarðarfréttir 3 HLUTHAFAR í LÝSI OG MJÖL HF. NEYTA FORKAUPSRÉTTAR Eins og fram kom i síðasta tbl. Fjarðarfréta samþykkti meirihluti bæjarstjórnar að selja hlutabréf sín í Lýsi og Mjöl h/f og því til viðbót- ar hluta af bréfum Bæjarútgerðar- innar. í samþykkt bæjarstjórnar var ráð fyrir því gert að Skipafélag- ið Víkur og Saltsalan h/f keyptu bréfin á 15 földu nafnverði þeirra. Skv. lögum um hlutafélög ber að bjóða öðrum hluthöfum forkaups- rétt á þeim hluta sem selja á og þá á þeim kjörum sem boðin hafa verið. í bæjarráði þ. 24. febrúar s.l. var lögð fram fundargerð stjórnar Lýsi og Mjöls h/f frá 21. feb. s.l. Þar kemur fram að eftirtaldir hluthafar óska eftir að neyta forkaupsréttar: Jón Gíslason h/f, Frost h/f, Fiskaklettur h/f, Illugi h/f, Bernhard Petersen, Adolf Björnsson og dánarbú Ásgeirs Stefánssonar. Það er því ljóst að af sölu fyrir- tækisins verður ekki til Skipafé- Iagsins og Saltsölunnar. Hvort þeir hlutahafar er nú auka hlutafáreign sína í fyrirtækinu muni halda rekstri þess áfram skal ósagt látið, en heyrst hefur og ekki farið lágt að þeir ætli sér fremur að selja Lýsi h/f, Reykjavík fyrirtækið og þá að sjálfsögðu fyrir hærra verð en 15 falt. UMDEILDAR LÓÐAÚTHLUTANIR Fyrir nokkru var úthlutað 31 lóð í Norður- og Vesturbæ. Um- sækjendur um lóðirnar voru um 140 svo að sýnt var að erfitt yrði að ná samstöðu um úthlutun, enda fór svo að miklar deilur spunnust um málið í bæjarstjórn. Minnihlutinn lagði fram og mælti með notkun punktakerfis þar sem umsækjend- ur fá ákveðinn fjölda stiga eftir að- stæðum (búsetu, atvinnu, fjöl- skyldu- og íbúðarstærð o.fl.) Meirihluti bæjarstjórnar var andvígur þessum úthlutunarreglum og benti á ýmis vandkvæði á fram- kvæmd þeirra. Að lokum var tillaga meirihlut- ans um úthlutun samþykkt, en við gerð hennar segist meirihlutinn hafa stuðst við ákveðnar megin- reglur við mat á fyrirliggjandi um- sóknum, hvað varðar aldur og bú- setu umsækjenda, fjölskyldu- stærð, húsnæðisaðstæður og sér- stakar aðstæður og þarfir einstakra umsækjenda. Á myndinni hér að ofan má sjá hvar framkvæmdir eru hafnar við Klettagötu, en þar eru nokkrar um- ræddra lóða. Þarna var áður barnaleikvöllur, sem mörgum finnst eftirsjá að. LÁRA gullsmiSur Austurgötu 3 - SS3784 220 UafnarJirK Fermingagjafir Handsmíðaðir gull- og silfur skartgripir Annast áletranir Gólfdúkar - Gólfdúkar - Gólfdúkar GÓLFDÚKAR !!! Vortilboð á gólfdúkum: Staðgreiðsluafsláttur eða mjög hagstæð greiðslukjör. Verð frá kr. 190 pr.ferm. Leiðin liggur í li=LÆiiiAm(or LÆKJARGATA 32 • PÓSTH.53 HAFNARFIRÐI • SÍMI 50449 Samkvæmt verðkynningu verðlagsstofnunar borgar sig að versla i

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.