Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Blaðsíða 84
1971
— 82 —
Rvík. Samkvæmt árlegri venju voru skráðir sjúklingar með kvefsótt
flestir.
Álafoss. Faraldur fyrrihluta ársins. Einnig gekk slæmt kvef í júlí
með þrálátum hósta, sem helst minnti á kikhósta, nema hvað hin dæmi-
gerðu kikhóstasog vantaði í myndina.
Borgames. Slæmur faraldur gekk í mars, apríl og maí.
Stykkishólms. 1 apríl og maí gekk allvíðtækur kveffaraldur í Stykkis-
hólmi og víðar 1 héraðinu, sem líktist að ýmsu leyti inflúensu, en ein-
kenni þó vægari. Á miðju ári og eins í árslok bar á kvefi, sem lýsti sér
með hörðum, þurrum, langvarandi hósta, sem í sumum tilfellum var
svo svæsinn, að börn köstuðu upp með honum, en þetta var meira
áberandi hjá bömum, en sást þó hjá fullorðnum. Hiti var að jafnaði
lítill sem enginn. Sog var hjá nokkrum börnum á 1. og 2. ári, börnin
blánuðu, og fólk var að hlaupa með þau út í dyr til að láta þau ná
andanum. Þar sem þetta líktist að ýmsu leyti kikhósta, var haft sam-
band við barnasérfræðing í Reykjavík vegna þessa faraldurs, og fékk
ég þar þær upplýsingar, að sams konar faraldur hefði gengið þar syðra
og verið rannsakaður bæði vírólógískt og bakteríólógískt, en ekkert
fundist, sem benti á, að hér væri kikhósti á ferðinni. Þetta kemur
heim við þá staðreynd, að þessi kvilli gerði alveg eins vart við sig hjá
börnum, sem nýlega voru bólusett gegn kikhósta.
Blönduós. Þessi sjúkdómur er áberandi með hærri tíðni haust og vor.
Akureyrar. Meira og minna á skrá, en þó mest mánuðina mars—apríl.
Er það eftirtektarvert, sbr. ummæli síðar um inflúensu-virosis.
Selfoss. Mjög eru áberandi kvefsóttir með fylgikvillunum, nefholu-
bólgu og miðeyrnabólgu og þó einkum í börnum.
23. Inflúensa (470—474 influenza).
Töflur II, III og IV, 27.
1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971
Sjúkl. 14646 10436 4542 2967 8030 965 11254 11064 6830 6072
Dánir 36 33 6 2 17 1 14 21 10 12
Talsverður faraldur, einkum í apríl og maí, skráður í 80 héruðum.
Veikin talin miðlungsþung.
Rvík. Skráðir voru 1258 sjúklingar með inflúensu, og getur varla
talist fjölmennur hópur, enda þótt gera megi sér grein fyrir því, að
ótal margir hafi hvergi komið til skráningar. Þess skal getið, að inflú-
ensubólusetning í borginni mun hafa verið ein hin mesta, sem fram-
kvæmd hefur verið.
Álafoss. 1 apríl var óvenjukvillasamt, gekk þar umferðarveiki, sem
engu líktist fremur en inflúensu, enda skráð 94 tilfelli þann mánuð
og 22 í maímánuði, og skráði ég ekki fleiri tilfelli fyrr en í des.