Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Blaðsíða 129
127 —
1971
Afleiðingar slyssins eru þær, að slasaði er alveg úr sambandi við
umhverfið, útlimir eru lamaðir, og hann er alveg ósjálfbjarga rúm-
liggjandi sjúklingur, og er talið, að svo muni verða framvegis.
Engin von er talin um bata, og slasaði er talinn varanlega algjör
öryrki.
Liðið er nú ír/2 ár, frá því er slysið vildi til, og þykir því tímabært
að meta nú varanlega örorku slasaða, og telst hún hæfilega metin frá
17. 3. 1970 100%.“
2. Vottorð .... læknis, dags. 19. febrúar 1972, svohljóðandi:
,,Viðv. E. H-syni. Ég hef lesið gögn þau, er þér senduð mér með bréfi,
dags. 1. þ. m. Hef ég átt tal við Gunnar Guðmundsson, yfirlækni á tauga-
deild Landspítalans, er tjáði mér, að E. lægi ekki núna á taugadeildinni.
Þegar ég spurði hann, hvort hann teldi hugsanlegt, að meint höfuðhögg
hefði getað valdið subarachnoidalblæðingu 4 dögum seinna, svaraði hann
með því að vísa til vottorðs norska yfirlæknisins. Það er einnig i sam-
ræmi við mína þekkingu, að töluverður tími geti liðið frá því, að maður
verði fyrir höfuðhöggi, þar til einkenni um alvarlega biæðingu komi
fram.
1 vottorði Kjartans R. Guðmundssonar, yfirlæknis, dags. 6. 9. 1971,
stendur, að angiografia hafi sýnt nokkuð örugglega aneurysma (með-
fædda þynningu pokalaga á höfuðæð), en norsku læknamir hafa ekki
viljað fallast á þá skoðun, heldur tala aðeins um vissa óreglu í æðinni.
Aneurysma geta sprungið að tilefnislitlu, t. d. ef sjúkl. rembist við
tregar hægðir, en tilefnið getur líka verið slys, og enginn getur sagt
til um, hve lengi maður með slíkt aneurysma getur lifað frískur, ef
ekkert slys kemur til.
Ég er sammála því, sem stendur í greinargerð Gunnars M. Guðmunds-
sonar, að einkennilegt sé, að skipstjórinn hafi ekki verið látinn vita um
slysið, þegar í ljós kom, að E. var miður sín, og a. m. k. hefði verið eðli-
legt, að honum hefði verið hlíft eða hann fengið töflur við vanlíðan
sinni, en það réttasta hefði auðvitað verið að leggja hann í spítala, þar
eð umrædd óþægindi bentu til heilahristings. Finnst mér ótrúlegt, að
engan af þessum skipsmönnum, að E. meðtöldum, hafi grunað heila-
hristing, einkennin, flökurleiki og höfuðverkur eru svo almennt þekkt.“
3. Vottorð .... læknis, dags. 7. febrúar 1973, svohljóðandi:
„Ég hef verið heimilislæknir E. H-sonar, ...., ...., frá árinu 1961,
að mig minnir.
Hann virtist vera heilsuhraustur og leitaði aldrei til mín varðandi
höfuðveiki.
Einu afskipti mín af E. vegna heilsufars hans voru í desember 1969.
Hafði hann þá nokkru áður legið rúmfastur í allþungri inflúensu. Kom
ég í vitjun til hans 5. desember 1969. Var þá inflúensan gengin yfir, en
sjúklingurinn þjáðist af þunglyndi (depressio mentalis), og treysti