Fjarðarfréttir - 01.03.1983, Síða 12
/-------------------------------V
Fjarðarfréttir
Hafnarfirði - Mars 1983 - 2. tbl. - 8. árg.
V J
ER BREYTINGA AÐ VÆNTA?
Heyrst hefur þótt lágt hafi farið, að hugsanlegt sé að breytingar verði á
rekstri St. Jósefsspítalans. Er nokkuð til í þessu?
VILJA AUKIÐ FJÁRMAGN TIL
VERKAMANNABÚSTAÐA
Stjórn Verkamannabústaða Hafnarfirði hefur nýverið ritað bæjaryfir-
völdum bréf þar sem óskuð er bakábyrgð á 2ja miljóna króna láni, sem
stjórnin kynni að taka. Þá óskar stjórnin eftir 2ja miljóna króna láni frá
bænum, sem nota á til hönnunarvinnu o.fl. við ibúðabyggingu við Keldu-
hvamm/Þúfubarð.
Stjórn verkamannabústaða telur í bréfinu nauðsynlegt að bæjarráð
endurskoði fjárhagsáætlun með það i huga að auka fjármagn til verka-
mannabústaða.
Bæjar-
mála-
punktar
* í bæjarráði þ. 17. mars sl.
var lagt fram bréf frá Árna
Friðfinnssyni, Herjólfsgötu
10, dags. 15. þ.m., varðandi
framkvæmdir í Klettagötu og
hættu á skemmdum á húseign
hans vegna sprenginga í
götunni.
Bæjarráð benti á að fram-
kvæmdir þessar eru unnar á
ábyrgð verktakans, Jóns. V.
Jónssonar hf., og er bréfritara
bent á að snúa sér til verktak-
ans með kvartanir sínar vegna
verksins.
* Stjórn Sædýrasafnsins hefur
leitað með bréfi, dags. 14. mars
sl., eftir stuðningi bæjaryfir-
valda við umsókn Sædýra-
safnsins til menntamálaráð-
herra um rekstrarieyfi fyrir
safnið.
Bæjarráð hefur fagnar því að
unnið er að því að opna
Sædýrasafnið að nýju og
mælist til þess að menntamála-
ráðherra hlutist til um að safn-
inu verði veitt rekstrarleyfi á
ný.
* í bréfi frá Stangaveiðifélagi
Hafnarfjarðar, dags. 8. þ.m., til
bæjarráðs kemur fram, að fél-
agið er tilbúið til að veita ellilíf-
eyrisþegum ókeypis veiðileyfi í
Kleifarvatni. Jafnframt óskar
félagið eftir samstarfi við
bæinn um að koma upp hrein-
lætisaðstöðu við vatnið.
Bæjarverkfræðingi hefur
verið falið að áætla kostnað við
að koma upp hreinlætisað-
stöðu á tveimur stöðum við
vatnið.
* Lagðar hafa verið fram eftirt.
umsóknir um lóð efst í
Hvömmum fyrir veitinga-
rekstur:
1. Gafl-inn, Dalshrauni 13
í.
2. Johann G. Bergþórsson,
Vesturvangi 5
3. Þórður Stefánsson,
Sólvallagötu 11, Rvík.
* Opnuð hafa verið tilboð í við-
byggingu við Sundhöllina:
1. Magnús og Benedikt
2. Ragnar Hjálmarsson
3. Dröfn h.f.
4. Örn S. Jónsson
5. Trésm. Sigurjóns Pálssonar
6. Már Jónsson
7. Sturla Haraldsson
8. Edvarð Björgvinsson
Kostnaðaráætlun
kr. 1.862.980
kr. 1.624.803
kr. 1.852.449
kr. 1.951.089
kr. 1.967.660
kr. 1.550.461
kr. 1.744.887
kr. 2.174.442
kr. 1.769.813
Bæjarverkfræðingi hefur verið falið að ganga
frá samningi við lægstbjóðanda.
