Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Page 137
— 135 —
1971
Sj. fekk djúphitameðferð í 10 skipti, einkenni minnkuðu og hreyf-
ingar urðu betri, en við alla extremhreyfingu og áreynslu á mjóhrygg
komu fram sársauki og verkir, sem ágerðust svo mikið, að sj. leitaði til
mín aftur þ. 24. 6. 1969. Hann fékk sömu meðferð og áður er nefnd, var
í ca. y2 mánuð, einkenni frá baki hurfu að mestu, en við áreynslu fór aft-
ur að bera á fyrmefndum einkennum. Hann kvartar nú í dag (1.10.) um
sömu einkenni, koma þau fram við alla átakavinnu, eins og sj. orðar
það.
Skoðun í dag (1. 10.) sýnir ekkert óeðlilegt nema eymsli við þuklun,
og sársauki kemur fram, er sjúkl. beygir sig fram á við.“
Af framannefndum vottorðum kemur fram, að slasaði hefur verið
óvinnufær af völdum slyssins í 2 vikur frá 13. 1. 1969 (.... læknir
[Hafnarf.]) og fékk þá physiotherapi (13. 1.—24. 1. 1969, Páll Sigurðs-
son, yfirl.) og annan eins tíma aftur frá 24. 6. 1969 og einnig þá í phy-
siotherapi, (tæpar 4 vikur, Páll Sigurðsson, yfirl.).
Slasaði kom til viðtals og skoðunar hjá undirrituðum 29. 9. 1969 og
á ný 14. 10. 1969. Hann kveðst hafa haft meiri og minni óþægindi í baki
og stundum niður í fótlimi alltaf, síðan hann varð fyrir slysinu, misjafn-
lega mikið með köflum. Er nú mikið til kvalalaus, en þolir enga áreynslu
og finnur fyrir sársauka í baki við gang og ferðir í höstum bílum, t. d.
í jeppa að sögn.
Við skoðun kemur í Ijós, að allar hreyfingar í hrygg og mjöðmum eru
sárar við miklar hreyfingar, en nást fast að því eðlilega.
Ályktun: Um er að ræða 42ja ára gamlan lögreglumann, sem hlaut
áverka við lögreglustörf sín fyrir rúmum 9 mánuðum síðan. Hann
hlaut mar á mjóhryggjarsvæðinu, sem hefur valdið honum verkjum
og eymslum í baki síðan, svo að hefur bagað hann nær samfellt, og
hefur hann verið óvinnufær af þessum sökum a. m. k. tvívegis um
tveggja til fjögurra vikna tíma í senn og verið þá til lækninga hjá orku-
lækni. Hann virðist aldrei hafa verið óþægindalaus í bakinu, síðan
hann neiddist og óþægindin stundum lagt niður í ganglimi.
Samkvæmt því, sem röntgenmyndir sýna, mun slasaði hafa verið
veill í baki fyrir (spondylarthrosis, osteochondritis columnae seq.) og
e. t. v. orðið meira um áverkann af þeim sökum.
Um starfsgetu slasaða er það að segja, að hann var við vinnu fyrst
eftir slysið, þrátt fyrir mikla vanlíðan, en leitaði læknis 28. 12. 1968
og var óvinnufær og til lækninga í tvær vikur frá 13. 1. ’69. Eftir það
var hann lítt vinnufær og ekki til neinna átaka þangað til 24. 6. ’69, að
slasaði fór aftur í læknismeðferð og var þá að mestu frá vinnu um
fjögurra vikna skeið. Síðan hefur hann verið við lögreglustörf, en þó
ekki getað beitt sér við nein átök eða verulega áreynslu, og er svo enn.
Slasaði hefur hlotið mikinn baga og tímabundna örorku af völdum
framannefnds áverka, og telst sú örorka hæfilega metin, sem nú
greinir: