Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Side 122
1971
— 120 —
Hávaði ................................ 4
Frárennsli ............................ 18
Hollustuhættir á vinnustöðum...... 20
Ibúðarhúsnæði ......................... 3
Skordýr ............................... 4
Rottugangur ........................... 10
Ýmislegt .............................. 10
Samtals 168
Eftirlit á vinnustöðum.
Athugað var á öllum vinnustöðum loftræsting, hiti, kuldi, aðbúnaður
og umgengni. Hljóðmælingar voru framkvæmdar á háværum vinnu-
stöðum svo sem í smiðjum, bókbandsstofum, prentsmiðjum, samkomu-
húsum og skipum. Talsvert var um kvartanir vegna ófullnægjandi
vinnuskilyrða, og reynt var að finna ráð til úrbóta. Enn er þó nokkuð
um vinnustaði, sem ekki starfa í fullnægjandi húsnæði. í samráði við
heyrnardeild sá vinnustaðaeftirlitið um kynningarþátt í sjónvarpi og
fjallaði hann um hávaða og heyrnarskerðingu. Að öðru leyti var starf
eftirlitsins eins og áður fyrst og fremst fólgið í því að koma í veg
fyrir eitranir, óhollustu og heilsutjón, sem af vinnu getur hlotist.
Skrásettir voru 745 vinnustaðir og farnar 1808 eftirlitsferðir.
Áfengis- og tóbaksnotkun. Áfengisvamir.
Rvík. Áfengisneysla landsmanna á árinu varð 2,5 lítrar á mann af
100% alkóhóli. 1 fangageymslu lögreglunnar gistu 7386 manns, flestir
vegna ölvunar. 16 þeirra banaslysa, sem talin eru undir lið VII A, má
rekja beint til neyslu áfengis.
Samkomustaðir og félagslíf.
Ekkert frásagnarvert.
Framfarir til almenningsþrifa.
Blönduós. Allmiklar nýjar framkvæmdir þurfti að gera við holræsa-
gerð á Blönduósi, og var veitt til þeirra framkvæmda 480 þús. kr.
Haldið var áfram við undirbyggingu Húnabrautar undir varanlegt
slitlag. Endurbygging sláturhúss S. A. H. hófst í ársbyrjun og lauk í
byrjun sept. Húsið uppfyllir þær kröfur, sem nú eru gerðar til út-
flutningssláturhúsa. Með meira móti um nýbyggingar á árinu.
Dalvíkur. 1 Dalvíkurhreppi voru lagðar nýjar götur, hitaveitan end-
urnýjuð og gerð viðbót á henni, sundlaug byggð við íþróttahúsið, bygg-
ing íbúðarhúsa var veruleg að vanda.
Keflavíkur. Á árinu eins og áður hafa farið fram endurbætur og
lítilsháttar stækkun á öllum höfnunum, mest þó á höfnum í Grindavík og
Njarðvík. Byrjað er á skólpveitukerfi fyrir Grindavík og endurbætt á