Fjarðarfréttir - 01.03.1983, Side 4
4
Fjarðarfréttir
Einar Bollason, þjálfari körfuknattleiksliðs Hauka:
„STRÁKARNIR HAFA SÝNT MIKINN DUGNAÐ OG ÁSTUNDUN OG STJORN
DEILDARINNAR ER DUGMEIRI OG VIRKARI EN ÉG HEF ÁÐUR KYNNST“
Með góðum endaspretti í 1. deildinni í körfuknattleik
tryggði hið efnilega lið Hauka sér sigur í deildinni og rétt
til keppni í Úrvalsdeildinni næsta vetur. Hafa því Hafn-
firðingar eignast lið í fremstu röð í körfuknattleik,
íþróttagrein sem lítið hafði verið stunduð í bænum fram
að stofnun körfuknattleiksdeildar Hauka fyrir rúmum
áratug. Á þessum stutta tíma hefur verið unnið mark-
visst uppbyggingarstarf sem nú hefur skilað þeim ár-
angri að Haukar eru nú komnir í úrvalshóp 6 bestu Iiða
landsins.
Rétt áður en keppni 1. deildar
lauk litu Fjarðarfréttamenn inn á
æfingu hjá Haukunum. Þótt sæti í
Úrvaldsdeildinni væri þegar tryggt
var samt æft af krafti og þjálfar-
inn, Einar Bollason, stjórnaði
sínum mönnum af röggsemi.
Okkur tókst þó að fá Einar til að
spjalla við okkur um stund, og
spurðum hann fyrst um eftirminni-
leg atvik úr leikjum vetrarins.
, ,Ánægjulegasta augnablikið var
án efa þegar Hálfdán Markússon
fiskaði víti á lokasekúndunum í síð-
asta leiknum gegn ÍS. Staðan var
jöfn og útlit fyrir framlengingu, en
um leið og vítið var dæmt, fann ég
að sigur var í höfn, sannfærður um
að Hálfdán myndi ekki bregðast.
Eftir þennan sigur var sæti í Úrvals-
deildinni tryggt.
Eftirminnileg atvik eru samt ekki
alltaf þau skemmtilegustu. Til
dæmis gleymi ég seint dómara-
hneykslinu á Akureyri, þegar við
töpuðum fyrir Þór eftir framlengd-
an leik, þar sem framkoma dómar-
anna var fyrir neðan allar hellur.
Geturðu bent á sterkustu og veik-
ustu hliðar Haukaliðsins?
, ,Stærsti kosturinn við liðið er að
í því er að finna jafnsterkustu bak-
verði landsins. Þar á ég við Pálmar
Sigurðsson og Hálfdán Markús-
son, með þá Jón Halldór Garðars-
son og Henning Henningsson til
skiptanna.
Helsti veikieikinn er að eiga ekki
hávaxnari framherja, sem ættu
meiri möguleika í fráköstum. Hér
er ég ekki að kasta rýrð á þá sem við
höfðum, t.d. sé ég efni í landsliðs-
mann í Ólafi Rafnssyni, og fram-
farir hans í vetur hafa verið ótrú-
legar.“
Einar Bollason
deildinni og ef það tekst spái ég að
Islandsmeitaratitillinn verði kom-
inn í Hafnarfjörð innan þriggja
ára.“
Þú lítur sem sagt björtum augum til
framtíðarinnar?
Já, framtíðin er svo sannarlega
björt. Árangur yngri flokkanna
hefur verið glæsilegur og þar er að
finna stórefnilega leikmenn, sem
eiga framtíðina fyrir sér. Þótt við
köllum Hafnarfjörð oft „hand-
boltabæ", efast ég um að til sé
meiri ,,körfuboltabær“ á íslandi í
dag.“
Eiga Haukamenn þá brátt eftir að
láta að sér kveða með landsliðinu?
