Fjarðarfréttir - 01.03.1983, Blaðsíða 9
Fjarðarfréttir
9
HVAÐ VERÐUR
UM KLAUSTRIÐ?
I síðasta tbl. Fjarðarfrétta
var lítillega minnst á sölu á
Karmelítaklaustrinu og hugsan-
legan áhuga bœjaryfirvalda á
því að festa kaup á því.
Fjarðarfréttum er kunnugt
um að viðrœður hafa farið fram
um þessi mál og ýmsir fyrir-
svarsmenn bæjarins hafa skoð-
að klaustrið í hólf og gólf. Þá
hafa starfsmenn bæjarverk-
fræðings m.a. gert lauslega út-
tekt á ásigkomulagi byggingar-
innar.
Þær raddir heyrast æ oftar,
að nýta mætt Klaustrið að hluta
fyrir Tónlistarskóla og jafnvel
fyrir leikskóla. Ýmislegt annað
hefur heyrst s.s. byggðarsafn.
En það virðist vera Ijóst að ef
verður af kaupum bæjarins á
Klaustrinu bíða þess nœg verk-
efni.
RÉTT HÚS Á RÉTTUM STAÐ ?
Verslunin
PERLAN
Fermingargjafir
í miklu úrvali.
Mjög fallegar töskur
og veski.
Full búð af vörum.
Verslið þar sem verð-
ið er hagstætt.
Verslunin PERLAN Sí,9
-
HAFNFIRÐINGAR
Leitið ekki langt yfir skammt
RÖMMUM INN: SELJUM:
• Hannyrðir • Olíumálverk • Olíumálverk • Vatnslitamyndir
• Vatnslitamyndir • Grafík • Grafík • Teikningar
• Teikningar • Eftirpreptanir • Skiptiramma • Antíkramma
• Ljósmyndir • 0. fl. o. fl. • Sporöskjuramma • Hringramma
• Spegilfestingar • O. fl.
Hús þetta var fyrri hluta vetrar flutt frá Hlíðarbraut 10 að Suðurgötu 53.
í sjálfu sér er ekkert við það að athuga að húsið skuli hafa verið flutt, en
spurningin er hvort séð hafi verið fyrir hvernig það komi út á hinum nýja
stað og hvort Kaldárstígurinn geti talist heppileg lóð?
NÝ AUGLÝSINGATEIKNISTOFA
Nýlega tók til starfa auglýsinga-
teikniþjónusta hér í bæ. Það er
Þóra Dal, auglýsingateiknari sem
rekur þessa þjónustu að Gunnars-
sundi 5.
,,Mér finnst vera þörf á þessari
þjónustu hér í bænum. Þetta er ört
vaxandi bær með fjölda fyrir-
tækja. Hvert fyrirtæki þarf að
skapa sitt ,,andlit“ ef svo má að
orði komast. Fólk tekur eftir því ef
fyrirtæki leggur rækt við auglýs-
ingar sínar.“ sagði Þóra í stuttu
spjalli, er við hittum hana að máli.
Þóra tekur að sér hönnun á auglýs-
ingum, bréfsefnum, merkjum,
bæklingum, veggspjöldum o.fl.
Ekki er að efa að eigendur fyrir-
tækja og annarra sem á þessari
þjónustu þurfa að halda kunna vel
að meta þetta framtak og ætti að
vera óþarfi að leita útfyrir bæinn í
þessu skym.
Fjarðarfréttir óska Þóru vel-
gengni með þessa þjónustu.
— HVAMMSEL —
Gerið páskainnkaupin
hjá okkur
*
. (S
./4., tj X. \
/•J '.
■
■-ctF':
Opnunartími:
Mánud. - föstud. kl. 9 - 19
Laugard. kl. 9 - 18
Verslunin HVAMMSEL
Smárabarði 2
Sími54120
Mikið úrval rammalista
Stuttur afgreiðslufrestur
MYIMDRAMMINN SF.
INNRÖMMUN — Reykjavíkurvegi 60 — S. 54167