Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Side 138
1971
— 136 —
Frá 21. desember 1968 til 13. janúar 1969 50%
Frá 14. janúar 1969 í tvær vikur 100%
Eftir það til 24. júní 1969 50%
Eftir það í 4 vikur 100%
Eftir það til 15. október 1969 50%.“
Tilvitnuð læknisvottorð ...., starfandi læknis í Hafnarfirði, dags.
13. janúar 1969 og 30. september 1969, tilvitnuð umsögn Röntgendeildar
Landspítalans, dags. 16. mars 1969, og tilvitnuð læknisvottorð ....,
sérfræðings í nuddlækningum, dags. 1. október 1969, liggja fyrir í mál-
inu.
2. örorkumat sama læknis, dags. 14. ágúst 1970, svohljóðandi:
„Vísað til örorkumats fyrir sama mann vegna sama slyss, dags. 15.
október 1969.
1 framhaldi af nefndu örorkumati skal eftirfarandi tekið fram:
Slasaði kom til undirritaðs til skoðunar 5. 1. 1970. Leiðir hún í Ijós
svipað ástand og var við næstu skoðun á undan 14. 10. 1969. Hreyf-
ingar í baki eru allar dálítið takmarkaðar vegna sársauka og stirð-
leika, einkum frambeygja í baki og hálsi. Hann var í æfingameðferð
hjá .... nuddlækni. Hann kom á ný til skoðunar 27. 4. 1970 og er þá
ástand enn svipað. Fær enn æfingameðferð hjá sama nuddlækni. Hreyf-
ingar í hrygg eru þannig: Það vantar um 2 fet á, að fingurgómar nái
í gólf við frambeygju, og aðrar hreyfingar eru sárar og stirðar. Hreyf-
ingar í hálsi: Allar sárar, en nást nokkurn veginn. Fyrir liggur vottorð
Kjartans R. Guðmundssonar yfirlæknis, Reykjavík, dags. 11. 5. 1970
svohljóðandi:
„S. I-son lögregluþjónn, ...., Garðahreppi, f... 1927, hefur verið
hjá mér til rannsóknar þann 8. 5. 1970 vegna afleiðinga eftir slys, sem
hann varð fyrir þann 21. 12. 1968. Var það með þeim hætti, að fangi,
sem hann hafði til gæslu, sparkaði í bak hans eða á aftanverðan spjald-
hrygg h. megin, og fékk hann strax mikla vei-ki í staðinn og eymsli og
stirðleika við gang. Síðan þetta varð, hefur hann stöðugt haft verk h.
megin í baki, sem leggur fram í nárann og niður undir hné, en sjaldan
niður fyrir hné. Stundum yfir til v. hliðar í mjóbak. Þessir verkir hafa
alltaf ágerst við alla áreynslu, og hefur hann verið meira og minna
óvinnufær annað kastið þrátt fyrir mikla physiotherapeutiska meðferð.
Stundum hefur hann einnig verk í hnakka. Verkinn leggur einkum
niður í hné, ef hann réttir sig upp eftir að hafa beygt sig. Það tekur
ekki verulega í við hósta. Þvaglát eru í lagi. Við skoðun er sj. fullkom-
lega eðlil. psychiskt. Það er ör á enni h. megin eftir áverka, er hann fékk
fyrir 30 árum síðan, og þar er minnkað húðskyn svarandi til n. supra-
orbitalis dxt. A. ö. 1. eru allar heilataugar eðlil., allir vöðvar á extr. eru
mjög kröftugir, og það er enginn grunur um paresu neinsstaðar og