Fjarðarfréttir - 01.03.1983, Síða 6

Fjarðarfréttir - 01.03.1983, Síða 6
6 Fjarðarfréttir Fjarðarfréttir 7 MEÐ LOGUM SKAL LAND BYGGJA HLJOMPLOTUVERSLUNIN MARS STRANDGÖTU 37 FILMUFRAMKÖLLUN SAMDÆGURS SEIKO í Hafnarfirði Ný sending — MIKIÐ ÚRVAL Vinsæl FERMINGARGJÖF margt til gjafa á fermingardaginn: Rakvél með rafhlöðum - kr. 1.100.00 Einnig skartgripakassar. Fermingarklæðnaður á stúlkur og allt tilheyrandi eins og hanska, blúnduvasaklúta, sjöl og slæður og blóm í hárið. - „Manicure“-sett og margt, margt fleira prýðir verslun okkar. Snyrtivörur fyrir dömur og herra. Sendum í póstkröfu ef óskað er. Strandgötu 34 220 Hafnarfirði Sími 50080 NÝ BYGGÐ Nokkrir fróðleiksmolar varðandi fyrirhugaða byggð í Setbergslandi 1978 er lögfestur makaskipta- samningur milli Hafnarfjarðar- bæjar og Garðabæjar. Samning- urinn rétti nánast af bæjarmörk. Garðabær fékk land í framhaldi af nýja iðnaðarhverfinu en Hafnarfjörður landsvæði er teygði sig allt niður undir Læk. 1979 var hafin skipulagsvinna að byggð í Setbergi. Hönnuður deiliskipulags er Björn Hallsson, arkitekt. 1980 var gerður samningur um landakaup í Setbergi. Keypt var það land í Hafnarfirði er til- heyrði Setbergi, Þórsbergi og Hlébergi ails 106 hektarar. Greiðslum vegna kaupanna skal vera lokið 1990. ! Setbergi eru byggingarlóðir u.þ.b. 55% og opin svæði, götur og land undir opinberar bygg- ingar u.þ.b. 45% ails landssvæð- isins. Áætlaður fjöldi íbúða í Setbergi fuilbyggðu er 1.050 þar af 55% einbýli eða sérbýii og 45% fjöl- býli eða þétt byggð. í hverfinu fullbyggðu verða u.þ.b. 5.000 íbúar. Á þessu svæði mun 1. áfangi byggðarinnar rísa. . - & ---- tSSSCW■rm- Framkvæmdir hafnar. Deiliskipulag Setbergs staðfest 1983. Verklegar framkvæmdir hófust við 1. áfanga byggðar í Setbergi í byrjun þessa árs. Hagvirki hf. annast gatnagerð. Tilboðsupphæð skv. samningi kr. 9.200.000,- Loftorka hf. annast gerð frá- rennslisiagna og undirganga við gatnamót Reykjanesbrautar og Lækjargötu. Tilboðsupphæð kr. 2.200.000.- Gatna- og frárennsliskerfi byggðarinnar hannað á skrif- stofu bæjarvterkfræðings undir yfirumsjá Jóhanns Bergmann. í fyrsta áfanga verður úthlutað lóðum undir 82 íbúðir. Þar af eru einbýlishús 64, parhús 8 og raðhús 10. 114 Hafnfirðingar sækja um Ióðir undir einbýli og 44 utan- bæjar. 5 Hafnfirðingar sækja um parhús og 3 utanbæjar. 3 Hafnfirðingar sækja um raðhús. Búast má við úthlutun um miðjan apríl. Á fundi bæjarstjórnar 1. þ.m. var samþykkt tillaga gatnanafna- nefndar með nokkrum breytingum, um nöfn á götum í Setbergi. Á með- fylgjandi korti má sjá hvar eftir- taldar götur koma til með að liggja. 1. SETBERG Nafn byggðar- innar 2. LÆKJARBERG Safnbraut í framhaldi af Lækjargötu og eftir Fjárhúsholti 3. HAMRABERG Safnbraut sem liggursamhliðaReykjanes- braut til norðurs, vestan Ás- bergs og Þórsbergs. 4. HOLTABERG Safnbraut, sem liggur frá Lækjarbergi að Hamrabergi þvert yfir Setbergs- holt. 5. STEKKJARBERG Vegur, sem liggur yfir Stekkjarhraun frá Lækjarbergi. 6. LÆKJARGATA Brautin frá Lækjargötu framhjá Reykholti og upp á stofnbrautina, - væntanlega Reykjanesbraut -, verði framhald Lækjargötu. Eftirfarandi götur eru útfrá Hamrabergi, talið frá Lækjarbergi: 7. ÁLFABERG 8. EINIBERG 9. FAGRABERG 10. GLITBERG 11. FURUBERG 12. GRENIBERG 13. HVASSABERG 14. HNOTUBERG 15. KVISTABERG 16. LJÓSABERG 17. LYNGBERG 18. REYNIBERG 19. STUÐLABERG 20. VÍÐIBERG Eftirfarandi götur eru útfrá Lækjarbergi: 21. STAÐARBERG Gata til suðurs þar sem þjónustumið- stöð er fyrirhuguð. 22. DOFRABERG Gata til norð- urs rétt ofan Stekkjarbergs. 23. TRAÐABERG Gata til norð- urs næst fyrir ofan Dofraberg. 24. DALSBERG Gata eftir Mos- hlfð niðurdalbotninn að Lækjar- götu. Eftirfarandi götur eru útfrá Holta- bergi: 25. HÓLSBERG Gataefst í holt- inu vestan Galdraprestshóls 26. HLÍÐARBERG Gata I miöri hlíðinni til norðurs. * ELDFAST POSTULÍN Bollar, kökudiskar, matardiskar og súpu- skálar. TÚPGPENNAR Túpulitirnir eru þvott- ekta og mjög einfaldir í notkun. I versluninni fást dúkar og myndir til að mála á. ATH. Námskeið í hnýtingum, glermálun og glerskurði hefjast eftir páska. Innritun hafin. Verslunin FRÍSTGND Verslunarmiðst. v/Miðvang, s. 54277 Svefnsófar og skrifborðsett á mjög hagstæðu verði. Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 54100 IZIDQm Munið vinsælu FERMINGAGJAFIRNAR okkar.

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.