* Leiga fyrir matjurtagarða
bæjarins verður sem hér segir
árið 1983:
100 m2, plægt kr. 80
150 m2, plægt kr. 100
Ásland, óplægt kr. 50
* Bæjarráð hefur samþ. að
leggja eftirf. til við bæjar-
stjórn:
,,Samþ. að fela bæjarverk-
fræðingi að bjóða út gang-
stéttargerð við eftirtaldar
götur:
Hjallabraut frá Miðvangi að
Reykjavíkurvegi.
Hjallabraut frá Breiðvangi
að Skjólvangi
Breiðvangur, nyrst.
Hraunbrún
Hrauntunga
Suðurbraut, hluti.
Hvammabraut.
Ásbraut - Hringbraut.
Suðurhvammur.
Lækjargata milli Öldugötu
og Reykjanesbrautar.
Að Sólvangi.
Samtals 7.180 m2
Hvað varðar gangstétt við
Hjallabraut milli Miðvangs og
Reykjavíkurvegar er gerður
fyrirvari um að samkomulag
náist við Húsfélagið Hjalla-
braut 2.“
* I undirskriftarlista, sem
bæjaryfirvöld hafa fengið frá
1200 bæjarbúum, er iýst yfir
áhyggjum með stöðu dag-
vistarmála í bænum og hvatt til
skjótra aðgerða.
Félagsmálaráð hefur mál
þetta til kynningar og athug-
unar.
* Jón Kr. Gunnarsson, Sæ-
vangi 23, Hafnarfirði hefur
sent inn fyrirspurn um
hugsanlega lóð undir „mótel“,
helst við Reykjanesbraut.
Bæjarverkfræðingur hefur
málið til umfjöllunar.
Hvað verður um ,,Gunnarsbæ“?
KÓR ÖLDUTÚNSSKÓLA
TIL UNGYERJALANDS
Kór Öldutúnsskóla hefur borist boð frá borgaryfirvöldum í Komlo í
Ungverjalandi um að taka þátt í alþjóðlegu kóramóti, sem fram á að fara
í júní n.k. Á síðasta ári voru liðin 100 ár frá fæðingu tónskáldsins Zoldan
Kodály, en hann mótaði nýjar aðferðir á sviði tónlistaruppeldis sem mjög
hafa rutt sér til rúms. Afmælis þessa merka manns minnast Ungverjar á
ýmsan hátt, m.a. með þessu kóramóti, sem er við hann kennt og nefnist
Kodály-kóramótið. í þessu boði felst mikil viðurkenning á starfi Kórs
Öldutúnsskóla, sem mun halda utan 8. júní.
Autt hús í miðbænum athvarf
unglinga við vafasama iðju
í skýrslu lögreglunnar frá í
febrúar kemur fram að nokkrir
unglingar hafa gert hús nokkurt að
Gunnarssundi að aðseturstað
sínum. Það hefur staðið autt í mörg
ár og umgengni um það hefur verið
afar slæm. Hús þetta er eign Sjálf-
stæðisflokksins og stendur til að
rífa það og er líklega ekki seinna
vænna. Þarna hefur veirð farið
með opinn eld og má nærri geta
hvernig gæti farið ef kviknaði í hús-
inu. Greinilegt er að unglingar hafa
þarna verið með einhverja vímu-
gjafa og þarna gætu átt sér stað
hörmuleg slys.
Hér verður að grípa í taumana
sem allra fyrst og koma þannig í veg
fyrir ófyrirsjáanlegar afleiðingar ef
um íkveikju yrði þarna að ræða. mun lögreglan ætla að fylgjast náið
Samkvæmt síðustu fregnum með húsinu þar til það verður rifið.
ER FERMINGARGJOFIN AKVEÐIN ?
Myndavélar (margar geröir) — Ferðaútvörp m/kassettu
Sjónaukar — Ljósmyndabækur — Myndavélatöskur
Myndarammar — Myndfaalbúm o.fl.
UÓSMYNDAVERSLUN iói 4»g 111111111T
SSSSéíSS
s’SStte
MYNDAHUSIÐ
REYKJAVÍKURVEGI 64 ■ HAFNARFIRÐI - SÍMI 54710