Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Page 91

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Page 91
89 1971 D. Geðsjúkdómar. Áfengis- og deyfilyfjasjúklingar. Töflur XV, XVI. Á Kleppsspítala og geðdeildum Borgarspítala lágu 1416 sjúklingar á árinu, en læknar telja fram 236 geðsjúklinga á árinu utan Reykja- víkur, 116 áfengissjúklinga og 16 deyfilyfjaneytendur (einnig utan Reykjavíkur). Tölur þessar gefa enga hugmynd um raunverulega tíðni þessara sjúkdóma. Stykkishólms. Samkvæmt áliti löggæslumanna ágerist stöðugt áfeng- isneysla ungmenna á samkomum, og þykjast þeir sjá mun milli ára s.l. 2—3 ár. örlað hefur á áfengisvandamáli í skyldunámsskólum, en það er alveg nýtt hér um slóðir. Vegna mikils umtals um fíknilyf að undan- förnu sé ég ástæðu til að taka fram, að enn hefur ekki örlað á slíkri neyslu í þessu héraði. Því hefur brugðið fyrir, að fólk hefur haft til- hneigingu til að nota diazepam og fleiri sedativa í óhófi, en auðvelt hefur reynst að hafa stjórn á því, áður en vandræði hlutust af. Húsavíkur. Allmikið er um minniháttar geðræna kvilla, og er yfir- leitt reynt að meðhöndla þá sjúklinga hér ambúlant. Nokkur tilfelli af meiriháttar geðsjúkdómum eru alltaf á ferðinni, hefur stundum reynst erfitt að koma þessum sjúklingum í viðeigandi meðferð, einkanlega ef þeir hafa þurft á geðsjúkrahúsvist að halda. E. Atvinnusjúkdómar. Töflur XV, XVI. Með atvinnusjúkdóma eru taldir 20 sjúklingar utan Reykjavíkur, 18 karlar og 2 konur. Rvík. Atvinnusjúkdómadeild starfaði á svipaðan hátt og undanfarið. Teknir voru til rannsóknar einstaklingar og hópar úr ýmsum starfs- greinum af öryggisástæðum, þar sem líkur bentu til, að þeir gætu hafa orðið fyrir óhollustuáhrifum. Úr málmiðnaði voru teknir 21 maður til rannsóknar, 6 menn, sem unnu með blý, en enginn einkenni blý- eitrunar komu fram hjá þeim; 8 menn með meinta kolsýrlingseitrun við logsuðu, og kom í ljós, að þeir höfðu hvorki orðið fyrir teljandi né varanlegum skaðlegum áhrifum; 7 komu með kvartanir um þreytu og sljóleika. 4 starfsmenn bensínstöðva voru rannsakaðir vegna meintrar blýeitrunar, sem reyndist engin. 3 menn úr byggingariðnaði voru rann- sakaðir vegna húðútbrota, sem reyndust vera ofnæmi fyrir vissum viðartegundum; 8 manns, karlar og konur, sem unnu að rafmagns- iðnaði, vegna þreytu og sljóleika, sem átti sér aðrar orsakir; 2 menn 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.