Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Qupperneq 62
1971
— 60 —
minni að magni en árið áður, en hagstæð þróun útflutningsverðs gerði
mun betur en að bæta þetta upp. Heildarfiskaflinn minnkaði um rúm
6%, einkum vegna rýrnunar þorskaflans um 11%, loðnuaflinn minnk-
aði einnig nokkuð, en hins vegar jókst afli humars, rækju og skelfisks
verulega. Heildarframleiðsla sjávarafurða, á föstu verðlagi, minnkaði
um 6%, framleiðsla frystra afurða og saltfisks jókst lítillega, en veruleg-
ur samdráttur varð í skreiðarverkun og herslu, og ennfremur minnkaði
mjöl- og lýsisvinnsla talsvert svo og framleiðsla nýs og ísaðs fisks. Þrátt
fyrir magnminnkunina jókst verðmæti sjávarvöruframleiðslunnar um
tæplega 18%, en verðbreytingar sjávarvöruútflutnings urðu að meðaltali
um 25^2%. Iðnaðarframleiðslan jókst um 15% að magni, byggingar-
starfsemi 0g mannvirkjagerð um 16% og landbúnaðarframleiðslan um
9%. Umsvif í verslunar- og þjónustugreinum eru talin hafa aukist um
12%% á árinu og opinber starfsemi um 6%. Innflutningur vöru og þjón-
ustu jókst mjög verulega, eða um 28% að verðmæti, en heildarverð-
mæti útfluttrar vöru og þjónustu jókst aðeins um 6%. Þá varð heildar-
innflutningur mun meiri en heildarútflutningur, þannig að viðskipta-
jöfnuður við útlönd varð óhagstæður um 3.860 millj. kr., en vegna
mikils fjármagnsinnflutnings batnaði gjaldeyrisstaða bankanna um
1.490 millj. kr. Kauptaxtar launþega hækkuðu um 18,5%, en heildar-
atvinnutekjur einstaklinga jukust um 25,0%. Vísitala framfærslu-
kostnaðar hækkaði um 6,8%, og jókst því kaupmáttur atvinnutekna
um 17,0%. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust um 23,8%, verðlag
vöru og þjónustu hækkaði um 7,2%, og því jókst kaupmáttur ráðstöf-
unartekna um 15,5%, en kaupmáttaraukning á mann nam 14,4%.
Einkaneysla jókst að magni um 12,6%, eða um 11,5% á mann, og sam-
neysla, þ. e. útgjöld hins opinbera til kaupa á vörum og þjónustu, jókst
um 6,4%. Fjármunamyndun í heild jókst um 42,1% frá árinu 1970,
en þessi mikla aukning átti að nokkru rætur sínar að rekja til mikils
innflutnings skipa og flugvéla. Fjárfesting atvinnuveganna jókst um
67,0% frá árinu áður, langmest varð aukningin í fjárfestingu í flutn-
ingatækjum, og veruleg aukning varð í fjárfestingu í iðnaði og í ýms-
um vélum og tækjum, en nær allar greinar atvinnuveganna sýndu
nokkra aukningu fjármunamyndunar. Framkvæmdir við byggingar og
mannvirki hins opinbera jukust um 24,7%, og var þar aðallega um
að ræða aukningu framkvæmda við rafvirkjanir og rafveitur og sam-
göngumannvirki. Ibúðarbyggingar jukust um 12,7%. Til byggingar
sjúkrahúsa var varið um 230 millj. kr. á árinu, og var þar um að ræða
um 19% samdrátt frá árinu áður1).
!) Frá Framkvæmdastofnun ríkisins.