Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Qupperneq 133
— 131 —
1971
ur hlaut í bílslysi í sumar, og er hún að öllum líkindum varanleg. Heyrn-
ardeyfan er það mikil, að það háir sjúklingi í samtölum við fólk.“
Slasaða kom til undirritaðs í desember 1971 og kvartar þá um
þreytu og dofatilfinningu aftan í hnakka, óeðlilega hræðslutilfinningu,
svefnleysi og segist eiga erfitt með að koma sér að verki, en hugsar þó
um heimili að mestu fyrir 5 manns. Ennfremur kvartar hún um, að
heyrnin hafi breyst þannig, að þegar fleiri tala, þá heyrir hún þetta
„skarkala“. Við skoðun kemur ekkert markvert í ljós.
Ályktun: Um er að ræða 47 ára gamla konu, sem lenti í bílslysi fyrir
tæpu ári síðan, er bifreið, er hún var farþegi í, lenti út af veginum.
Sennilegt er, að slasaða hafi fengið vott af heilahristingi, en læknirinn
á Hvammstanga, sem skoðaði hana stuttu eftir slysið, fann ekkert at-
hugavert við skoðun. Tveim dögum eftir slysið var hún skoðuð af
læknum á Slysavarðstofu Borgarspítalans, og kom þar heldur ekkert
markvert í ljós við skoðun, og röntgenmynd af höfuðkúpu sýndi ekkert
óeðlilegt. Slasaða hefur ýmsar kvartanir fram að færa, og eru þær þess
eðlis, að álíta má, að hún hafi fengið post traumatiska neurosu. Sam-
kvæmt læknisvottorði frá .... heyrnarsérfræðingi hefur hún aftur
á móti hlotið miðlæga heymardeyfu, sem getur stafað af höfuðáverka,
er hún hlaut í áðumefndu bílslysi, og er hún að öllum líkindum varanleg
og það mikil, að það háir henni í samtölum við fólk. Hún var alveg
óvinnufær fyrstu 2 vikumar eftir slysið, en [hefur] síðan að mestu
getað sinnt heimilisstörfum, en aftur á móti ekki treyst sér til að vinna
úti, eins og hún gerði fyrir slysið.
Tímabært þykir nú að meta tímabundna og varanlega örorku, sem
slasaða hefur hlotið af völdum þessa slyss, og telst hún hæfilega metin,
sem hér greinir:
Frá slysdegi í 2 vikur 100%.
Eftir það varanlega 8%.“
MáliS er lagt fyrir læknaráð á þá leiÖ,
að beiðst er umsagnar um, hvort heyrnardeyfa stefnanda, Á. A-dóttur,
stafi frá bifreiðarslysi því, sem stefnandi lenti í hinn 10. júlí 1971.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Hafi sækjandi haft svo góða heym fyrir slysið sem fram kemur í
framburði hennar, má telja mjög sennilegt, að heyrnardeyfa sú, sem hún
býr við nú, stafi af slysinu.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 20. júlí
1973, staðfest af forseta og ritara 17. október s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.