Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Blaðsíða 128
1971
— 126 —
en videre lösning pá grunn av blodströmmens virkning pá den löse
intimablad, slik at blodet dissikerer seg gjennem arterieveggen og
enten rumperer med fölge av en subarachnoidal/intracerebral blödning
eller forársaker en akutt lukning av karret med derpá fölgende
ischemiske infarcter i hjernen.
E. H-son’s tilfelle viste angiogrammer som ikke tydet pá noe sacculært
aneurysme, men kun en uregelmessig utvidelse av arterielumet og dette
kan være forenlig med en traumatisk lesjon av nevnte arterie.
Som konklusjon má jeg si at vi ikke kan utelukke at hodetraumet den
13. 3. ’70 kan ha provosert en cerebral blödning og recidiverende blöd-
ning.“
Einnig liggur fyrir vottorð Kjartans R. Guðmundssonar yfirlæknis,
Landspítala, dags. 6. 9. 1971, svohljóðandi:
„Sjúklingur hefur verið á Taugasjúkdómadeild Lsp. í 3ja skipti.
1970 í mars aðeins í 2 daga og var sendur í Ríkisspítalann í Osló. 17. 3.
1971 kemur hann frá Osló og lá þá til 7. 4. 1971. Kom svo nú aftur frá
sjúkrahúsinu í Keflavík 25. 5. 1971. 1 stuttu máli er sjúkrasagan sú, að
sjúklingurinn fékk subarachnoidal blæðingu 19. 3. ’70 og var sendur
til Osló 2 dögum síðar, þar sem hann fékk nýja subarachnoidal blæð-
ingu a. m. k. 2svar sinnum og var milli heims og helju í langan tíma.
Angiografia sýndi nokkuð örugglega aneurysma, en operation var ekki
gerð, þar sem sjúklingur var svo þungt haldinn. Úr þessum veikindum
var sjúklingur mjög dement og hefur verið það síðan. Hefur spastiska
paresu í öllum extr.
Við skoðun við komu á deildina 26. 5. 1971: Sjúklingur er fullkom-
lega úr sambandi við umhverfið. Hann liggur hjálparlaus í rúminu,
borðar ekki sjálfur, en drekkur stundum. Mjög mikil spastisk paresa
á öllum extr. með mjög mikið auknum tonus og kontrakturum sums
staðar. Líflegir reflexar og Babinski á báðum iljum.
Sjúklingur liggur með þvaglegg. Hann er algjörlega hjálparvana.
Hann hefur verið í æfingum, sem hafa litla þýðingu. Það er engin von
um bata. Ilann mun vera invalid 100% alla sína ævi og verða áfram á
spítölum. Hann mun bráðlega fara á Keflavíkursjúkrahús. Það var
gerð bypass operation á cranium, þar sem scan. sýndi low pressure
hydrocephalus, en sú aðgerð hefur engan árangur borið.“
Ályktun: Um er að ræða 29 ára gamlan sjómann, sem að sögn hlaut
mikið höfuðhögg þ. 13. 3. 1970 og heilablæðingu 4 dögum síðar eða
þ. 17. 3., og var ekki talið útilokað, að blæðingin væri afleiðing höfuð-
áverkans. Frá því er hann hlaut áverkann og til þess, er blæðingin kom,
hélt slasaði að sögn áfram vinnu sinni, en jafnskjótt og hann veiktist
af blæðingunni, var hann fluttur í sjúkrahús Keflavíkur. Síðan hefur
slasaði legið í sjúkrahúsum hér og erlendis nær samfleytt til þessa.