Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Blaðsíða 91
89
1971
D. Geðsjúkdómar. Áfengis- og deyfilyfjasjúklingar.
Töflur XV, XVI.
Á Kleppsspítala og geðdeildum Borgarspítala lágu 1416 sjúklingar á
árinu, en læknar telja fram 236 geðsjúklinga á árinu utan Reykja-
víkur, 116 áfengissjúklinga og 16 deyfilyfjaneytendur (einnig utan
Reykjavíkur). Tölur þessar gefa enga hugmynd um raunverulega tíðni
þessara sjúkdóma.
Stykkishólms. Samkvæmt áliti löggæslumanna ágerist stöðugt áfeng-
isneysla ungmenna á samkomum, og þykjast þeir sjá mun milli ára s.l.
2—3 ár. örlað hefur á áfengisvandamáli í skyldunámsskólum, en það
er alveg nýtt hér um slóðir. Vegna mikils umtals um fíknilyf að undan-
förnu sé ég ástæðu til að taka fram, að enn hefur ekki örlað á slíkri
neyslu í þessu héraði. Því hefur brugðið fyrir, að fólk hefur haft til-
hneigingu til að nota diazepam og fleiri sedativa í óhófi, en auðvelt hefur
reynst að hafa stjórn á því, áður en vandræði hlutust af.
Húsavíkur. Allmikið er um minniháttar geðræna kvilla, og er yfir-
leitt reynt að meðhöndla þá sjúklinga hér ambúlant. Nokkur tilfelli af
meiriháttar geðsjúkdómum eru alltaf á ferðinni, hefur stundum reynst
erfitt að koma þessum sjúklingum í viðeigandi meðferð, einkanlega ef
þeir hafa þurft á geðsjúkrahúsvist að halda.
E. Atvinnusjúkdómar.
Töflur XV, XVI.
Með atvinnusjúkdóma eru taldir 20 sjúklingar utan Reykjavíkur, 18
karlar og 2 konur.
Rvík. Atvinnusjúkdómadeild starfaði á svipaðan hátt og undanfarið.
Teknir voru til rannsóknar einstaklingar og hópar úr ýmsum starfs-
greinum af öryggisástæðum, þar sem líkur bentu til, að þeir gætu hafa
orðið fyrir óhollustuáhrifum. Úr málmiðnaði voru teknir 21 maður
til rannsóknar, 6 menn, sem unnu með blý, en enginn einkenni blý-
eitrunar komu fram hjá þeim; 8 menn með meinta kolsýrlingseitrun
við logsuðu, og kom í ljós, að þeir höfðu hvorki orðið fyrir teljandi né
varanlegum skaðlegum áhrifum; 7 komu með kvartanir um þreytu og
sljóleika. 4 starfsmenn bensínstöðva voru rannsakaðir vegna meintrar
blýeitrunar, sem reyndist engin. 3 menn úr byggingariðnaði voru rann-
sakaðir vegna húðútbrota, sem reyndust vera ofnæmi fyrir vissum
viðartegundum; 8 manns, karlar og konur, sem unnu að rafmagns-
iðnaði, vegna þreytu og sljóleika, sem átti sér aðrar orsakir; 2 menn
12