,,Ég tel það aðeins tímaspursmál
hvenær Haukar eignast a.m.k. 3-4
landsliðsmenn og eftir tvö ár býst
ég við að Pálmar Sigurðsson verði
orðinn besti bakvörður íslands.“
Heldurðu að erlendir leikmenn
komi til með að leika áfram með ís-
lenskum liðum?
„Persónulega held ég að þeir
hafi nú þegar gert sitt gagn varð-
andi uppbyggingu körfuknattleiks-
ins. Peningunum sem renna til
þessara manna er ekki nægilega vel
varið. Við ættum að nota þessa
peninga til þess að byggja upp
unglingastarfið. Mér finnst þessum
sjónarmiðum hafa vaxið fylgi að
undanförnu og býst við að svo fari
áður en langt um líður að erlendir
leikmenn verði bannaðir. Til þess
að forðast allan misskilning vil ég
taka fram að ég tel Dakarsta
Webster ekki í þessum hópi. Hann
hefur verið búsettur á íslandi árum
saman og á hér sína fjölskyldu og
fær bráðlega íslenskan rikisborg-
ararétt. Hann kemur til með að
leika hér körfubolta eins og hver.
annar íslendingur meðan hann
kærir sig um.“
Ertu ánægður með aðstöðuna hér
til æfinga og keppni?
„Ég er hæstánægður með að-
stöðuna hér í Haukahúsinu, og það
er ótrúlega mikils virði fyrir félag
að eiga sitt eigið hús. Það þekki ég
vel af eigin reynslu frá KR. Hins
vegar óttast ég að álagið á íþrótta-
húsið verði mikið næsta vetur, því
auðvitað verða liðin sem þar keppa
á heimavelli að fá þar æfingaað-
stöðu líka.
Þá er ég hneykslaður á því að í
nýjasta íþróttahúsi bæjarins, við
Víðistaðaskóla, skuli ekki hafa
verið hugsað fyrir löglegum keppn-
isvelli. Það er grátleg skammsýni.“
Þurfa körfuknattleiksmenn að æfa
allt árið til þess að ná árangri?
„Ég tel það mjög mikilsvert að
þeir haldi sér í formi allt árið, en
Pálmar Sigurðsson
í leikhléi.
Verður mikill munur fyrir strákana
að leika í Úrvalsdeildinni?
„Auðvitað verður það mikill
munur. Allir leikirnir verða þræl-
erfiðir. Það var þó alls ekki auðvelt
að leika í 1. deildinni í vetur. And-
stæðingarnir voru missterkir,
þannig að stundum skildi 1 stig lið-
in í lokin og stundum 60. Þannig
kallar það á mikla festu þegar í
einum leik þarf að leggja sig allan
fram en í þeim næsta er jafnvel
hægt að slappa af.
Strákarnir mega ekki halda að
þeir séu búnir að sigra heiminn þótt
þessum áfanga séð náð. Þeir eru
ungir og reynslulitlir, langyngsta
lið sem unnið hefur sér keppnisrétt
í efstu deild í nokkurri íþróttagrein
á íslandi, jafnvel í heiminum. Þeir
verða að berjast fyrir því næsta
vetur að tryggja sér sess í Úrvals-
KNATTSPYRNUMENN FH KOMNIR Á FULLA
FERÐ
FH-ingar æfa nú af fullum krafti
fyrir II. deildar-keppnina í knatt-
spyrnu í sumar. Þjálfari þeirra er
sem kunnugt er Janus Guðlaugs-
son, sem á síðasta ári sneri heim frá
Þýskalandi, þar sem hann lék sem
atvinnumaður um skeið.
Mikils er að vænta af störfum
Janusar og gera FH-ingar sér vonir
um að vinna aftur sæti í I. deild,
þótt vafalaust verði róðurinn
nokkuð þungur.
Á myndinni sjáum við Janus á
fullri ferð með FH í Reykjanesmót-
inu í innanhússknattspyrnu, sem
haldið var í Hafnarfirði fyrir
skömmu að tilhlutan knattspyrnu-
deildar Hauka.
FH OG KR EFST EFTIR 1. UMFERÐ
FH og KR hafa forystu eftir 1. umferð af fjórum í keppninni um íslands-
meistaratitilinn í handknattleik. Bæði liðin hlutu 5 stig í umferðinni, sem
leikin var í Hafnarfirði um síðustu helgi.
Þá hafa Haukar staðið sig vel í keppni efstu liða annarar deildar og eru
á góðri leið með að tryggja sér sæti í I. deiid næsta vetur.
I. deildarmeistarar Hauka 1983. Auk glæsilegs árangurs meistaraflokks
karla varð 2. fl. bæði íslands- og bikarmeistari og 2. fl. kvenna vann bikar-
inn.
það er gott að taka sér dálitla hvíld
frá körfubolta eftir að keppnis-
tímabilinu lýkur. Þá er tilvalið að
spila knattspyrnu til tilbreytingar,
enda gera flestir Haukastrákarnir
það. Síðan þarf að taka upp þráð-
inn í júní til þess að vera vel undir
næsta keppnistímabil búinn.
Við í Haukum höfum æft mjög
mikið í haust og vetur. Strákarnir
hafa sýnt mikinn dugnað og
ástundun. Þeir hafa ekki kvartað
þótt æfingar hafi verið allt að 8 á
viku, og æfingasókn hefur verið
yfir 97%.“.
Nú er Einar kallaður í símann, og á
meðan plötum við fyrirliðann,
Pálmar Sigurðsson, til að taka sér
smáhvíld og ræða við okkur.
Hverju þakkar þú þennan góða ár-
angur, Pálmar?
„Árangurinn í vetur þakka ég
góðum þjálfara, sem hefur gert
gífurlega góða hluti, góðum anda
og góðri liðsheild. Þá má heidur
ekki gleyma frábærri uppbyggingu
síðustu ára.“
Hvaða leikur var erfiðastur í vetur?
Fyrri leikurinn við stúdenta í
Reykjavík, sem við töpuðum með
einu stigi á elleftu stundu. Persónu-
lega var mér þessi leikur mjög erfið-
ur.
Nú hefur þú verið drjúgur við að
skora. Veistu hvað þú hefur skorað
mörg stig í 1. deildarkeppninni?
„Ég man það nú ekki alveg, eitt-
hvað á 5. hundraðið. Meðaltal í leik
eru rúm 28 stig.“
Hvernig líst þér á að leika í Úrvals-
deildinni næsta vetur?
„Ég hlakka til þess. Þetta er það
sem við höfum stefnt að í mörg ár
og nú hefur draumurinn ræst.
Ég er viss um að við eigum eftir
að standa okkur þar, þótt við séum
ungir og okkur skorti ef til vill ein-
hverja reynslu.“
Með það sama er Pálmar rokinn
inn á völlinn aftur, en Einar er
kominn úr símanum, og hann vill
eiga síðasta orðið:
„Ég vil taka það fram að þessi
frammistaða strákanna er . ekki
aðeins árangur eins vetrar. Ég tók
við vel þjálfuðu og mótuðu liði, og
af því á Ingvar Jónsson fyrst og
fremst heiðurinn. Og þá má heldur
ekki gleyma stjórn deildarinnar,
sem hefur haldið utan um þetta allt
af meiri áhuga en flestir gera sér
grein fyrir. Ég he.f aldrei á mínum
langa íþróttamannsferli kynnst
dugmeiri og virkari stjórn.“
Við kveðjum nú Einar og strákana
hans og vonum að spádómar hans
um framtíð körfuboltans í Hafnar-
firði megi ræstast. TIL HAM-
INGJU HAUKAR, OG BJARTA
FRAMTÍÐ.
SPARISJÓÐGR
HAFNARFJARÐAR
óskar öllum Hafnfirðingum
gleðilegra páska
5PAREJÓÐUR
HAFNARFJARÐAR
STRANDGÖTU 8-10
S5PARI5JÚÐUR
HAFNARFJARÐAR
NORDURBÆR REYKJAVÍKURVEGI 66